Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vilja ræða um Hatton- Rockall ÍSLENSK stjórnvöld hafa óskað eftir viðræðum við bresk og írsk stjórnvöld um Hatton-Rockall-svæðið, en enginn fundur hefur verið ákveðinn. Bretar hafa nýlega gerst aðilar að hafréttarsátt- málanum og segir Halldór As- grímsson utanríkisráðherra að það þýði að fjalla verði um málið á grundvelli hans. Fyrirhugað er að setja fljót- lega á fót samstarfsnefnd milli utanríkisráðuneytisins, iðnað- arráðuneytisins og Orkustofn- unar um olíuleit á hafsvæðinu við ísland. Halldór segir að nefndin muni fjalla um þau mál sem upp koma og tengjast olíuleit við Island. pr FRÉTTIR Dómur Hæstaréttar um að skort hafí lagaheimild fyrir lyfjaeftirlitsgjaldi DÓMUR Hæstaréttar um ólög- mæti svokallaðs lyfjaeftirlits- gjalds gæti haft víðtæk áhrif og sagði Einar Magnússon, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, að hann gæti einnig átt við um ýmis önnur gjöld. Hann sagði að endurgreiðslur vegna gjaldtöku fyrir lyfjaeftirlit á tíu ára tímabili gætu numið á annað hundrað milljónum króna. Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag íslenska ríkið til að endurgreiða Jóni Þórðarsyni, lyfsala í Hvera- gerði, lyfjaeftirlitsgjald þar sem ekki hefði verið lagaheimild fyrir gjaldheimtunni. í dómnum sagði að gjaldið hefði verið ákveðið á grund- velli veltu í lyfjabúðinni og ekki verið færð viðhlítandi rök fyrir því að velta endurspeglaði þörf á eftir- liti. Bein tengsl skorti milli skyldu til að greiða eftirlitsgjaldið og fjár- hæðar þess annars vegar og hins vegar þeirrar þjónustu, sem Lyfja- eftirlit ríkisins veiti hverjum gjald- anda. Eftirlit dýrara úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu „Svona gjöld þurfa að endur- spegla þann kostnað, sem felst í eftirlitinu á hverjum stað,“ sagði Einar. „I fljótu bragði virðist það Greiðslur gætu numið á annað hundrað millj. þýða að eftirlit í apóteki úti á landi er dýrara en á höfuðborgarsvæð- inu því borga þarf ferðakostnað og annað slíkt.“ Hann sagði að erfitt væri að sjá hvernig það gengi upp að draga menn í dilka með þeim hætti. Fara yrði vandlega yfir dóminn og taka ákvörðun um það hvernig gjald- töku yrði háttað framvegis. „Lyfjaeftirlitsgjald hefur verið tekið frá 1924 og hugsunin hefur verið sú að miða það við umfang starfseminnar," sagði hann. „Menn hafa talið það kalla á meiri vinnu hjá Lyfjaeftirlitinu eftir því sem starfsemin er meiri. En nú þarf að hugsa það allt saman upp á nýtt.“ Einar sagði að ekki hefði verið gerð úttekt á því hvað hér væri um miklai- upphæðir að ræða. Kostnað- ur við Lyfjaeftirlit ríkisins hefði verið á bilinu 15 til 20 milljónir króna á ári og í gegnum árin hefði gjaldið verið látið standa undir rekstrarkostnaði. Gjaldtakan hefði verið nokkuð nákvæm og yfirleitt staðist nokkurn veginn á við kostn- að. „Kostnaðurinn hefur vaxið und- anfarið vegna fjölgunar apóteka," sagði hann. „Þegar frelsi lyfjabúða vai' aukið fjölgaði eftirlitsþegum og það kallaði á aukna vinnu hjá Lyfjaeftirlitinu, sem er dýrari, en á móti kemur að fleiri standa undir henni.“ Hann sagði að ekki væri gott að segja til um hve miklar upphæðir væri að ræða kæmi til þess að end- urgreiða þyrfti öllum apótekum lyfjaeftirlitsgjaldið. Komið hefur fram að búast megi við því að lyfsalar geri kröfu um endurgreiðslu gjaldsins og hugsan- lega einnig svokallaðs leyfisgjalds allt að tíu ár aftur í tímann, eða jafn langt aftur og fymingarreglur leyfi. Við rekstur málsins fyrir Hæstarétti kom fram að innheimt eftirlitsgjöld til Lyfjaeftirlitsins hefðu numið tæpum 19 milljónum króna árið 1996. Einar sagði að yrði farið aftur um tíu ár væri um mjög háa upp- hæð að ræða: „Þetta gæti orðið á annað hundrað milljónir og síðan bætast væntanlega við vextir og annað slíkt.“ Verður hægt að rukka inn kostnað á móti? Hann sagði að óvíst væri með framhaldið: „Við vitum ekki hvað gerist á næstunni, hvort allir eft- irlitsþegar muni heimta sitt til baka og eins hvort hægt verði að rukka inn einhvern kostnað á móti eftir nýjum aðferðum. En það er fyrir lögfræðinga að ráða fram úr því.“ Að sögn Einars eru lögin skýr að því leyti að eftirlitsgjöldin eigi að standa undir rekstri Lyfjaeftirlits- ins. Hins vegar viðurkenni menn nú ekki þann hugsunarhátt, sem ríkt hafi, og þá verði að átta sig á því hvað komi í staðinn þannig að það sé í samræmi við hæstaréttar- dóminn. Menn koma með reikninga fyrir vinnu sem falist hefur í eftirliti „í fljótu bragði virðist það vera að menn komi með reikninga fyrir þeirri vinnu, sem hefur falist í eft- irliti á viðkomandi stað,“ sagði hann. „Það er niðurstaða dómsins og þýðir að rukka þarf inn mis- munandi kostnað eftir því hvar menn era á landinu og hversu oft viðkomandi hefur verið heimsótt- ur. Ég veit hins vegar ekki hvort hægt er að gera þetta aftur í tím- ann.“ Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hvemig brugðist yrði við þegar menn kæmu og færa að fara fram á endurgreiðslu á þessu gjaldi. Dómurinn væri hins vegar mjög skýr og sennilega sá fyrsti, sem félli um þjónustugjöld. „Hann mun væntanlega hafa víð- tæk áhrif og sennilega vekja at- hygli erlendis,“ sagði hann. „Ég veit til dæmis að í Danmörku hafa menn verið að taka gjöld fyrir óskylda starfsemi." Utför Huldu Jakobsdóttur ÚTFÖR Huldu Jakobsdóttur, heiðursborgara Kópavogs og fyrrverandi bæjarsljóra, fór fram frá Kópavogskirlgu í gær, að við- stöddu fjölmenni. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson, sóknarprestur í Kársnesprestakalli, jarðsöng. Organisti var Marteinn H. Frið- riksson. Skólakór Kársness undir sljóm Þórannar Bjömsdóttur og Hljómkórinn sungu. Gunnar Kvaran lék á selló og Sigran Hjálmtýsdóttir söng einsöng. tír kirkju báru kistuna barnabörn hinnar látnu, þau Fahd Jabali, Hulda Dóra Styrm- isdóttir, Gunnar Smárason, Sveinn Andri Sveinsson, Elín Björg Smáradóttir, Hanna Guð- rún Styrmisdóttir, Hrafnhildur Huld Smáradóttir og Ómar Ja- bali. Bæjarsljórn Kópavogs stóð heiðursvörð, þegar kista Huldu Jakobsdóttur var borin úr Kópa- vogskirkju. Morgunblaðið/Golli Stormur í aðsigi AUSTAN stormi var spáð um mestallt landið í nótt, en um 965 millibara lægð var á leið að land- inu og fór dýpkandi. Veðurstofan taldi tilefni til að biðja fólk víða um land að huga að lauslegum hlutum, ekki síst á byggingar- svæðum, og í Reykjavíkurhöfn voru bátaeigendur beðnir að huga vel að bátum sínum. Lægðinni fylgja hlýindi og var spáð slyddu og rigningu í kvöld og nótt sunnanlands. Norðan- lands átti að þykkna upp seint í gærkvöldi með hvassvirði eða stormi og skafrenningi í nótt. Hvasst verður í allan dag norð- anlands og suðaustanlands en annars lægir sunnanlands um há- degið. Spáð er súld eða rigningu í dag, einkum sunnanlands. Þessari djúpu haustlægð fylgja mikil veðraskil því nokkur kuldi hefur verið um land allt undan- farna daga. í gær komst frostið í 27 stig við Mývatn og 22 stig á Grímsvötnum og sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veð- urstofu íslands, að það ætti sér skýringar í hægum vindi og léttu skýjafari nyrðra. Aframhald verður á lægða- ganginum sunnan úr höfum á næstunni. Á mánudag er jafnvel búist við því að leifar af hinum illræmda fellibyl Mitch berist til landsins í formi djúprar lægðar. Nokkur óvissa var í gær um hvort Mitch tæki land á íslandi eða Skotlandi að lokinni för yfír Atlantsála. Þær klæddu sig eftir veðri þessar konur sem vora á gangi í Austurstræti í gær. Morgunblaðid/Ásdís í dag Fylgstu 111 eð nýjustu fréttum www.mbl.is Erlend lið spyrjast fyrir um Steinar Adolfsson / B1 Judid Rán segist alltaf vera á leiðinni heim / B2 aosfoUR ÁLAUGARDÖGUM ¥ 1 ®—<® lll MOItCliMll.ADSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.