Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 15

Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 15 Grýtubakka- hreppur Eignast hlut í Sjó- ferðum Hráefnismagn Skinnaiðnaðar óbreytt milli ára Möguleikar á frekari gæru- innflutningi kannaðir Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið. GRÝTUBAKKAHREPPUR hefur komið til samstarfs við Dalvíkurbæ og fleiri um rekst- ur fyrirtækisins Sjóferðir hf. á Dalvík. Við hlutafjáraukningu í Sjóferðum í byrjun árs lagði Dalvíkurbær fram 2 milljónir króna í hlutafé og Sænes hf. í Grýtubakkahreppi 3,5 milljón- ir og hefur með því eignast rúmlega 30% hlut í fyrirtæk- inu. Sjóferðir hafa boðið upp á hvalaskoðunarferðir frá Dalvík og er ætlunin að breikka starf- semina með fjölbreyttari skoð- unarferðum, viðkomu í fleiri höfnum og skoðunarferðum í landi, auk þess sem siglt verð- ur um Eyjafjörð. Siglt er um með bát Sjóferða, Hrólfi, sem rúmar allt að 40 manns, en hann var smíðaður á Italíu. Heimahöfn Sjóferða verður áfram á Dalvik. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps hefur verið kjörin formaður stjórnar Sjóferða, þannig að fyrirtæk- inu er að einhverju leyti stjómað frá Grýtubakkahreppi auk þess sem bókhald verður fært þar. Þátttaka Grýtubakkahrepps í Sjóferðum er í beinu fram- haldi af aukinni áherslu á ferðamál, en reynt hefur verið hin síðari ár að auka straum ferðamenna í sveitarfélagið. Fyrsta loðnan í Krossanes FYRSTI loðnufarmurinn á þessu ári barst til Akureyrar í gærmorgun, er Sigurður VE kom með fullfermi, um 1.500 tonn, í Krossanes. Skipið var um einn sólarhring að sigla af miðunum fyrir austan land til Akureyrar og um 18 klukku- stundir tók að fylla skipið í 8 köstum. Á myndinni er Trausti Friðfinnsson, skipverji á Sig- urði VE, að vinna við löndun í Krossanesi. Föstumessa FYRSTA föstumessa vetrar- ins verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 25. febrúar. Lesinn verður kafli úr píslarsögu Jesú Krists, sungið úr passíusálm- um séra Hallgríms Pétursson- ar og að lokum flutt fögur lit- anía. Föstumessurnar verða öll miðvikudagskvöld á fóst- unni og eru allir hjartanlega velkomnir. SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri keypti sl. haust 80% þeirra gæra sern til féllu á innanlands- markaði og er það svipað magn og árið áður. Að auki flytur félagið inn talsvert magn gæra frá ná- grannalöndunum og hefur innflutningurinn aukist lítillega milli ára. Hjá Skinnaiðnaði er ráðgert að selja um 520 þús- und skinn á yfirstandandi rekstrarári og þar af er langstærstur hlutinn mokkaskinn. Þetta kemur fram í fréttabréfi félagsins. Þar sagði Bjami Jónas- son framkvæmdastjóri að hráefnismagnið sem fé- lagið hafi yfir að ráða nú sé svipað og árið áður en verið sé að kanna möguleika á að auka gæruinn- flutning enn meira en gert hefur verið. ísbjarnarfeldur sútaður Bjarni sagði að ekki væri fyrirsjáanlegur vöxtur í innlendri sauðfjárrækt á komandi árum og því hafi félagið vakandi auga með þeim tækifærum sem kunna að bjóðast ytra, bæði hvað varðar kaup á hráefni og sölu á þeim afurðum sem úr því hráefni eru unnar. Starfsmenn Skinnaiðnaðar eru af og til beðnir um að súta skinn af dýrum sem ekki eru viðfangs- efni þeirra alla jafna. Þannig hafa t.d. nokkrir ís- bjamarfeldir fengið viðeigandi meðhöndlun. Fyr- ir nokkra var lokið við að súta stærsta ísbjarnar- feld sem borist hefur til félagsins. Gera má ráð fyrir að dýrið hafi verið allt að 3 metrar á hæð þegar það reisti sig upp á afturlappirnar. Það hef- ur því ekki verið neitt grín að mæta birninum augliti til auglitis í auðnum Grænlands, en þar vora heimkynni hans. BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ af nýjum ferðabæklingi Flugleiða, Sumarfjöri ‘98, þar sem er að finna nánari upplýsingar um ferðamöguleika í ; Bretlandi. Bæklingurinn liggur frammi á ðllum söluskrifstofum Flugleiða, á ferðaskrifstofunum og á öllum bensínstöðvum Olís. I Ótaltækifæritilaðkynnastbæðiskoskri | sögu og nútíma, list og menningu, stórbrotmni skoskri náttúrufegurð, skosku fjöri og þjóðlegri hefð, góðum mat, andríkum pöbbum og glæsilegum verslunum. FLUGLEIÐIR £t Traustur íslenskurferðafélagi ^ í liinu unduríagra Vatnahéraði, Lake District, í norð-vestur Englandi. Öll nútúnaþægindi og glæsileg aðstaða til livers konar útivistar, leikja, íþrótta og skemmtunar. Gisting í stökum húsum cða íbúðuin. Fcrðir með íslcnskum fararstjóra frá Glasgow til Oasis á liálfsmán- aðarfrcsti í júní, júlí og ágúst. Efþú vilt upplifa sem mest og skemmta þér sem best á einum og sama stað á nokkrum dögum hlýtur London að verða fyrir valinu. Sérstakar Lundúnaferðir í sumar fyrir ungt fólk sem vill njóta lífsins í heimsborginni. Tilvalinn íjölskyldustaöur! -Á 18 W£pjC~1, ? s' ú <?Sí I' j j " p i r« í_i fj, i_j' _j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.