Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ .. Cjrji. ff- r 60 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MINNINGAR + Eiríkur Guð- berg Þorvalds- son fæddist á Bíldudal 20. sept- ember 1941. Hann lést á Landspítalan- um 1. desember síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 6. desember. Mér brá óneitanlega þegar ég frétti um lát vinar míns Eiríks. Ég vissi þó að hann hafði verið alvarlega veikur, en trúði því að við ættum eftir að hittast og njóta samvista. Það var stund milli stríða hjá Eiríki þegar við hittumst síðast og hann sjálfum sér líkur þrátt fyrir allt. Mér hafði oft verið hugsað til hans í veikindun- um og fannst sárt að við höfðum ekki haldið sambandi um árabil. Við þetta tækifæri fann ég svo vel hvað vinátta okkar var sterk og við hétum því þá að hittast fljótt aftur og rækta hana. Ég hlakkaði til að kynna Ingi- björgu konu mína fyrir vini mínum, þessum vel gerða og skemmtilega manni, en því miður varð aldrei af því. Leiðir okkar Eiríks lágu fyrst saman haustið 1968 þegar við vorum ráðnir til starfa hjá lögreglunni í Reykjavlk, hann 27 ára fjölskyldu- maður en ég aðeins 19 ára. Þrátt + Sigurður Kristinn Skúlason fæddist i Reykjavik 12. október 1937. Hann lést á heim- ili sínu í Hafnarfirði 25. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 9. desember. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn úr þessu lífi, það er ekki spurt um tíma né aldur þegar Guð kallar okkur til sín. Við áttum svo margt ógert saman, sem við vorum búin að tala um. Þú varst svo mikill vinur minn og okkar allra og betri afa fyrir börnin okkar er vart hægt að hugsa sér. Þú varst stoltur af þinni stóru fjölskyldu og ég veit fyrir aldursmuninn fór strax vel á með okkur. Á þessum tíma var erf- itt að fá vinnu og lítið að gera í fagi Eiríks. Við þóttumst heppnir að vera meðal þeirra sem voru ráðnir úr stór- um hópi umsækjenda og horfðum glaðbeittir til nýja starfsins sem var okkur báðum fram- andi. Það kom strax í Ijós á námskeiði sem við sóttum í Lögregluskóla ríkisins að Eiríkur var einstakt ljúfmenni, mikill mannþekkjari, fróður og næm- ur á allt það spaugilega sem henti. Mér er ógleymanlegt þegar við stig- um fyrstu skrefin í nýju lögreglubún- ingunum okkar og héldum saman á fyrstu vaktina. Áður spegluðum við okkur í bak og fyrir, æfðum göngu- lagið og hlógum mikið, en urðum undur feimnir þegar út á götu var komið. Eiríkur komst fijótt að því að lög- reglustarfið átti ekki við hann. Vel- vild hans og löngun til að hafa góð áhrif á fólk dugði ekki alltaf. Við héldum að fólk brúkaði ekki munn við lögregluna eða færi að slást við hana. Eiríkur var vel af manni en kraftar hans nutu sín betur við járn- smíði en í átökum við drukkið fólk og hann þoldi illa að „stinga fólki í steininn". Honum líkaði ekki að nota að hún var þitt líf og yndi. Þau ár sem ég og fjölskylda mín fékk að vera með þér verða mitt vega- nesti um aldur og ævi. Þú hafðir þann eiginleika að finna ávallt það góða í öllum og notaðir oft það orðalag að betra væri að sigla milli skers og báru þegar á móti blési í þessu lífi. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum og margir leituðu ráða hjá þér því þú varst svo laginn við allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú hafðir þann mikla eiginleika að kunna að sýna þakklæti þegar eitt- hvað var rétt að þér, hversu lítið sem það var og vildir alltaf vera að gleðja aðra. sektablokkina sína - vildi heldur hafa uppá fólki og benda því á þýð- ingu umferðarlaganna. Hæfileikar og mannkærleikur Eiríkur nutu sín oft í starfinu, en hann tók mjög nærri sér þá mannlegu eymd sem starfmu fylgdi og tók til við smíðarn- ar aftur eftir sjö mánaða starf, reynslunni ríkari. Þegar hér var komið var ég orðinn tíður gestur á heimili Maddýjar og Eiríks á Kambsveginum. Við héldum lengi góðu sambandi, skemmtum okkur og trúðum hvor öðrum fyrir öllu. Við rifjuðum upp spaugileg at- vik úr starfmu og ótrúlegt hvað Ei- ríkur hafði tekið eftir mörgu smá- legu í fari vinnufélaga okkar. Hann var góð eftirherma og lék félagana af slíkri nákvæmni að við Maddý veltumst um af hlátri, oft langt framá nætur. Eiríkur var góður teiknari, kunni margar vísur, var víðlesinn og hafði sérstakt dálæti á Þórbergi og Laxness. Hann hermdi eftir þeim, þuldi orðrétt úr verkum þeirra og við skemmtum okkur kon- unglega. Hann var sögumaður góður en hallmælti aldrei mönnum sem hann sagði frá. Ef honum mislíkaði viðhorf eða gjörðir annarra, gerði hann góðlátlegt grín eða vorkenndi þeim. Þannig mun ég minnast Eiríks vinar míns. Ef viðhorf og góðvild hans væru ríkjandi manna á meðal er ekki víst að jafnmörgum þyrfti að „stinga í steininn". Elsku Maddý. Þér þakka ég allar ánægjustundirnar sem ég átti með ykkur Eiríki og bömum ykkar. Ég veit að söknuðurinn er mikill og ég bið fyrir styrk ykkur til handa. Snorri Sigurjónsson. Á þeim erfiða tíma, sem við stóð- um frammi fyrir þegar dóttir mín dó, afabarnið þitt, var ég aðeins 19 ára gömul og það er ekkert sjálf- gefið að eiga góða að í þessu lífi. Án þín hefði ég ekki viljað vera á þeim tíma og vil ég þakka þér, elsku pabbi, fyrir þann mikla styrk sem þú gafst mér þá, en alltaf er maður ósáttur við lífið þegar maður missir þann sem maður elskar. Minningamar í huga mínum gleymast aldrei og ég veit að þú varðveitir nú litlu dóttur mína í þín- um örmum. Þú hjálpaðir mér mikið í gegnum þann erfiða tíma. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Ef gleðibros er gefíð mér, sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér, og verði’ af sorgum vot mín kinn, ég veit, að þú ert faðir minn. Þín dóttir, Elsabet Sigurðardióttir. EIRÍKUR GUÐBERG ÞOR VALDSSON SIGURÐUR KRISTINN SKÚLASON Erfidnkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, failegir salir og mjög góð þjónusta Upplysingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HflTEL LflFTLEIUR Erfidrykkjur •fo HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR + Guðrún Kristinsdóttir fædd- ist á Patreksfirði 15. nóvem- ber 1927. Hún lést í Reykjavík 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 2. desember. Sunnudaginn 24. nóvember síð- astliðinn fékk ég þær sorglegu fregnir að elskuleg frænka mín, Guðrún Kristinsdóttir, hefði andast þá um morguninn. Er ég heyrði þetta þyrmdi yfir mig og ótal minn- ingar um hana skutust fram í huga mínum. Ég minntist þess að sem bami fannst mér alltaf jafn spenn- andi að fara til Unnu frænku, eins og ég og systir mín, Lilja Guðrún, kölluðum hana jafnan, því alltaf lumaði hún á sætindum og gosi handa okkur. Svo átti hún lítinn töskugarm sem var fullur af leik- fangabílum og með þá í höndunum og gotterí í munni var maður alltaf í sjöunda himni. En árin liðu og leikfangabílamir voru kannski ekki jafn spennandi og áður, en sam- verustundimar þeim mun mikil- vægari. Söknuðurinn er mikill og tárin eiga greiða leið fram. ... Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en Drottinn telur tárin min - ég trú’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Öllum aðfangadagskvöldum ævi minnar, að einu undanskildu, eyddi Unna með mér og fjölskyldu minni. Alltaf var hún jafn rausnarleg við okkur systkinin og þó að við værum bæði orðin fullorðin hélt elsku Unna áfram að gefa okkur gjafir. Ef ein- hver reyndi síðan að halda því fram í hennar eyra að við værum orðin of gömul til að fá gjafir frá henni, þá sagði hún gjaman: „Æi, þið eruð nú einu börnin sem ég á... “ og þar með var það útrætt. Þetta er mín kærasta minning um hana frænku mína, því við systkinin fundum alltaf hversu kær við voram henni. Sama hversu þjökuð hún var af heilsuleysi; alltaf tók hún á móti okkur, og síðar mér og unnustu minni Rannveigu, af einskæram innileik og kyssti mann og knús- aði. Hjá Unnu leið manni jafnan vel, enda var hún ætíð létt í lund og stutt var í hláturinn. Systir mín, sem skírð var í höfuðið á henni, átti sérstakan stað í hjarta hennar, og kallaði Unna hana að jafnaði „nöfnu“ og maður fann hlýjuna í rödd hennar. Söknuður okkar sem þekktum hana er mikill, en við reynum að hugga okkur við þá hugsun, að elsku Unna er núna laus við hinar stöðugu kvalir sem þjökuðu hana svo lengi, og bíður okkar með bros á vör hinum megin. Unna okkar er dáin, en eftir lifir minningin um dásamlega frænku. ... minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri, með hveiju vori hún vex á ný og verður alltaf kærri... (Mapús Ásgeirsson.) Ómar Karl. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR ÁRNADÓTTUR, Neðstaleiti 5, Reykjavik. Ingveldur Eyjólfsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Eyjólfur B. Gíslason, Mary Jane Rupert, Bjargey G. Gísladóttir, Einar H. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar atlra, sem sýndu samúð og styrktu okkur við and- lát elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FINNS EYDAL tónlistarmanns. Helena Eyjólfsdóttir, Hörður Eydal, Laufey Eydal, Skapti Þórhallsson, Helena Eydal, Sigurður Jörgensson og barnabörn, Gunnar Eydal og fjölskylda, Ásta Sigurðardóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts EVU VILHJÁLMSDÓTTUR frá Meiri-Tungu, Holtum, Ásgerði 5, Reyðarfirði. Hallgrímur Jónasson, Valgerður Hallgrímsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jónas Hallgrímsson, Kristín ísleifsdóttir, Lára Birna Hallgrímsdóttir, Heimir Geirsson, Guðrún Bóel Hallgrímsdóttir, Björgvin Karlsson, Ketill Hallgrímsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.