Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Þrjár frænkur hófu rekstur saumastofu í fískhúsi á Árskógsströnd fyrir fímm árum Vantaði starf- semi með léttan iðnað í hreppinn SAUMASTOFAN HAB á Ár- skógsströnd hóf starfsemi í fisk- húsi á Árskógssandi fyrir réttum fimm árum en þá keyptu frænkurnar Hildur Marinósdótt- ir, Anna Lilja Stefánsdóttir og Bryndís Friðriksdóttir fyrstu saumavélina og hófu eigin fram- leiðslu. Rúmu ári síðar stofnuðu þær hlutafélag um reksturinn og í júní 1995 flutti starfsemin í nýtt húsnæði á Melbrún 2 á Árskógs- strönd, þar sem einnig er rekin verslun með framleiðsluvörur fyrirtækisins. Nafn fyrirtækis- ins, HAB, tengist upphafsstöfun- um í nöfnum þeirra þriggja. Þær frænkur voru allar búsett- ar á Árskógsströnd þegar fyrir- tækið var sett á laggimar en þær, eins og margir fleiri, töldu að tilfinnanlega vantaði starfsemi með léttan iðnað í hreppinn. Sveitarstjóm hafði m.a. verið með málið til skoðunar en þar sem ekkert kom út úr þeirri vinnu létu þær Hildur, Anna Lilja og Bryndís slag standa og stofn- uðu sitt eigið fyrirtæki. „Við keyptum eina saumavél og stoíh- uðum saumastofu," sagði Bryndís og bætti við að hugmyndin hefði verið að allt að 10 konur gætu starfað hjá fyrirtækinu þegar fram liðu stundir. I dag vinna eig- endumir þrír á saumastofunni og ganga þar í öll verk og til viðbót- ar er starfsmaður í hálfri stöðu. Þær sögðust ekki hafa haft hug- mynd um hvað þær hefðu verið að fara út í og aðeins ein þeirra hefði unnið á saumastofu áður. Allar höfðu þær þó saumað mikið á heimilum sínum í gegnum tíð- ina og sótt ýmis námskeið. Þá fengu þær fatahönnuð til sam- starfs við að hanna flíkurnar. Saumavélum fjölgað Saumavélum hefur fjölgað á stofunni og íyrirtækið á nú tvær iðnaðarvélar auk minni véla en Bryndís sagði að næsta skref væri að fjárfesta í góðri vél til útsaums og merkinga á fatnaði, enda væri mjög mikið um merkjafatnað á markaði í dag. Á saumastofúnni var strax farið að sauma flíkur úr flísefni og varð það efni fyrir valinu fyrir ein- skæra tilviljun, að sögn Hildar. „Efnið var þá að koma á markað og við vissum í raun ekkert hvaða þetta var. Þetta er hins vegar mjög gott efni, hlýtt, létt og mjúkt og það er komið til að vera. Fhs- efnið hleypur ekki og það er hægt að þvo í þvottavél." Allt flfsefni er flutt inn til landsins en Bryndís sagðist sjá fyrir sér að hér á landi yrði sett á laggimar verksmiðja til að framleiða fl/seftú. Anna Lilja sagði að eftir að flísefnið kom á markað hefði orðið sam- dráttur í framleiðslu á ullarvörum en ullin yrði þó alltaf til staðar. Fjölbreytt framleiðsla Saumastofan framleiðir fjöl- breyttar flísvörur og má þar nefna peysur, húfur, jakka, bux- ur, vesti, hestaábreiður, teppi og hlífar undir hjólreiða- og reið- hjálma. Einnig eru saumaðar flísvömr fyrir fyrirtæki, einstak- linga, íþróttahópa og fleiri. „Fólk getur þá valið sjálft Iiti og samsetningu í flíkurnar." Einnig er mögulegt að sauma ýmislegt annað á saumastofunni og þá úr öðmm efnum. Þær frænkur hafa verið dug- legar að kynna vöru sína víða um land og m.a. tekið þátt í handverkssýningum á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, sýningunni Vetrarsporti í Iþróttahöllinni á Akureyri og sýningum í Laugar- dalshöll og Perlunni í Reykjavík. Þá er boðið upp á vörur sauma- stofunnar í Galleríi Grúsku og KEA Nettó á Akureyri, auk þess sem aðrar verslanir kaupa fram- leiðsluvörarnar. „Einnig póst- FRÆNKURNAR Hildur Marinósdóttir, t.v., Bryndfs Friðriksdóttir og Anna Lilja Stefánsdóttir, sem situr við saumavélina, á saumastofu sinni á Árskógsströnd. sendum við vömna hvert á land sem er og viðskiptavinirnir fá vömna í flestum tilfellum í hend- ur daginn eftir eða tveimur dög- um eftir að hún er pöntuð.“ Reksturinn gengið þokkalega MEÐAL nýjunga í framleiðslu saumastofunnar em eyrnahlífar á hjólreiða- og reiðhjálma. Hér er Bryndís með hjólreiðahjálm með eyrnahlífum. Allar em þær frænkur þó sam- mála um að samkeppnin á þess- um markaði er geysilega hörð. Reksturinn hefur gengið alveg þokkalega og söluaukning verið á framleiðsluvömm fyrirtækisins. Að baki þeim árangri liggur hins vegar þrotlaus vinna og mikið kynningarstarf. „Við lítum engu að síður björtum augun til fram- tíðarinnar og ætlum að halda áfram að sækja fram á við.“ Hildur, Anna Lilja og Bryndís em systkinadætur af Krossaætt og fæddar og uppaldar á Ár- skógsströnd. Samstarf þeirra hefur gengið vel og þær vom sammála um að þær hefðu aldrei farið út í þennan rekstur ef þær hefðu ekki verið vissar um að geta unnið saman. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Reið- skemma byggð STJÓRN Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri samþykkti á 70 ára afmælisfundi félagsins 5. nóv- ember sl. að hefja nú þegar vinnu við undirbúning að byggingu reið- skemmu á Hlíðarholti. Tíminn fram að aðalfundi félags- ins sem verður í febrúar á næsta ári, verður notaður til að ræða við innflytjendur og umboðsmenn sem flytja inn hús sem geta hentað undir slíka starfsemi. Stjóm Léttis telur að nauðsyn þess að reiðskemma verði reist á Ákureyri sé orðin’hiik- il. Hestamennska hafi á undanförn- um árum breyst mikið og krafán um inniaðstöðu sé orðin hávær. Hvammshlíðarskóli hefur á und- anfömum árum boðið upp á hesta- mennsku með aðstoð Léttis fyrir sína skjólstæðinga en þessi starf- semi hefur verið á hrakhólum vegna aðstöðuleysis. Reynsla af hestamennsku fyrir fatlaða einstak- linga hefur sýnt fram á að þörfin er mikii og það vilja hestamenn styðja með ráðum og dáð. Reiðskemman verður að vera að minnsta kosti 60 x 40 metrar svo hún nýtist þeirri starfsemi sem henni er ætlað að þjóna. FREYVANGSLEIKHÚSIÐ hefur nú byrjað starfsemi sína af full- um krafti eftir sumarhlé og sýnir í Freyvangi í kvöld, laugardags- kvöldið 7. nóvember, kabarettinn Lómur bar - erótískur dansstað- ur. Höfundar em ýmsir félagar í Freyvangsleikhúsinu og gera þeir óspart grín að málefnum h'ðandi stundar. Meðal annars er grín gert að hagyrðingum og stjóm- anda þeirra sem tróðu upp í Frey- Lómur bar - erótískur dansstaður vangi nýlega og þá koma nokkrir áhugaverðir náungar inn á barinn og eiga orðaskipti við barþjóninn. MikiII söngur og tónlist prýða kabarettinn, erótískir dansarar em á hverju strái og mikið (jör. Leikstjórn í sýningu Frey- vangsleikhússins er í höndum Helgu Ágústsdóttur og séra Hannesar Arnar Blandon. Leikhúsfólk úr Borgarfirði endurgeldur heimsókn Frey- vangsleikhússins suður í fyrra og býður upp á nokkur atriði í kab- arettinum. Hann hefst kl. 22 í kvöld og er aðeins uin þessa einu sýningu að ræða. Karlakór Akureyrar - Geysir Tónleikar í Glerárkirkju KARLAKÓR Akureyrar - Geysir heldur tónleika í Glerárkirkju á sunnudag, 8. nóvember kl. 17. Fjölbreytt efnisskrá samanstend- ur af innlendum og erlendum lögum, m.a. úr söngleikjunum „Kátu ekkj- unni“ „Show Boat“ og „Porgy and Bess“. Einnig verða flutt lög eftir Jóhann Ó. Haraldsson, Karl 0. Run- ólfsson, Jón Jónsson frá Hvanná, Áskel Jónsson og Marshall Bart- holomew. Einsöng með kórnum syngja Magnús Friðriksson tenór og Stein- þór Þráinsson, baritón en auk þess kemur fram tvöfaldur kvartett. Und- irleikari er Richard Simm en stjórn- andi er Roar Kvam. Ellilífeyrisþegar fá afslátt af aðgangseyri. -------------- Bingó SJÁLFSBJÖRG á Akureyri heldui’ bingó á Bjargi á Bugðusíðu 1 sunnu- daginn 8. nóvember kl. 14. Spilaðar verða 12 umferðir. Einnig verður spil- að bamabingó. Allir eru velkomnii-. Aksjón 7. nóvember, laugardagur 21.00ÞKvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.