Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 56
> 56 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Laugarneskirkja Safnaðarstarf Djassinn dunar í Laugarneskirkju HVERNIG er hægt að enda helg- ina betur? í kvöldmessum Laugar- neskirkju ríkir létt sveifla í tónum og tali en helg alvara Guðs orðs mætir spurningum hjartans. Á morgun, sunnudag, kl. 20:30 hefst kvöldmessa nóvembermánaðar. Hjónin Bjami Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna við mess- una ásamt framúrskarandi tónlist- arfólki. Þar eru þeir Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Gunnar Gunnarsson á píanó. Kór Laugar- - neskirkju syngur ásamt Þorvaldi Halldórssyni sem flytur einsöng. Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00 svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta kvöldsins. Bjarni Karlsson, sóknarprestur. Þjóðlagamessa ÞJÓÐLAGAMESSA verður haldin á morgun, sunnudag, í Hafnarfjarð- arkirkju. Fyrir nokkrum árum samdi sænska tónskáldið og presturinn Per Harling messu er fékk nafnið „messa i viston" á sænsku eða „þjóðlagamessa" á íslensku. Þjóð- "* lagamessan er byggð á samnor- rænni þjóðlagahefð þar sem taktur og tónar tengjast vísnasöng eins og hann gerist bestur. Vísan og vísna- söngurinn er eitt aðal einkennið á norrænni alþýðusönghefð. Um öll Norðurlönd eru sungnar vísur oft við undirleik harmonikku eða fíðlu. Vísurnar segja sögur af venjulegu fólki og hetjum og tónlistin á sér ævafornar rætur í dölum og skóg- um Svíþjóðar, Noregs og Finn- lands. I þjóðlagamessunni er vísan og vísnatónlistin gerð að undirstöðu helgihaldsins í kirkjunni. Allir hinir hefðbundnu messuliðir eru á sínum stað, en þeir hafa verið endursamd; ir að hætti vísnamenningarinnar. í ^stað hefðbundinnar miskunnarbæn- ar, dýrðarsöngs, undirbúnings und- ir altarisgönguna og annarra liða, hefur Per Harling samið nýja tón- list og nýjar vísur. Auk þessa tengj- ast nýir sálmar messunni, sálmar sem að sjálfsögðu byggjast á vísna- hefðinni. Á sunnudagskvöld mun þjóðlaga- hljómsveit undir stjórn Arnar Am- arsonar leika og syngja í messunni. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar fyr- ir altari en sr. Þórhildur Ólafs predikar. Eftir þjóðlagamessuna bjóða fermingarbörn kirkjugestum til veislu í safnaðarheimilinu en það hafa þau gert um árabil á kristni- boðsdegi. Gospel tónleikar í Vídalínskirkju * VÍDALÍNSKIRKJA sunnudaginn 8. nóvember, 1998, kl. 20. Gospel tónleikar verða á morgun, sunnu- dag, kl. 20 í Vídalínskirkju í umsjá KFUM og KFUK, sem halda um þessar mundir upp á 100 ára afínæli félags síns. Lög úr Sister Act og fleira. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Við skulum fjölmenna á þessa skemmtilegu tónleika og leggja þannig hinu góða málefni lið, að útbreiða trúna á frelsarann okk- ar, Jesú Krist. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur. Kona, læknir, prestur, kristniboði Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju á morgun, sunnudag, flytur séra Sigurður Pálsson erindi í tilefni af kristniboðsdegi um lækn- inn, prestinn og kristniboðann Steinunni Heyes. Steinunn var Borgfirðingur, fædd seint á síðustu öld. Sextán ára göm- ul fór hún til Ameríku með lítið ann- að í farangrinum en Passíusálmana og Hallgrímskver. Þar barðist hún til mennta, lærði til prests og nam síðan læknisfræði og gerðist kristniboði í Kina ásamt eiginmanni sínum, sem einnig var læknir. Þau störfuðu á vegum bandarísks trú- boðsfélags. Á sama tíma var kristniboðs- hreyfingin að stíga sín fyrstu spor á íslandi. Kirkjan og kærleikurinn KÆRLEIKSÞJÓNUSTA er vaxt- arbroddur í kirkjulegu starfi á ís- landi. Verkefni kærleikans eru óþrjótandi. En miklu skiptir að starfshættir og stefna safnaðanna og þjóðkirkjunnar séu skýr til að ekki verði efnt til samkeppni við mannúðarhreyfingar eða opinberar stofnanir. Hvert er og verður hlut- verk kærleiksþjónustu kirkjunnar? Til að ræða þessar spurningar efnir biskupsembættið til málþings í Hjallakirkju mánudaginn 9. nóvem- ber undir yfirskriftinni „Kærleiks- þjónusta kirkjunnar innanlands". Þingið, sem hefst kl. 17, er öllum opið: Sóknamefndafólki, prestum, djáknum og starfsfólki safnaða og áhugamönnum um kirkju kærleik- ans. Þess er vænst, að sóknarnefnd- ir sendi einn eða fleiri fulltrúa. Skráning fer fram á Biskupsstofu. Kvöldsamvera í Digraneskirkju á sunnudagskvöldið TIL viðbótar hefðbundinni messu- gjörð verður öðru hverju boðið upp á samveru á sunnudagskvöldi kl. 20:30. Samverustundirnar eru með óhefðbundnu sniði. Þar er lögð áhersla á lofgjörð, léttan og líflegan söng. Enginn kór en organisti og jafnvel lofgjörðarhópur leiða kirkju- gesti í almennum safnaðarsöng. Gert er ráð fyrir mikilli þátttöku safnaðarins í helgihaldinu. Á sam- verunni gefum við okkur tíma til fyrirbæna þar sem kirkjugestir koma með bænarefni sín til prests eða annars fyrirbiðjanda og beðið er með og fyrir hverjum og einum. Eins geta kirkjugestir skrifað bæn- arefni sín á blað og verður beðið fyrir því efni sérstaklega. Altarisganga er mikilvægur þátt- ur í samverunni, þar sem söfnuður- inn í trú þiggur sakramentið sem er Jesús sjálfur. Samkoma hjá KFUM og K SAMBAND íslenskra kristniboðs- félaga sér um almenna samkomu í félagsheimili KFUM og K við Holtaveg á morgun, sunnudag, kl. 17. Þessi dagur er kristniboðsdag- urinn og verður kristniboðið kynnt sérstaklega og fréttir sagðar frá starfinu í Eþíópíu og Kenýa. Bjarni Gíslason og Jónas Þórisson kristni- boðar sjá um þann þátt. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði prédikar. Kanga-kvartettinn og Afríku-systur syngja. Gott tækifæri til að lofa Guð og heyra um kristniboðið. Tekið verður við gjöfum til kristniboðsins á samkomunni. Eftir samkomuna verður hægt að fá létta máltíð á vægu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kristniboðssambandið. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður haldin í Hjallakirkju á morgun, sunnudag, á almennum messutíma kl. 11. Popp- band Hjallakirkju leiðir kirkjugesti í léttum og skemmtilegum söng, en markmið messanna er einmitt að ná til sem flestra með fjölbreyttum tónlistarflutnigni. Fegurð ellinnar - fyrirlestur I DAG, laugardag, verður fyrirlest- ur í Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, norðursal, kl. 14. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur, flytur fyrirlestur sem nefnist „Fegurð ellinnar". Verður þar fjallað um þau tímamót í lífi fólks þegar starfsævinni lýkur og hvað tekur þá við. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fella- og Hólakirlqa. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. AÐSENDAR GREINAR Samfélagið hryn- ur ef það missir trú á „hjartanu“ VELGENGNI í við- skiptum og stjórnun er að mati margra við- skiptafrömuða og stjórnenda á heims- mælikvarða háð bæði viðskipta- og stjórnun- arviti og siðgæði hjart- ans. Þeir telja samn- inga ekki hagstæða fyr- ir sig ef þeir eru ekki hagstæðir fyrir alla sem að samningaborð- inu koma og alla þá er samningurinn kemur til með að snerta. Þetta segir til um að þetta fólk setur sér ekki tak- markanir, heldur veit það að það er alltaf til leið þar sem allir hagnast og njóta góðs af. Hér á landi virðist sá mikli misskilningur Það er hægt og er án efa farsælla að stjórna þannig, segír Marsibil Sæmundsdóttir, að af hljótist fjárhagsleg velgengni um leið og manngildið er haft í hávegum. aftur á móti vera til staðar að ef við ætlum að gera vel við fólk erum við dæmd til að safna skuldum í leiðinni og endum á hausnum í fjarlægii framtíð. Að mínu mati ætti þetta frekar að vera spurning um stjómun og hagræðingu. Það er hægt og er án efa farsælla að stjórna hvort sem er landi, borg eða fyrirtæki þannig að af hljótist fjárhagsleg velgengni um leið og manngildið er haft í há- vegum. Prufum t.d. að setja vilja „hjart- ans“ fyrst og nota svo „hausinn". Hvað viljum við íslendingar (hjart- að)? Við viljum góða heilbrigðisþjón- ustu, þ.e. enga biðlista í læknisað- gerðir, virðingu og góða umönnun fyrir aldraða, fatlaða, öryrkja, og alla þá er þurfa aðstoð samfélagsins til að eiga góða ævidaga. Við viljum úrræði fyrir börn, unglinga og fjöl- skyldur í vanda. Við viljum mann- sæmandi laun, góða skóla og gott heimili. Þetta eru grunnatriði, byrj- um á þeim fyrst. Þá kemur að „hausnum“ til að finna út hvernig hægt er að fá ft'am það sem „hjart- að“ vill án þess að það bitni á fjár- hag og öðrum mikilvægum mála- flokkum. Þar næst tekur við mikil- vægur þáttur sem heitir „að fram- kvæma“ og að öllum líkindum er farsælast að nota „líkamann", „hausinn" og „hjartað" í því ferli. Ofangreind atriði era grunnskilyrði sem þarf að uppfylla til að Islend- ingar geti verið hamingjusöm þjóð. Þegar þessu er áorkað ætti þetta með tímanum að leiða af sér mikinn sparnað og aukið fjármagn í þjóðar- búið. Hamingjusamt fólk verður síð- ur sjúkt. Góðir skólar skapa ham- ingjusöm börn og hæfa einstaklinga. Fjölskyldur og einstaklingar fá strax aðstoð ef eitthvað bjátar á og vonandi er vandinn leystur áður en hann fer að vefja upp á sig og skemma frá sér. Skemmdarverk, þjófnaðir og ofbeldi minnkar, ham- ingjusamt fólk tekur yfirleitt ekki þátt í slíku né neytir fíkniefna. Fólk með mannsæmandi laun þarf ekki á framfærslu að halda, kaupmáttur þess eykst, fleiri borga skatta, og svona má lengi telja. Þegar hér er komið er hægt að fara að auka fjár- magn til þeirra málaflokka sem eru fyrir fólk, en ekki um fólk eins og grunnskilyrðin að ofan, t.d. fegrun umhverfisins, menning og listir o.s.frv. Það segir sig þó sjálft að hamingjusamara fólk leiðir af sér mikla grósku í menn- ingu og listum og það gengur betur um um- hverfi sitt og fegrar það sjálft sér til ánægju. Þetta getur átt við flest það sem til- heyrir samfélagi okkar. Það missir svolítið marks þegar þegnar samfélagsins bíða eftir lífsnauðsynlegri lækn- isaðgerð, fá ekki hjálp fyrir börnin sín og rétt skrapa fyrir mjólkur- potti og þeir sem fara með fé fólksins keppast við að fegra yfirborðið og breiða skrautfjaðrir, í hinum ýmsum myndum, yfir mein- ið eins og það láti það hverfa. Þetta er svolítið eins og að byrja á vitlaus- um enda. Er lögmál orsakar og af- leiðingar í algerri gleymsku? Það er einnig svolítið sorglegt að sjá fólk úr ýmsum hópum samfé- lagsins hrópa á bætt kjör og aðstæð- ur eða lausnir og þeim er sagt að fjármagn til úrbóta sé ekki fyrir hendi. Það er miður að sjá valdafólk takmarka getu sína á þennan hátt í stað þess að hugsa í lausnum. Það er vanvirðing við almenning að ætlast til að hann meðtaki þessi svör, eins og þetta séu staðreyndir, jú, kannski í þróunarlandi en ekki á Islandi í góðæri. Er þetta ekki spurning um forgangsröð, stjórnun og hagræð- ingu? Einfalt er t.d. betra en flókið. Hvað er það sem veldur, af hverju er ekki orðið við þörfum fólksins? Er kerfið orðið það þungt að það rétt nær að snúast um sjálft sig og annar ekki eftirspum eftir hjálp? Er kerfið þannig farið að verja sig gegn fólki í leit að lausnum í stað þess að veita því þá aðstoð sem það þarfn- ast? Þannig lítur það aOavega út þegar fólk í leit að hjálp er sent fram og til baka inni í kerfinu á þvæling sem skilar engu. Spurning mín er, hvort stjórnar, kerfið fólkinu eða fólkið í kerfinu? Ég veit það ekki, en ég veit að við höfum öflugt fólk á flestum mikilvægum vígstöðv- um (óháð stöðu eða flokk) sem virð- ist þó hafa bundnar hendur gagn- vart hinum „gamla ósýnilega kerfis- draug“ (ég veit ekki hvað annað ég á að kalla þetta hvað sem þetta nú er). Þetta er það eina sem mér dettur í hug því ég veit að við erum ekki að tala um vanhæft fólk. Ég tel það fólk sem er í valda- og stjórnunarstöðum hér á landi (óháð stöðu eða flokk) mjög hæft og ég hvet það til að skoða aðeins þann kerfisramma (kerfisdraug) sem það starfar í og sjá hvort hann sé ekki svolítið úrelt- ur, þröngur og of valdamikill. Ég trúi því að samtímafólk sé mun fær- ara en gamli „kerfisdraugurinn" og tel hann ekki „gamlan, vitran og ör- uggan“ heldur þungan hlekk sem heldur hæfu fólki niðri og hindrar þannig jákvæðar breytingar til hins betra fyrir land og þjóð. Gamli „kerfisdraugurinn" fer ekki sjálf- krafa, hann er eldgamall, rótgróinn og búinn að koma sér vel fyrir. Ef fólkið í kerfinu storkar „honum“ ekki þá gerir það enginn, fólkið á að móta kerfið en ekki öfugt. Sá „gamli“ fer ekki með okkur neitt, nema kannski aftur til fortíðar. Breytingar eru þarfar og eins lengi og manngildi, vit og skynsemi fer saman og breytingarnar eru í þágu einstaklingsins/fólksins getum við ekki beðið ósigur. íslendingar eru öflugt fólk með hjartað á réttum stað, það hafa þeir margoft sannað þegar á rejmir. Við ættum að vera óhrædd við að nota bæði „hjartað“ og „hausinn" oftar, í mikilvægum og smávægilegum málum, og sjá hvað gerist... Höfundur er framkvæmdastjóri Götusmiðjunnar - Virkisins, meðferðarheimilis fyrir ungt fólk. Marsibil J. Sæmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.