Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Loka- framkæmdir við Tónlistar- skóla Hafn- arfjarðar SAMNINGUR hefur verið undirritaður milli Hafnarfjarð- arbæjar og verktakanna Frið- jóns og Viðars um lokafrágang í nýja Tónlistarskólanum. Ljúka á fyrri áfanga skólans 1. ágúst á næsta ári og verður því hægt að hefja kennslu í hluta nýja skólans í september. Seinni áfanga verður síðan Iokið í ág- úst 1998. Á vegum Tónlistarskólans verða sex jólatónleikar í desem- ber, bæði í Hafnarborg og Víði- staðakirkju. Fyrstu tónleik- arnir verða miðvikudaginn 11. desember kl. 20 í Víðistaða- kirkju og eru það jólatónleikar yngri deildar. Fimmtudaginn 12. desember kl. 20 í Hafnar- borg verða tónleikar eldri deild- ar. Laugardaginn 14. desember kl. 17 í Víðistaðakirkju verða svo jólatónleikar kammersveit- arinnar. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Ravel, Beethov- en, Telemann og kantata eftir J.S. Bach. Einsöngvari á þessum SEX tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans í Hafnarfirði í desember, bæði í Hafnar- borg og í Víðistaðakirkju. tónleikum verður Ágúst Ólafs- son en stjórnandi er Oliver Kentish. Sunnudaginn 15. desember kl. 18.30 í Hafnarborg verða tónleikar strengjasveita skólans undir stjórn Katrínar Árnadótt- ur. Mánudaginn 16. desember kl. 18.30 í Hafnarborg verður jóla- ball forskólans og síðustu jóla- tónleikarnir verða miðvikudag- inn 18. desember kl. 20 í Hafnarborg, þar sem söngnem- endur skólans koma fram. Stjómin endurkjörin STJÓRN félags íslenskra organleikara var endurkjörin á aðalfundi FÍO, sem haldinn var nýlega í safnaðarsal Hallgríms- kirkju, með þeirri undantekn- ingu þó að einn stjórnarformað- ur býr nú erlendis og kom nýr maður því inn. Myndin er af aðalstjórn FÍO: Björn Steinar Sólbergsson organisti á Akur- eyri, Lenka Matéova organisti Fella- og Hólakirkju, formaður Kjartan Sigurjónsson organisti Seljakirkju í Reykjavík og ritari Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju Reykjavík. Á myndina vantar gjaldkera, Kristínu Jóhannesdóttur org- anista á Höfn í Hornafirði. í varastjórn eru Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti Reykjavík og Hilmar Örn Agnarsson org- anisti Skálholtsdómkirkju. Fyrir stjórnarfundinn lék Björn Stein- ar Sólbergsson á orgel Hall- grímskirkju. Sjónþing Guðrúnar BRÚNA málverkið „Nafnlaus" nr. Morgunblaðið/Á. Sæberg 6 á skrá, 1996. MYNPPST Gcrðubcrg MYNDVERK Guðrún Kristjánsdóttii-. Opið á tíma menningarmiðstöðvarinnar frá 9-23 mánud.-fimmtud. 9-19 föstud. 12-17 laugardaga og sunnudaga. Til 15. desember. Aðgangur ókeypis. SUNNUDAGINN 17. nóvember fór sjöunda og síðasta Sjónþing ársins fram í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi og sat þá Guðrún Kristjánsdóttir fyrir svörum. Spyrlarnir voru Guðbjörg Lind myndlistarmaður og Eyjólfur Kjal- ar Emilson heimspekingur, og var þannig brugðið út frá þeirri venju að hafa listsögufræðing. Guðrún er eðlilega ekki eins þekkt og þeir sem fram hafa komið áður, því ekki eru nema 12 ár síðan hún sneri sér alfarið að myndlist. Hins vegar hafa myndverk hennar vak- ið dijúga athygli í þröngum hópi og hún verið iðin við sýningahald heima og erlendis. Hún var orðin þroskuð kona þegar hún hélt sína fyrstu sýningu og mönnum mun hafa leikið forvitni á að kynnast viðhorfi einnar slíkrar. Námsferill Guðrúnar telst einnig sérstæður, því eftir að hafa sótt námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur fer hún beint inn í listaakademíuna í Aix-en-Provence í Suður-Frakk- landi. Annað sem er óvenjulegt er að Guðrún gengur mikið út frá óhlutlægu flatarmálverki fjórða og fimmta áratugarins, en að því við- bættu, að verk hennar hafa sterk- ar náttúruvísanir, eru þau sjaldn- ast fullkomlega sértæk. Þótti væg- ast sagt ekki par fínt hér áður fyrr og ekki í anda nafnkenndrar stefnuyfirlýsingar hinna hrein- ræktuðustu á árunum „í listum liggur engin leið til baka.“ Ymsum mun þó hafa fundist Sjónþingið sveigja frá stefnumörk- um sínum, því upprunalega var markmiðið að fá gróna og um- deilda listamenn til að opna sig og gefa fólki tækifæri til að kynn- ast þeim og jafnvel munnhöggvast við þá. En það er víst broddur 1 því, sem útlendingurinn sagði eftir að hafa umgengist nokkra fram- sækna íslenzka listamenn fyrir margt löngu, og kvaðst aldrei hafa hitt fyrir sérvitrari mannsöfnuð. í öllu falli hafa framkvæmdaaðilar rekið sig á, að það er hægara sagt en gert að nálgast málarana, hvað þá fá þá upp í pontuna í Gerðu- bergi, eins og orða má það. Að vísu eru sumir löglega forfallaðir, en aðrir kæra sig einfaldlega ekki um slíka úttekt á lífi sínu og enn aðrir munu full óframfæmir til þess. Þegar Guðrún kom fyrst fram, var ljóst að hún hafði náð óvenju- legum þroska á skömmum tíma. Vinnubrögð hennar voru afar öguð og einkenndust öðru fremur af ríkri samsemd með fyrirbærum náttúrunnar, hvað sem öllum vangaveltum um lögmál myndflat- arins viðvék. Einföld form og víður sjóndeildarhringur voru meðal þeirra viðfangsefna sem fljótlega urðu einkennandi í listsköpun hennar ásamt sjálfu umfangi rým- isins. Á tveim hæðum Gerðubergs geta menn fylgt þessari þróun frá 1983-1995 og kemur þar mjög vel fram, að Guðrún heldur sig innan ákveðinna fastmótaðra við- fangsefna og þaulvinnur mynd- efnin, er bæði vísar til einhæfni sem staðfestu. Trauðla verður sagt að þau njóti sín til fulls í húsakynnunum en skoðandinn á þó að fá góða hugmynd um vinnu- brögð listakonunnar sem rýnirinn telur hvað þróuðust í málverkum eins og Af landi 1987, (3) og Eyja 1992, (5), Landslag 1992 (22) og Snerting 1“ 1990 (23). Oll búa þau yfir bestu eiginleikum listakonunnar, dijúgri efniskennd og ríkri nálgun. Sjónarhóll MÁLVERK Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18 til 15. desember. Á SJÓNARHÓLI á Hverfisgötu 12 eru einungis ný verk, öll unnin í olíu á hörstriga. Þar kveður við nokkurn annan tón en í Gerðubergi og þótt rýmið og víðátturnar séu áfram fyrir hendi birtast snjöllustu myndheild- irnar nú í afhallandi flæði. Er sem himinn, haf og jörð hafi vikið fyr- ir mjúkum hvikulum brigðum hlíð- arslakkans. Hér er formheimurinn þrengri og afmarkaðri; einungis rofinn af einslitum mistruðum stígandi og smáum ljósflákum, sem mynda vissan hrynjandi á flet- inum og eru skynrænar vísanimar til fyrirbæra náttúrunnar. Tví- hyggjan sem fyrr, hinn meðvitaði markaði línudans á milli raunsæis og óhlutstæðs myndmáls, sem nú hefur hlotið fulla uppreisn og við- urkenningu á vettvangi heimslist- arinnar. Og þó spyr maður sig, frammi fyrir þessum verkum sem byggjast svo mikið á sjálfum grunnfletinum, hvoru megin skynjunarinnar þessi tvíleikur sé, hinnar ytri eða innri, því nú hefur tvíræð áferð þrengt sér fram í sumum þeirra og er orðin að full ríkjandi þætti í þá veru að brennivíddin raskast. Þannig er nokkur leið frá hinu einslita stóra brúna málverki „Án titils" (6) og hinna dökku forma sem munu vera hið nýjasta frá hendi listakon- unnar og em kantaðari en flest fyrri verk hennar. Nær strangflat- arlist og þó með sterkum náttúru- vísunum, í þessum tilvikum full óræðum, líkast sem samsetningin hangi á bláþræði. Þetta kemur helst fram í dökku myndunum, en einnig þar sem samfelldur stígandi ríkir eins og nr. 1 og 11, en þá í bylgjuformum er ganga lárétt þvert yfir mynd- flötinn. Stóra brúna málverkið sem þekur heilan vegg má ótvírætt álíta hápunkt sýningarinnar fyrir jafnan hárfínan og markaðan stíg- andi og hina fáu hnitmiðuðu ljós- fláka. Bragi Ásgeirsson WfT M ’Vv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.