Morgunblaðið - 24.02.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 24.02.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 23 ERLENT Jeltsín ýjar enn að breyt- ingum Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gaf enn á ný í skyn í gær að breyt- ingar kynnu að verða gerðar á rík- isstjórninni eftir að hún gerir grein fyrir aðgerðum sínum á ár- inu 1997 á fundi sem halda á á fimmtudag. Allar horfur eru þó á að utanríkisráðherrann og varnar- málaráðherrann muni sitja áfram þar eð Jeltsín hefur sagt Rússa hafa staðið sig vel í Iraksdeilunni og að löngu tímabærar umbætur á hernum séu loks hafnar. Jeltsín kom fram opinberlega í Moskvu í gær er hann lagði blómsveig við Kremlarmúra í til- efni af degi föðurlandsins, sem er frídagur í Rússlandi til heiðurs hernum. Jeltsín tók sér þó ekki frí heldur átti fundi með Viktor Tsjernómýrdin, forsætisráðherra, Igor Segeíjev, varnarmálaráð- herra, og Alexíj II, patríarka, leið- toga rússnesku kirkjunnar. Fréttastofan Itar-Tass greindi frá því að á fundinum með Tsjernómýrdin hefði forsetinn sagt að á fundinum á fimmtudag yrði krafist svara af tilteknum embættismönnum og þeim gert að standa fyrir máli sínu. „Ákvarðan- ir um þá munu fylgja í kjölfarið,“ hafði Itai'-Tass eftir Jeltsín. Forsetinn gaf þó í skyn að hvorki yrði hreyft við Tsjernómýr- din né aðstoðarmönnum hans tveim, umbótasinnunum Anatólíj Tsjúbajs og Borís Nemtsov, sem útnefndir voru fyrir tæpu ári. A degi föðurlandsins Reuters BORÍS Jeltsín leggur blómsveig við Kremlarmúra í tilefni af degi föðurlandsins, sem haldinn var hátíðlegur í Rússlandi í gær. Bókabúðir ákærðar fyrir barnaklám Detroit. Morgunblaðið. STÆRSTA keðja bókabúða í Bandaríkjunum, Barnes & Noble, á nú yfir liöfði sér ákær- ur fyrir að selja bækur sem taldar eru innihalda barnaklám. Kviðdómar í tveimur ríkjum í suðurhluta Bandarikjanna, Tennessee og Alabama hafa gefið út formlegar ákærur, en málaferli eru ekki hafin enn. Málið snýst um tvær Ijósmynda- bækur sem seldar eru í búðum Barnes & Noble og víðar. Fólk úr röðum samtaka sem berjast gegn fóstureyðingum hafa und- anfarna mánuði farið í um 40 bókabúðir um öll Bandaríkin, fundið bækurnar og ýmist skemmt þær í verslununum eða keypt þær og farið með til yfir- valda og óskað eftir málsókn á þeirri forsendu að um klám- fengið efni sé að ræða. Mótmæli hafa einnig verið höfð í frammi fyrir utan verslanirnar. Samkvæmt New York Times hafa um 25 saksóknarar víða um landið fengið kvartanir vegna bókanna, en aðeins tveir hafa farið með málið fyrir kvið- dóm og lagt fram ákærur. For- svarsmenn Barnes & Noble segjast munu halda áfram að selja bækurnar, enda sé ekkert klám í þeim að finna. Þeir segja einnig að bókaverslanirnar njóti verndar stjórnarskrár- ákvæða um málfrelsi. „Við munum undir engum kringum- stæðum fjarlægja þessar bækur úr verslunum okkar, þótt einn eða fleiri borgarar séu á móti innihaldi þeirra,“ seglr í yfirlýs- ingu Barnes & Noble. „Með því myndum við ganga á þann rétt annarra að kaupa þessar bæk- ur, ef þeir kjósa svo.“ Mótmæli hafa einnig verið höfð í frammi við aðrar bókaverslan- ir, þar á meðal Borders, sem kemst næst Barnes & Noble hvað stærð og íjölda verslana varðar. Bækurnar, „Radiant Identity“, eftir Jock Sturges og „The Age of Innocence“ eftir David Ham- ilton vöktu fyrst athygli eftir að þeim hafði verið úthúðað í út- varpsþætti sem fluttur er um öll Bandaríkin. Þættinum er stjórnað af Randall Terry, sem tengist samtökunum „Oper- ation Rescue", en þau berjast gegn fóstureyðingum. „Mark- mið mitt er að útrýma barnaklámi,“ sagði Terry í sam- tali við New York Times. Hann segir að ástæðan fyrir því að Barnes & Noble hafi verið valið sem skotmark sé að það sé stærsta keðja bókaverslana í landinu. „Ef Golíat fellur mun öll jörðin skjálfa,“ sagði Terry. Mótmælin gegn bókunum hafa hins vegar haft öfug áhrif, sam- kvæmt upplýsingum frá bóksöl- um. Bæði Barnes & Noble og Borders segja að sala bókanna hafi aukist eftir að mótmælin hófust. Nýr vinnustaða- sjúkdómur Madrid. Reuters. ÖRYGGISVÖRÐUR í hinu kunna listasafni Reina Sofia í Madrid á Spáni er kominn í veikindafrí sök- um mikils draugagangs í bygging- unni. Hefur hann farið fram á bætur frá hinu opinbera vegna ásóknarinnar og þeirra andlegu og líkamlegu hremminga, sem hann hefur orðið fyrir. I kvörtunarbréfi, sem vörður- inn sendi yfirvöldum á síðasta ári, sagði hann, að yfirgangur aftur- göngunnar, sem heitir Ataulfo, hefði gert sig þunglyndan og óstyrkan á taugum og valdið sér stöðugum svimaköstum. Lagði hann til, að fenginn yrði særinga- maður til að hreinsa staðinn en hann taldi líklegt, að slæðingur- inn stafaði af því, að þar sem safn- ið stendur var áður sjúkrahús, fangelsi og líkhús. í safninu er meðal annars hið fræga málverk Pablo Picassos, Guernica. Vörðurinn segir, að sér líði bet- ur eftir að hann fór í veikindafrí og hefur krafist þess, að ásóknin og afleiðingar hennar verði flokk- aðar með vinnustaðasjúkdómum. Stjórnvöld sýna því aftur lítinn skilning og segja, að þau hafi enga lögsögu yfir látnu fólki. Nýjar vörur Eldhúslína Diskamottur, 515 kr. stk. • Pottaleppar, 290 kr. stk. Stólasessur, 1.410 kr. stk. gluggatj aldadeild, Skeifunni 8 Þegar allar tölvur VÍrðast vera eins er aðeins ein leið til að vera viss um gæðin...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.