Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RB eingöngu starfað fyrir eigendur sína HELGI H. Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að það hafí verið stefna fyrirtækisins í þau 25 ár sem það hefur starfað að vinna eingöngu fyrh- eigendur sína, sem eru bankamir og sparisjóðirnir í landinu, auk greiðslukortafyrirtækj- anna. Hins vegar kunni sú stefna að breytast óg þá muni fyrirtækið starfa á almennum markaði af full- um krafti, en það sé í valdi eigenda fyrirtækisins að taka ákvörðun þar um. Þangað til megi segja að hendur þeirra séu bundnar til þátttöku í við- skiptum á almennum markaði. I Morgunblaðinu í gær kom fram að greiðsla Húsnæðisstofnunar tO veðdeildar Landsbanka Islands vegna innheimtu og annarrar þjón- ustu næmu um 170 milljónum króna á ári. Þar af færu um 100 milljónir til veðdeildarinnar og 70 milljónir til Reiknistofu bankanna. Kannaðir hefðu verið möguleikar á sjálfstæðri aðild íbúðalánasjóðs, sem tekur við hlutverki Húsnæðisstofnunar um áramót, að Reiknistofu bankanna, en henni var hafnað. Aðspurður fullyrti Helgi að þess- ar tölur væru rangar en vísaði að öðra leyti á Landsbankann um nán- ari upplýsingagjöf í þessum efnum. Reiknistofan innheimti sín þjónustu- gjöld hjá Landsbankanum og ekki væri um að ræða beinar greiðslur frá Húsnæðisstofnun til Reiknistofu bankanna. Helgi sagði að íbúðalánasjóður hefði óskað eftir að njóta sömu þjón- ustu hjá Reiknistofunni og Húsnæð- isstofnun hefði haft hjá veðdeOd Landsbanka íslands. I svari Reikni- stofunnar hefði íbúðalánasjóði verið gerð grein fyrir því að hægt væri að veita áfram sömu þjónustu, en hún yrði einungis veitt í gegnum ein- hvem af eigendum Reiknistofunnar vegna þess að hún ynni einungis fyr- ir þá. Einu undantekningamar í þeim efnum væri póstflagning fyrir Tryggingastofnun og gerð ökuskír- teina fyrir dómsmálaráðuneytið. Akveðnar sögulegar skýringar væra á starfseminni fyrir Tryggingastofn- un og starfsemin fyrir dómsmála- ráðuneytið helgaðist af því að Reiknistofan hefði ein fyrirtækja í landinu tækjabúnað til þeirrar starf- semi. Helgi sagðist ekkert geta sagt um það hvort eignaraðild íbúðalána- sjóðs að Reiknistofunni kæmi til greina, yrði um það sótt. Það væri annað og stærra mál en að tryggja sjóðnum þessa þjónustu áfram og eignaraðilar fyrirtækisins yrðu að taka ákvörðun þar um. Greiðir ekki virðisaukaskatt Reiknistofan greiðir ekki vii-ðis- aukaskatt af starfsemi sinni, enda heyrir starfsemin undir bankastarf- semi sem er undanþegin virðisauka- skatti. Helgi ítrekaði að Reiknistof- an starfaði ekki á almennum mark- aði. Hún starfaði eingöngu fyrir eig- endur sína og að því leyti mætti líta á fyrirtækið nánast eins og eina deild í bönkunum. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hefur sótt um eignaraðild að Reikni- stofunni og sagði Helgi að þau mál væra í athugun, en niðurstaða í þeim efnum lægi ekki fyrir. Morgunblaðið/Ásdís SKÝR og skorinorð skilaboð um að tiltekin hegðun sé óvelkomin og niður- lægjandi fyrir geranda og þolanda duga vel að mati höfunda könnunar innar, sem kynnt var á blaðamannafundi í félagsmálaráðuneytinu í gær. Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum Mun algengari hérlendis en í nágrannalöndunum Umhverfísverðlaunum fagnað ÍSLANDSDEILD Norðurlanda- ráðs bauð í gær til móttöku til heiðurs dr. Olafi Arnalds, hand- hafa Umhverfísverðlauna Norð- urlandaráðs í ár. Verðlaunin verða afhent í Ósló næstkomandi miðvikudag en þing Norður- landaráðs hefst í Ósló á mánudag. í móttökunni í gær gerði dr. Ólaf- ur grein fyrir vinningsverkefn- inu, jarðvegsvernd, og fyrirhug- uðu starfí í framhaldi af því. Myndin var tekin í móttökunni í gær þegar þau stungu saman nefjum Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, dr. Ólafur Arnalds, Valgerður Sverrisdóttir, formaður íslandsdeildar Norður- landaráðs, og Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Is- lands. SAMKVÆMT könnun á kynferðis- legri áreitni á vinnustöðum, sem fé- lagsmálaráðherra fól Skrifstofu jafn- réttismála og Vinnueftirliti ríkisins að framkvæma, kemur í ljós að 36,4% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðis- legri áreitni á starfsferli sínum. Al- gengasti háttur áreitninnar var snerting um mitti, axlir eða arma og næstalgengasti hátturinn kynferðis- leg snerting, káf, strokur og klípur á viðkvæmari stöðum. Markmið könnunarinnar var að lýsa ferlinu sem á sér stað þegar kynferðisleg áreitni kemur upp á vinnustað, fremur en að segja tfl um hversu stór hluti íslensks launafólks hefur orðið fyrir henni. Það era einkum konur, sem verða fyrir kynferðislegri áreitni, en af þeim 114 einstaklingum, sem svör- uðu játandi, vora 106 konur. í lang- flestum tilvikum var gerandinn karl- kyns samstarfsmaður eða yfírmaður og þoiri kvennanna var undh- þrí- tugu. Fram kom að 63% þolenda leit- uðu sér ekki aðstoðar, einkum vegna þess að það „þótti ekki til siðs“, eða þeim fannst það „óþarfi“. Lágt svarhlutfall í úrtaki könnunarinnar voru 970 einstaklingar sem valdir voru í slembiúrtak frá átta íslenskum stétt- arfélögum. Um þriðjungur einstak- linga í úrtakinu sendi svör og voru konur þar í miklum meirihluta eða 86,6%. Höfundar könnunarinnar, dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Stef- anía Traustadóttir félagsfræðingar, sem gerðu könnunina árið 1996, sögðu að þótt svarhlutfall hefði að- eins verið 32% væri ekki við öðru að búast þegar um svo viðkvæm mál væri að ræða. Hins vegar væri hlut- fall þolenda kynferðislegrar áreitni, 36,4%, hérlendis Iremur hátt miðað við sambærilegar kannanir í Svíþjóð og Noregi, þar sem 17% svarenda í Svíþjóð sögðust hafa orðið fyrh' áreitni og 10% í Noregi. Þar er mat höfunda að skerpa þurfi lagalegt bann við kynferðislegri áreitni á vinnustöðum auk þess sem atvinnurekendum verði gert að móta stefnu gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað. PáU Pétursson félagsmáiaráðheira sagði feng í könnuninni og sagði að í frumvarpsdrögum til jafnréttislaga, sem eru í vinnslu, væri sérstaklega gert ráð fyrir kynferðislegri áreitni. Þá sagði Eyjólfur Sæmundsson, for- stjóri Vinnueftirlitsins, að kynferðis- leg áreitni væri athæfi sem þyrfti að taka alvarlega og sú þekking sem nú hefði verið aflað um málið yrði sett inn í öll námskeið Vinnueftirlitsins. Könnun Guðbjargar Lindu og Stefaníu var gefin út á bók undir heitinu Kynferðisleg áreitni á vinnu- stöðum og er tfl sölu á Skrifstofu jafnréttismála og hjá Vinnueftirliti ríkisins. Stjórnendur fbúðalánasjóðs og Landsbankans ræddu saman í gær Landsbankinn býður ódýrari samning Á FUNDI stjórnenda Landsbank- ans og nefndar um stofnun Ibúða- lánasjóðs lagði Landsbankinn fram tilboð um tímabundna þjónustu veðdeildar bankans við Ibúðalána- sjóð. í tilboðinu skuldbindur bank- inn sig til að lækka kostnað við þjónustuna um a.m.k. 27 mflljónir króna á ársgrandvelli. Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, segir að tilboðinu verði svarað, en bendir á að nefndin sé búin að gera samning við annan banka. Ef þetta tilboð Landsbankans hefði komið fyrr hefði það getað haft áhrif á ákvarðanir nefndarinnar. Halldór Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir í yfir- lýsingu sem hann sendi frá sér eft- ir fundinn að ef náist samningar á grundvelli þessa tflboðs muni það auðvelda Landsbankanum að end- urráða flesta af þeim starfsmönn- um veðdeildar sem sagt var upp störfum um síðustu mánaðamót. Kostnaður Húsnæðisstofnunar hefur lækkað „Sá skilningur hefur ríkt innan Landsbankans fram til þessa að einungis kæmi til greina að semja um tímabundna þjónustu veðdeild- ar við íbúðalánasjóð. Það var mat bankans að íbúðalánasjóður hefði hug á að yfirtaka innheimtu skuldabréfa og aðra starfsemi inn- an veðdeildar að undanskilinni þeirri starfsemi sem lyti að afhend- ingu fasteignaveðbréfa, skiptingu þeirra bréfa fyrir húsbréf og af- hendingu húsbréfa. Kæmi hins vegar til þess að íbúðalánasjóður fengi ekki beinan aðgang að Reiknistofu bankanna yrði skylt samkvæmt lögum að bjóða út a.m.k. hluta starfseminnar. Sú ákvörðun undirbúningsnefndar um stofnun íbúðalánasjóðs um að semja við Búnaðarbanka Islands um aðgang að Reiknistofu bank- anna án útboðs kom því Lands- bankanum verulega á óvart,“ segir Halldór. Halldór segir að Landsbankinn hafi 24. júní sl. óskað formlega eftir viðræðum um vörslu og umsýslu með eignum íbúðalánasjóðs. Til- lögur Landsbankans um endurnýj- un samninga veðdeildarinnar hafi falið í sér að bankinn væri reiðubú- inn til að vinna að því að ná fram lækkun á kostnaði. Það sé því rangt að bankinn hafi krafist óbreytts samnings. Kostnaður Húsnæðisstofnunar af þjónustu veðdeildar hafi lækkað að raungildi á undanförnum árum þrátt fyrir aukin umsvif. Auk þess hafi veð- deildin skilað verulegum tekjum til Húsnæðisstofnunar eftir að kostn- aður hafi verið greiddur. Á síðasta ári hafi þessar greiðslur numið 31 milljón. Gunnar Björnsson sagði að í fyrri viðræðum nefndarinnar og Landsbankans hefði bankinn farið fram á að framlengja eldri samning um 12 mánuði og jafnframt hefði hann lýst sig tilbúinn til að skoða kostnaðartölur á samningstíman- um. „Landsbankinn vissi hvaða þjón- ustuþætti við ætluðum að flytja út úr veðdeildinni, sem er stór hluti af starfsemi deildarinnar. Undirbún- ingsnefndin var sammála um að útilokað væri að ganga að þessu til- boði bankans. Það var margsinnis búið að biðja bankann um að leggja fram tilboð. Ef það tilboð sem nú hefur komið fram hefði verið lagt fram á þessum tíma má vel vera að það hefði haft áhrif á þær ákvarð- anir sem við tókum,“ sagði Gunnar. Forstjóri Ríkiskaups telur að Ibúðalánasjóði sé skylt að bjóða út þá þjónustu sem veðdeild Lands- bankans hefrn- sinnt. Gunnar sagð- ist telja að Ríkiskaup hafi sett fram þessar athugasemdir að óathuguðu máli. Aðeins þeir sem væru í við- skiptum við Reiknistofu bankanna gætu tekið þátt í slíku útboði, þ.e. bankamir. Bankarnir hefðu í reynd ekki getað boðið neitt annað gjald en það sem Reiknistofan setur upp fyrir þjónustu sína. Samningurinn við Búnaðarbankann væri aðeins um að fá aðild að Reiknistofunni. Gunnar sagðist gera sér grein fyrir að sá möguleiki væri fyrir hendi að Ibúðalánasjóður yrði kærður fyrir brot á útboðsreglum Evrópska efnahagssvæðisins. „Við erum tilbúnir að mæta slíkri kæru. Það gæti þá verið að fleira kæmi upp á borðið, m.a. samkeppnisað- staða Reiknistofu bankanna og staða hennar gagnvart samkeppn- islögum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.