Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 29 ERLENT Deila Sameinuðu þjóðanna og íraka um vopnaeftirlit Alyktun öryggis- ráðsins vísað á bug Bagdad. Reuters. ÍRAKSSTJÓRN hefur vísað á bug ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem hún var for- dæmd fyrir að hindra vopnaeftir- litsmenn samtakanna í störfum sín- um. Segir hún hana vera runna undan rifjum Bandaríkjamanna og Breta og írösk blöð segja, að verið sé að þjálfa milljónir Iraka í vopna- burði vegna hugsanlegra árása Bandaríkjamanna á landið. Abdul-Ghani Abdul-Ghafur, hátt- settur maður í Baath-flokknum, stjórnarflokknum í Irak, sagði í gær, að íraksstjóm myndi ekki breyta ákvörðun sinni nema örygg- isráðið tæki til alvarlegrar athug- unar að aflétta refsiaðgerðunum, sem settar voru vegna innrásar íraka í Kúveit 1990. Sl. fímmtudag samþykkti öryggisráðið að for- dæma afstöðu Iraksstjómar með 15 atkvæðum gegn engu. Segjast hafa heimild til árása I samþykkt öryggisráðsins er ekki hótað loftárásum láti íraks- stjórn ekki skipast við en Banda- ríkjamenn og Bretar segjast hafa þá heimild fyrir. William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, er nú á ferð um Miðaustur- lönd til að afla stuðnings við af- stöðu stjórnar sinnar. Al-Thawra, málgagn Baath- flokksins, sagði í gær, að margar milljónir Iraka fengju um þessar mundir þjálfun í vopnaburði svo þeir gætu hrint af höndum sér hugsanlegri árás Bandaríkja- manna. Reuters Hátíðahöld í FYRRVERANDI hermaður og hjúkrunarkonur úr heimsstyrj- öldinni síðari, fóru fremst í flokki Ukrafnumanna er marseruðu um Kænugarði miðborg Kænugarðs í gær og minntust þess að 55 ár eru liðin frá því að þýskt herlið var hrakið frá borginni. Færeyjar Ráðherra ákærður fyrir nauðgun Þórshöfn. Morgunblaðid. LANDSFÓGETINN í Færeyjum úr- skurðaði í gær að sjávarútvegsráð- herra eyjanna, John Petersen, skyldi fyrir rétt en hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku árið 1995. Petersen segist saklaus. Rannsókn hefur staðið yfir á mál- inu um nokkurra mánaða skeið en fyrh' hálfum mánuði óskaði Petersen eftir tímabundnu leyfi frá ráðherra- og þingstörfum vegna málsins. Flokksformaður Petersens, Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, segist telja Petersen saklausan, þar til ann- að sannist en studdi engu að síður ákvörðun hans um að taka sér leyfi frá störfum. Hefur Kallsberg sinnt embættisstörfum Petersens. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 6 ára fangavist. Ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Asakanir um fleiri rússneska njósnara Ósló. Reuters. EINN af embættismönnunum í stjóm Thorbjorns Jaglands, sem var forsætisráðherra Noregs 1996-1997, var njósnari Rússa, að því er norskur gagnnjósnari full- yrðir í bók sem út kom í Noregi í gær. Nafn embættismannsins kemur ekki fram í bókinni. Gagnnjósnarinn, Svein La- mark, komst í fréttimar í mars sl. er upp komst um njósnir rúss- neskra sendiráðsmanna í Noregi, og þátttöku hans en Lamark starfaði í sveitastjómarráðuneyt- inu. I bókinni segist Lamark hafa átt fund með rússneskum tengilið á sama tíma og verið var að skipa stjóm Jaglands í nóvember 1996. Spurði Rússinn hvort Lamark vissi hvaða breytingar yrðu gerð- ar á stjóminni og gaf Lamark honum upp nöfn embættismann- anna. Er eitt þeirra var nefnt fagnaði Rússinn mjög, sagðist þekkja viðkomandi frá því í gamla daga og sagði að hægt væri að vinna með honum. Segir Lamark að við svo búið hafi Rússinn rokið á braut og sagst þurfa að vinna. Það er engin leið að seg'a frá því hvemig tilfinning það er að þeysa um á alvöru vélsleða. Arctic Cat vélsleðamir eiga engan sinn líka. Þeir eru mjög léttir og sprettharðir en afar mjúkir í akstri og meðfærilegir. Þú einfaldlega verður að koma við i Ármúlanum um helgina og skoða Arctic Cat vélsleðana. ARCTICCAT Mimiis® ■ Vélsleðasýning um helgina laugardag 10-16 og sunnudag 13-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.