Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ÞÓREY J. STEFÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. desem- ber kl. 15.00. Hjálmfríður Þórðardóttir, Halldór Stefánsson, Jóna Rut Þórðardóttir, Högni Jónsson, Sigríður Auður Þórðardóttir, Trausti Klemenzson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, Gunnar H. Jónsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og amma, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR frá Grímsey, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, 8. desember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarni Sigmarsson, Guðrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐLAUG BJARNADÓTTIR, Mávahlíð 22, Reykjavik, andaðist á Hvítabandinu að morgni 9. desember. Bjarni Pálsson, Elísabet Pálsdóttir, Sjöfn Pálsdóttir, Sturla Guðbjarnason, Haukur Pálsson, Guðrún Sigursteinsdóttir. + Bróðir okkar, JÓN JÓHANNSSON frá Kirkjubóli, Brekkuhvammi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 13.30. Systkini og aðstandendur. + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN SIGBJÖRNSSON, fyrrv. deildarstjóri tæknideildar RUV, iést í Landsspítalanum aðfaranótt 9. desember. Vigdís Sverrisdóttir, Anna Vigdís, Sigurlaug Sverrir og Sigbjörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA JÓNSDÓTTIR, Sólheimum 10, Reykjavik, lést sunnudaginn 8. desember. Þorsteinn Baldursson, Katrín Magnúsdóttir, Jón Baldursson, Hermína Benjaminsdóttir, Vigdfs Baldursdóttir, Axel Bender, Sævar Baldursson, Helgi Baldursson, Guðbjörg Marteinsdóttir, Ágústa Baldursdóttir, Kristinn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað ARKO, teiknistofa, Laugavegi 41, verður lokuð þriðjudaginn 10. þessa mánaðar vegna jarðafarar KARLS JÓNSSONAR. GUNNAR SIGFÚS KÁRASON + Gunnar Kára- son fæddist á Finnsstöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 17. september 1931. Hann lést á Sól- heimum í Gríms- nesi 4. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kári Guðmunds- son, f. 20. maí 1899 á Æsistaðagerðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, d. 1. júlí 1965, og kona hans, Fríður Jónsdóttir, f. 8. janúar 1905 í Rauðhúsum í Saurbæjar- hreppi, d. 24. ágúst 1980. Gunnar var einn af sjö systkin- Nú þegar okkur ber inn í skugga skammdegisins kveðjum við gamlan vin, sem þó var ekki í hjarta sínu neitt skammdegisbarn. A þessum tíma færðist hann gjarnan í auk- ana, hann var jólaljósameistari á heimili sínu Sólheimum í Grímsnesi. Hann naut þess að fegra og lýsa umhverfí sitt. Gunnar Kárason var alinn upp hjá föðursystur minni, Sesselju Sig- mundsdóttur, sem stofnaði og rak Sólheimaheimilið allt frá 1930 til dauðadags 1974. Hún var braut- ryðjandi í lífrænni ræktun hérlendis og í umönnun þorskaheftra barna og starfaði samkvæmt antroposof- ískum kenningum Rudolfs Steiners, sem hún aðlagaði aðstæðum hér. Ekki voru störf hennar þó metin að verðleikum og allra síst í upp- hafi er hún varð að ryðja sér leið gegnum frumskóg fordómanna. Það hljómar undarlega nú, þegar ná- kvæmlega fímmtíu ár eru liðin frá því að bráðabirgðalög voru sett til að taka heimilið leigunámi undir aðra starfsemi, að forstöðukonan var talin óhæf fyrir þá sök að hafa þroskaheft börn með heilbrigðum og að hafa á boðstólum mestmegnis grænmetisfæði, sem ekki var talið til matar. Allt þetta mál olli miklu umróti á Sólheimum og þurfti meira en meðalmanneskju til að standa þetta af sér. Ástæða þess að lögin komu ekki til framkvæmda var sú, að ríkis- stjórnin féll vegna ágreinings um flugvallarsamninginn og bráða- birgðalögin féllu því úr gildi. Þá átti Sesselja enn eftir að fá úr- skurði barnaverndarráðs hnekkt, en það hafði staðið fyrir ofsóknunum gagnvart heimilinu. Þetta tók tals- vert á annað ár en málið vannst að lokum. Sesselja var sjálf fámál um þessa baráttu alla og hafði aldrei mörg orð um hlutina. Oft koma mér í hug orð hennar, sem hún viðhafði löngu síðar þegar ég vann um tima hjá henni. Hún var þá að berjast fyrir öðru réttlætismáli og varð lítið ágengt vegna þröngsýni og hroka viðmælandans sem hún talaði við í síma. Um leið og hún lagði tólið á varð henni að orði: „Það er vont þegar litlir menn komast í stórar stöður." Ef fólk vill lesa meira um Sól- heimaheimilið og baráttu Sesselju fyrir tilverurétti þroskaheftra bendi ég því á ágæta bók Jónínu Michaels- dóttur „Mér leggst eitthvað til“ sem hún skrifaði í tilefni 60 ára afmælis Sólheima. Gunnar Kárason kom ungur til Sesselju og upplifði þessa umbrota- tíma. Hann var mikill áhugamaður um búskap og ræktun. Hann annað- ist bústörfin á Sólheimum um ára- bil en þar var talsverður kúabúskap- ur svo mjólk væri næg til heimilisins og ekki síður til að fá áburð á tún og garða, því mikið var lagt upp úr. hringrás lífríkisins. Þessi störf áttu vel við Gunnar og hafði hann ávallt margt um búskapinn að segja þegar hann hitti vini og kunningja. Hann var vinnusamur og ósérhlífinn og féll í raun aldrei verk úr hendi. um og eru þrjú þeirra enn á lífi; Kristján, Rósmunda og Jón. Gunnar gifti sig aldrei en trúlofaðist Guð- laugu E. Jónatans- dóttur. Gunnar vann við ýmis störf á Sólheimum og var meðal annars bú- stjóri til margra ára en siðustu starfsár- in vann hann við listsköpun og áð hluta í mötuneyti Sólheima auk ann- arra starfa. Útför Gunnars fer fram frá Skálhotskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sem dæmi má nefna að hann pijón- aði ávallt sokkana sína sjálfur. Hann var listrænn að eðlisfari og féll vel inn í þann hugmyndaheim sem Sesselja byggði á. Allt frá fýrstu tíð var mikil rækt lögð við listir og handverk á Sólheimum. Þar var kennt á margvísleg hljóðfæri og söngur, leiklist, vefnaður og ýmsar handíðir ávallt stór þáttur í lífí heimilisfólks. Sérsvið Gunnars var útskurður og smíði og eru ófáir gripirnir sem hann smíðaði og færði vinum sínum að gjöf við hátíðleg tækifæri. Það var alltaf gaman að koma í smíða- stofu Gunnars þar sem verkin hans töluðu til manns. Flest lýstu bjart- sýni og gleði en þó var hilla með fremur drungalegum árum, púkum og hröfnum sem ekki var bjart yfír. Ef maður spurði Gunnar hveiju þetta sætti svaraði hann: „Jamm, ég var ekki í góðu skapi þama.“ Þetta var hans aðferð til að vinna sig frá mótlætinu. Eftir að Sesselja dó fékk Gunnar til umráða lítinn sumarbústað, Ömmu húsið, sem foreldrar Sess- elju, Kristín og Sigmundur, höfðu byggt í hvamminum ofan við hver- inn. Þar bjó hann í mörg ár og var stöðugt að bæta og prýða. Því mið- ur var húsið orðið lélegt og hann þurfti að flytja úr því fyrir allmörg- um árum. Það var öllum ánægjuefni að hann skyldi fá að njóta þessa litla húss á meðan hægt var enda mundi hann bæði afa og ömmu og hafði tengst þeim tilfínningabönd- um sem barn. Fyrir hönd fjölskyldu Sesselju bið ég Gunnari Kárasyni blessunar á leið til nýrra heimkynna. Kristín Þórarinsdóttir. Nú hefur kvatt þessa jarðvist með tignarlegum hætti minn kæri vin og skjólstæðingur Gunnar Kárason. Gunnar Kárason fluttist að Sólheim- um aðeins sex ára gamall og hefur lifað hér og starfað í nær sextíu ár. Hann var eitt fósturbarna Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofn- anda Sólheima. Gunnar var búinn að vera lengst allra búsettur á Sól- heimum og því er tilhugsunin um Sólheima án náttúrubamsins Gunn- ars fjarlæg. Gunnar gegndi ýmsum störfum á Sólheimum í gegnum árin en var lengstum í starfí bústjóra og sinnti því um áratuga skeið af alúð og óeigingimi. Gunnar var listamaður af náttúrunnar hendi jafnt í tónlist sem myndlist og hand- verki ýmiss konar. Gunnar sá um að færa Sólheima í jólabúning allt frá andláti Sesselju. Þetta starf vann hann til hinstu stundar með tilþrifum og sóma. Það var ekki einungis fagmannleg og fagurfræðileg litasamsetning jóla- ljósanna sem heilluðu íbúana þar heldur sá andi og kærleikur sem fylgdu vinnubrögðum Gunnars, enda ljómuðu ljós hans skærar en önnur ljós. Við Gunnar náðum nokkuð vel saman strax í upphafi enda erum við fæddir í sama mánuði og sama dag þó nokkur ár séu á milli okkar. Persónuleiki Gunnars var litríkur og sterkur enda var hann ávallt reiðubúinn gagnvart þeim og því sem minna mátti sín í lífinu. Mann- verur, dýr og jurtir voru lagðar að jöfnu, enda ljómar sami lífgeislinn yfír fjölbreyttu sköpunarverki Guðs. Faðir og vinur alls, sem er annastu þennan græna reit; blessaðu, faðir! blóminn hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley! sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggar-nótt; dreymi þig ljósið, sofðu rótt! Smávinir fagrir, foldar-skart! finn ég yður öll í haganum enn; veitt hefur Fróni mikið og margt miskunnar faðir; en blindir menn meta það aldrei eins og ber, og unna því lítt, sem fagurt er, telja sér lítinn yndis-arð að annast blómgaðan jurtagarð. (Jónas Hallgr.) Gunnar bjó yfir mikilli visku og hafði einstaka hæfileika til að leysa flókin viðfangsefni. Ef aðstæður voru nær óyfirstíganlegar kunni hann ætíð lausnir, lausnir sem hrifu í einfaldleika sínum. Hefjum upp augu og hjörtu með, hjálpræðisstund vor er nærri. Jesú vér fáum sjálfan séð, sorg öll og kvíði er þá fjarri. Senn kemur eilífð sumartíð, sólunni fegri, er ljómar blíð Drottins í dýrðinni skærri. (V. Briem) Ég bið almættið, kærleikann og algóðan guð að styrkja eftirlifandi ástvini. Megi guðleg forsjón leiða Gunnar á nýjum vegum. Björt og blessuð sé minning hans. Óðinn Helgi Jónsson, framk væmdastj óri Sólheima í Grímsnesi. Margir hafa sagt mér frá því þeg- ar þeir komu í fyrsta sinn á Sólheima í Grímsnesi. Oftar en ekki fylgir það sögunni að þeim hafí verið heilsað í hlaði af knálegum manni sem hafí tekið fólk tali og frætt það um stað- inn, sögu hans, starfshætti og hlut- verk. Þar sem framkoma mannsins bar vott um umfangsmikla þekkingu og viðamikla ábyrgð á staðnum vaknaði óhjákvæmilega sú spurning hvort maðurinn væri staðarhaldari Sólheima eða annar stjómenda staðarins. Og vissulega var hlutur mannsins í Sólheimum stór því hér var að sjálfsögðu kominn Gunnar Kárason, bústjóri Sólheima. Gunnar kom ungur á Sólheima þar sem Sesselja Sigmundsdóttir ól hann upp og gekk honum í móður stað. Ýmsum sögum fer af þroska Gunnars þegar hann kom sex ára á Sólheima og víst er að aðstæður foreldra hans, sem hann hafði aldr- ei neitt samband við, hafa verið erfíðar. Það var því ánægjulegt þeg- ar gott samband tókst með Gunnari og systkinum hans fyrir tíu árum eftir áratuga aðskilnað. Sesselja lagði mikla rækt við menntun Gunnars og þó svo Gunnar hafí ekki náð miklum tökum á hefð- bundnum bóklegum greinum sýndu lífsgildi hans bæði fágun og fegurð sem báru uppeldi hans og menntun gott vitni. Ég kynntist Gunnari við störf mín sem forstöðumaður og fram- kvæmdastjóri Sólheima. Þar veitti Gunnar mér ómetanlegan stuðning með allt sem snerti starfshefðir Sól- heima og fyrri starfshætti. Auk bú- stjómar sá Gunnar á hveiju ári um að færa Sólheima í jólabúning. Við Gunnar vomm einnig borðfélagar og áttum margar ánægjulegar samræð- ur undir borðum á Sólheimum. Gunnar var tryggur og um- hyggjusamur vinur, ákafur og ósér- hlífinn samheiji, iðinn og sjálfstæð- ur starfsmaður. Fyrst og síðast var Gunnar þó listamaður en tónlist, myndlist og húsagerðarlist voru samofin öllu þv( sem hann gerði. Gunnar lærði ungur að spila á orgel. Spilaði hann án nótna og kunni flesta algenga sálma á sinn hátt. Gunnar hafði sérstaka unun af því að leika á orgel í kirkjum. Oft gekk Gunnar að hljóðfærinu að messu lok-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.