Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 37 MEIMNTUN Kennaradeild Háskólans á Akureyri útskrifaði fyrstu kennaranemana sl. vor Samfellt vettvangsnám og áhersla á raungreinar Morgunblaðið/Kristján Guðmundur Heiðar SELMA Kristjánsdóttir kennir nú við Oddeyrarskóla en hún er dæmi um Frímannsson kennara sem fékk starf í kjölfar vettvangsnámsins. Frá því kennaradeild HA tók til starfa haust- ið 1993 hefur verið lögð áhersla á raungreina- kennslu í kjama auk raungreinasviðs, en Hildur Friðriksdóttir komst einnig að því að skólinn hefur farið nýjar leiðir í vettvangsnámi kennaranema. ÞEGAR kennaradeild Háskólans á Akureyri (HA) var stofnuð var henni gert að leggja áherslu á tvennt í starfsemi sinni, þ.e. að gera átak í raungreinakennslu og að sinna fá- mennum skólum. Að sögn Guðmund- ar Heiðars Frímannssonar forstöðu- manns kennaradeildar hefur fyrra markmiðið tekist vel en enn fara flestir kennaranemarnir í æfinga- kennslu á Akureyri í stað þess að fara í fámennari skóla í dreifbýli. Skólinn útskrifaði fyrstu kennara- nemana sl. vor og sömuleiðis fyrstu nemendurna í uppeldis- og kennslu- fræði. Guðmundur Heiðar segir að upp- bygging kennaramenntunar, bæði í HA og Kennaraháskóla íslands, sé bundin í lögum, þannig að 30 eining- ar falli undir uppeldisgreinar, 30 einingar undir kennarafræði og 30 einingar undir val. „Innan þessa ramma er hægt að leggja ólíkar áherslur og kannski er mest áber- andi hjá okkur að vettvangsnámið er samfellt í rúma þrjá mánuði á síðasta námsárinu. Það er reyndar nýjung í kennaramenntuninni," segir hann. „Nemendum líkar þessi tilhög- un vel og virðist duga þeim til að átta sig á skólunum og skilja þá. Við ætlum því að halda þessari skip- an áfram,“ segir hann. Varðandi raungreinar var strax frá upphafi lögð áhersla að bjóða upp á raungreinasvið, þ.e.a.s. val- greinar upp á 30 einingar og hins vegar að hafa raungreinar inni í kjarna. „Við vonumst auðvitað til að þetta skili sér í bættri kunnáttu þeirra sem fara héðan úr skólanum. Við þurfum að sjálfsögðu sífellt að meta hvort þær áherslur sem við leggjum séu réttar og höfum nú þegar gert endurskoðun á náminu. Hún leiddi til nokkurrar aukningar á kennslu í eðlis- og efnafræði,“ segir Guðmundur Heiðar. „Bak- grunnur nemenda í þessum greinum er mjög veikur. Töluvert stór hluti þeirra hefur ekki lært eðlis- eða efnafræði síðan í grunnskóla. Við urðum einhvern veginn að bregðast við því og gerðum það með þeim hætti að hafa svipað efni með smá viðbótum og lagfæringum, en gáfum nemendum aukinn tíma, því við vild- um að námið kæmist örugglega til skila.“ Hann segir að aðsóknin í raun- greinaval hafi því miður verið alltof Iit.il. „Af þeim 24 kennurum sem útskrifuðust í vor voru fjórir af raun- greinasviði, þrír af þeim eru komnir í kennslu en einn fór í framhaldsnám í tölvufræði. Aðeins einn nemandi er nú á raungreinasviði." Úlfar Björnsson umsjónarmaður vettvangsnáms HA Kennaranemar fá vinnu í kjölfar vettvangsnámsins ÚLFAR Björnsson skólastjóri Odd- eyrarskóla og umsjónarmaður vett- vangsnámsins segir að ekki beri á öðru en kennaranemar, kennarar og skólastjórar séu mjög ánægðir með það fyrirkomulag, að nemarnir taki eitt samfellt tímabil á námstímanum í stað þess að skipta því milli ára. „Þegar ég fór í vor að undirbúa haustið var ekkert mál að koma nemunum fyrir. Ég er meira að segja farinn að fá pantanir núna frá skól- um sem vilja fá nema næsta haust.“ Úlfar segir breytilegt hvort nem- arnir óski eftir að kenna ákveðin fög eða séu í bekkjarkennslu. Þeir hefja æfingakennslu á 9. viku og stendur hún yfir í fimm vikur. Fram að þeim tíma er þeim ætlað að kynnast skólanum, námsefninu og fá til- finningu fyrir skóla- starfinu í heild. Námið var endurskoðað sl. vet- ur og í framhaldi af því verður æfingakennslan lengd á kostnað þess hluta sem fer í að kynna sér skólastarfið. Við mat á skólastarf- inu kom í ljós að flestir voru sammála um að fyrirkomulagið á vett- vangsnáminu væri til bóta. „Bæði er að þetta er langt samfellt tíma- Úlfar Björnsson bil og eins virðist skipta máli að nemendur koma inn í skólabyijun. Menn höfðu haft af því áhyggjur að erfitt yrði að taka nemana inn um leið og skólinn var að heíjast og öll skipulags- vinna var í gangi. Þegar farið var að skoða hlut- ina eftir á urðu flestir sammála um að það væri til bóta, því nem- arnir reyni á sjálfum sér það sem þeir standa frammi fyrir næsta vet- ur.“ Tveir kennarar sem voru í vettvangsnámi í Oddeyrarskóla í fyrra starfa þar nú við kennslu. Hann segir þá hafa verið fljóta að aðlagast, enda þekki þeir starfsum- hverfið. Hann segist einnig vita að nokkrir nemendanna sem útskrifist nú um áramót hafí þegar fengið ráðn- ingar í kjölfar vettvangsnámsins. Nemum fylgt eftir Úlfar tekur einnig fram að lögð sé áhersla á að fylgja nemum vel eftir í vettvangsnáminu. Þannig hef- ur hver nemandi umsjónarkennara sem er einn af lektorum kennara- deildar. Lektorarnir fara í 1-3 heim- sóknir út í grunnskólana til að fylgj- ast með nemunum á vettvangi og eru síðan í símabandi við þá allt tímabiiið. „Síðan erum við með sam- eiginlega fundi með leiðsagnarkenn- urum, þ.e. þeifn kennurum sem taka ábyrgð á nemunum úti í grunnskól- unum. Það er mín tilfinning að grunnskólarnir hér hafi verið ánægðir með að fá umsjónarkennara frá háskólanum út í skólana, því oft er rætt um að engin tengsl séu þarna á milli.“ Nokkrar eftirlíkingar (raflýstar) af íslenskum kirkjum til sölu. Stæðir u.þ.b. 20x35 cm. Efni: Masonit. Upplýsingar í síma 483 4567 e.h. Geymið auglýsinguna. Stefán Jónsson dósent í eðlis- og stærðfræði Bakgrunnur kennara- nema oft slakur STEFÁN Jónsson dós- ent í eðlis- og stærð- fræði við Háskólann á Akureyri gerði í fyrra athugun á bakgrunni nemenda sem hófu nám í kennaradeild- inni haustið 1993, en það ár tók deildin til starfa. „Verulegur hópur nemenda hafði hvorki lært efna- né eðlisfræði í framhalds- skóla og til voru ein- stök dæmi um að menn höfðu hvorki eðlis-, efna- né líf- fræði. Þessi bak- grunnur er hvorki fugl né fiskur og ekki hægt að ætla kennaranáminu að bjarga þessu fyllilega," sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. í könnun hans kom fram að 13 nemendur af 77 komu af náttúru- fræði-, stærðfræði- eða tæknibraut- um framhaldsskólanna. „Þegar ég fór að skoða hversu margar einingar menn höfðu í þessum mis- munandi fögum kom í ljós að ekki var hægt að greina prófskírteini hjá öllum því sums staðar hét greinin „raungreinar" og ekki var vitað hvað stóð að baki þeim fáu eining- um sem hún gaf. Ég skoðaði því einungis nemendur sem voru með sundurgreind prófskírteini, sem voru 59 af 77.“ Engin efna- eða eðlisfræði í ljós kom að 42 nemendur höfðu enga eðlisfræði lært í framhalds- skóla, 10 höfðu enga efnafræði og algengt var að þeir hefðu 6 eining- ar í líffræði. Dæmi voru þó um að nemendur hefðu enga líffræði lært í framhaldsskóla. Rúmlega helrn- Stefán Jónsson ingur nemenda hafði 3 einingar í jarðfræði en 21 hafði enga jarð- fræði lært. Aðspurður hvort hann telji kennsluna nægilega í kennaradeild- inni miðað við þessar upplýsingar segir hann að augljóst sé að menn beiji einungis í verstu brestina. „Auðvitað er rnjög erfitt að kenna fög sem fólk hefur ekki lært frá því í grunnskóla. Einnig má benda á að mér virðist í samtölum við nem- endur mjög takmarkað hvað sumir þeirra hafa lært í grunnskóla. Ég reikna með því að þessi fög séu víkjandi vegna þess að fólki finnist erfitt að kenna þau.“ Ekki sama þekking bak við einingafjölda Stefán segir nemendur einnig koma geysilega misjafnlega undir- búna upp úr framhaldsskóla í stærðfræði, þar sem minni munur er á einingafjölda. „Flestallir höfðu að baki 12-15 einingar en sumir aðeins meira. Þó að menn hefðu sama einingafjöldi var kunnátta þeirra eins og svart og hvítt,“ segir hann. Stefán segir að nú eigi fyrsta árs nemar eftir að velja sér svið fyrir næsta haust, þ.e. almennt svið, raungreina- eða myndmenntasvið. „Þeir hafa verið að spyijast fyrir um raungreinasvið að undanförnu. Kannski er vakning um að leggja í þetta nám núna,“ segir hann. Kaffikvöld á aðventu Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna sem l'arið hala í aðgerð og/eða meðferð vegna brjóstakrabbameins, býður þér að koma í "Opið hús" í Skógarhlíð 8. hús Krabbameinslelagsins, í dag þriðjudaginn 10. des. kl. 20.30. Gestur kvöldsins Sr. Gunnar Matthíasson, sjúkrahdsprestur, flytur hugvekju. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Ifsamhjálp kvenna 30 gerdir af sœtum sófurri! sœtir sófar HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.