Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 51
MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 51 MORGUNBLAÐIÐ SKÚLI TRYGGVASON + Skúli Tryggva- son fæddist í Reykjavík 25. mars 1958. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 30. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 6. nóvember. Veikindi vinar míns, Skúla Tryggvasonar, kenndu okkur báðum að dauðlegum mönnum er ekki ætlað allt að skilja. Eg mun aldrei skilja af hverju maðurinn með ljá- inn leitaði svo snemma húsa hjá Skúla, - þeim úr hópi samferða- manna minna sem í þessari vist steig ávallt hvað öruggast til jarðar, þekkti best veginn til góðs. Skilningur var í raun hið sameig- inlega áhugamál allt frá því leiðir okkur lágu saman fyrir aldarfjórð- ungi og viðfangsefnin voru Njála og diffranir. Ótal, ótal sinnum hef ég síðan leitað í smiðju Skúla og notið hans andlegu burða við greiningu og úrlausn minna mála, - lítilla og stórra. Hreinlyndi hans, skarp- skyggni og réttsýni, sem margir álitu þröngsýni, voru eðliskostir sem ég naut ríkulega enda leit ég gjarnan á þennan vin minn sem loft- vog sem sagði til um hvað í vændum var án þess að láta ský eða önnur hvikul teikn villa sér sýn. Sjálfur hafði Skúli kraft og staðfestu til að breyta samkvæmt sinni vissu og var það án efa til þess að flest hans spor á alltof stuttri ævi voru gæfuspor. Það er erfitt að kveðja góðan dreng á miðri lífsleið. Manni finnst skrítið að í ófullkominni veröld skuli fágætra eiginleika manna á borð við Skúla ekki njóta lengur við. í dag græt ég kæran vin. Eina huggun mín er að sjá hvemig synir hans tveir, - raunar hvor á sinn hátt, erfa mannkosti fbður síns. Elsku Ninný, Magnús Ágúst og Ámi Þór. Harmur ykkar er mikill og söknuður meiri en orð fá lýst. Þóra og Tryggvi. Þið syrgið ein- stakan son sem er mér og öðram sem honum kynntust ógleymanleg- ur. Samúð okkar Natösu eigið þið öll óskipta. Ásgeir Friðgeirsson. „Það átt þú eftir, er erfíðast er, en það er að deyja.“ Þessi tilvitnun úr Njálu hefur nú öðlast dýpri merkingu fyrir mér eftir að æsku- vinur minn Skúli Tryggvason hefur gengið í gegnum slíkt erfiði. Við kynntumst í gagnfræðaskóla, en bundumst sterkum böndum í menntaskóla ásamt tveimur öðram, Jóni og Geira, og hafa þeir hnútar haldið síðan. Við fjórir áttum það sameiginlegt að hafa verið velt upp úr mold og grjóti frumbýlingsára Kópavogs og beram þess ætíð merki. I þessum hópi var Skúli óumdeildur leiðtogi og hélt hópnum saman í Mereury Comet-bifreið, sem ekið var án sýnilegs tilgangs milli ýmissa áfangastaða. Hann spilaði án afláts plötu Bítl- ana - Sgt. Pepper | s Lonely Heai-ts Club Band - og máttum við hlýða á hana með góðu eða illu. Hann sagði okkur að þetta væri klassísk tónlist. Þegar við reyndum að segja honum að það væri hún ekki í skilningi þess orðs þá svaraði hann með þykkju: „Heyriði ekki í fiðlunum?!“ Það var með ólíkindum hvað jafn formfastur og reglusamur maður og Skúli gat hrifist af jafn uppreisnargjörnum manni og John Lennon. Þessi hrifn- ing entist til hinstu stundar. Hann lagði hart að sér í línuvinnu á sumrin og námi á veturna sem var iðkað af mikilli einurð og slíkri vandvirkni að gefa hefði mátt út glósubækurnar hans. Hann var seintekinn og kunni illa að slá um sig meðal ókunnra, en um þá hlið sáum við félagarnir án allrar hvatn- ingar. Þar stikluðum við á vísdóms- steinum, sem við höfð- um gripið hér og þar, yfir djúpar ár van- þekkingar á meðan hann hætti sér aldrei yfir nema að hafa fund- ið sjálfur öruggt vað. Hann átti það til að lesa yfir okkur pistilinn ef honum mislíkaði framferði okkar. Gilti einu hvort áheyrendur, sem við voram að „imponera", hlýddu á lesturinn. Einu sinni rak hann okkur úr blautum jakkafötum eftir sundsprett í Nauthólsvík og máttum við sitja fáklæddir í aftur- sætinu með sparifötin í skottinu á meðan hann ók okkur heim. Hann hélt okkur þannig á mottunni, en var okkur jafnframt, með framferði sínu, hvatning til stærri verka og ávallt fann maður fyrir orðlausri, en áþreifanlegri umhyggju. Fyrir rúmu ári, við upphaf ein- kenna þess sjúkdóms er síðar dró hann til dauða, fór ég með honum upp á Kjöl með áburð til land- græðslustarfa. Á leiðinni hlustuðum við á lestur Flosa Olafssonar á Bjargvættinum í grasinu, sem við höfðum lesið af ákefð í mennta- skóla. Þá rifjuðust jafnframt upp með sögunni stundir frá þeirri tíð. Okkur til armæðu datt stöðin út í miðjum lestri. Við tók þó fegurð há- lendisins ásamt þeirri áskorun sem felst í ferðalögum þar. Hvort tveggja hafði dregið Skúla til sín, en engan grunaði þá að hann var kom- inn til að kveðja þennan vettvang. Eftir erfiða meðferð og undir það síðasta stóð þessi stóri og sterki maður vart undir sjálfum sér. Hann sem gat rokið fyrirvaralaust um allt hálendi íslands komst vart milli húsa. Við sem þekktum til þess sem í honum bjó horfðum á hann vél- vana og síðan sökkva eins og ósökkvandi skip gerði endur fyrir löngu, rifið á hol af jaka á spegil- sléttum sjó. Lífi hans er lokið í miðjum klíðum eins og lestri ofannefndrar sögu. St- andandi í grasinu hefur maður mátt sjá hann falla fram af bjargbrúninni án þess að geta dregið úr fallinu. Elsku Ninný, Magnús og Árni Þór, missir ykkar er mikill og sár. Megi minning um sterkan og heil- steyptan mann styrkja ykkur í sorginni og um ókomna tíð. Blessuð sé minning míns kæra vinar. Eiríkur Jénsson. Góður starfsfélagi er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Það var mik- il gæfa fyrir okkur hjá Plastprenti þegar Skúli Tryggvason gekk til liðs við íyrirtækið fyrir 10 árum. Hann var verkfræðimenntaður með fjármál sem sérgrein, og reyndist hin víðtæka menntun hans og með- fæddir mannkostir traust undir- staða sem fyrirtækið átti margoft eftir að njóta góðs af. Hann hóf störf sín sem fjármála- stjóri og hélt þar um þræði á um- brota- og erfiðleikatímum hjá fyrir- tækinu. En Skúli brást hvergi og naut fullkomins trausts allra þeirra sem rekstrinum tengdust, jafnt starfsmanna, lánastofnana sem við- skiptamanna. Hann átti þannig verulegan þátt í því að koma fyrir- tækinu á réttan kjöl og skapa því eðlilegar aðstæður til vaxtar. í framhaldi af góðum árangri á fjár- málasviði söðlaði Skúli um og tók að sér framleiðslustjórnun hjá fyrir- tækinu. Þar aflaði hann sér strax virðingar starfsmanna og viðskipta- vina og skilaði óaðfinnanlegu starfi allt til síðasta dags. Skúli hafði einlægan og smitandi áhuga á samfélagsmálum. Hann lét sig umhverfíð einnig miklu varða og útivist og ferðalög um óbyggðir landsins urðu honum æ meira áhugaefni hin síðustu ár. Voru þar margar ferðir áætlaðar á komandi árum. En nú hafa ailar ferðaáætlan- ir breyst. Það var fyrir liðlega ári sem barátta Skúla við hinn illvíga sjúkdóm hófst. Við starfsfélagamir fylgdumst náið með hetjulegri framgöngu hans og dáðumst jafn- framt að einstakri umhyggju og samstöðu eiginkonu, foreldra og bama. Við fengum að sjá, líkt og á fyrmefndum umbrotatímum í fyrir- tækinu, hvernig erfiðleikarnir urðu til að skerpa hina ríku eðliskosti Skúla sem birtust ekki síst í óvenju- legri ögun og einstöku úthaldi. Hann reyndi að stunda vinnu sína eins lengi og fært var og allt til hins síðásta var hugur hans við starfið og framtíðaráform. Baráttuvilji hans var svo mikill að við leyfðum okkur að vona að hann myndi hafa betur. En í þetta skipti reyndist við ofurefli að etja. Sá sem öllu ræður ákvað honum annan samastað. Skúla verður sárt saknað af starfsfólki Plastprents. En mestur er söknuður Ninnýjar og drengj- anna, foreldra og ástvina. Við send- um þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að minningin um góðan og kærleiks- ríkan dreng verði þeim til styrktar i sorginni. Eysteinn Helgason. Skúli vinur okkar er fallinn frá langt um aldur fram en enginn má sköpum renna. Þrátt fyrir heitar fyrirbænir og að allt væri gert, sem í mannlegu valdi stendur, varð eng- um vömum við komið. Við vinir hans stóðum álengdar eitt og hálft ár og fylgdumst með hetjulegri baráttu hans og hans góðu fjölskyldu, sem styrkti hann í hvívetna. Við áttum þá ósk heitasta að vísindin hefðu betur. Sorg okkar er mikil. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðravísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjartað, þeim mun meiri gleði getur það rúmað.“ (Spámaðurinn.) Elsku Ninný, Magnús og Ámi Þór, missir ykkar er mikill. Megi dýrmætar minningar um kærleiks- ríkan eiginmann og föður sefa sárasta harminn og ylja ykkur um ókomna tíð. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við söknuðinn og horfa fram á veginn. Við sendum allri fjölskyldu Skúla innilegar samúðarkveðjur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Margrét, Þorvaldur, Guðbjörg, EgilJ, Elísa, Vignir, Ingibjörg og Ólafur. Mig langar að minnast vinnufé- laga míns og vinar, Skúla Tryggva- sonar, með nokkrum orðum þótt orða sé vant er minnast skal manns, sem fellur frá á besta aldri, manns sem var í miðjum klíðum að byggja upp og skipuleggja líf sitt og starf. Vegir almættisins verða eftirlifend- um oft illskiljanlegir. Skúli háði bar- áttu við illvígan sjúkdóm og stóð sú barátta í tæpt eitt og hálft ár. I þeirri baráttu skiptust á skin og skúrir og lengi vonaði maður að sig- ur ynnist, því Skúli barðist af hörku og stóð meðan stætt var. Hann hélt upp á fertugsafmæli sitt í mars sl. og virtist þá á góðri bataleið. Eftir- minnileg er ræða hans er hann bauð gesti sína velkomna og vitnaði í texta Bítilsins breska Johns Lennons, þar sem segir að „meðan við eram önn- um kafin við að skipuleggja líf okkar fer lífið sínar eigin leiðir“. Skúli var hreinskiptinn maður, sjálfum sér samkvæmur svo eftir var tekið og samviskusamur. Hann vald- ist til ábyrgðarstarfa hvar sem hann kaus að starfa og víst er að félagarn- h- era margir, sem minnast hans og starfa hans með söknuði og virðingu. Við Skúli umgengumst hvor ann- an bæði í starfi og leik. Við unnum saman, ferðuðumst saman ásamt vinnufélögunum í Plastprenti og við störfuðum saman í Lionsklúbbnum Baldri. Áhugi Skúla á íslenskri náttúra og umgengni við hana var einlægur. Hann kom sér upp öflugum ferða- jeppa og naut þess að ferðast um landið. Hann var virkur meðlimur í starfi ferðaklúbbsins 4x4 og einnig tók hann af miklum dugnaði og áhuga þátt í uppgræðslustarfi Lionsklúbbsins Baldurs í Svartár- torfum við Hvítárvatn. í báðum þessum félögum gegndi hann trún- aðarstörfum og nutu þau óeigin- gjarnra starfa hans. Mikill er missir eiginkonu, sona, foreldra, systkina og fjölskyldunnar allrar og er hugur okkar allra hjá þeim á þessum erfiðu tímum. Sér- stakar samúðarkveðjur flyt ég frá félögunum í Lionsklúbbnum Baldri. Megi minningin um góðan dreng verða fjölskyldu og ástvinum öllum styrkur í sorginni og leiðarljós á göngunni til framtíðar. Oddur Eiríksson. I dag kveðjum við Skúla vin okk- ar sem eftir erfið veikindi þurfti að víkja fyrir manninum með ljáinn, langt fyrir aldur fram. Við kynnt- umst Skúla og Ninný þegar við vor- um nýflutt frá Danmörku í gegnum vinahjón okkar sem hittust ásamt öðrum hjónum sem einnig höfðu bú- ið í Danmörku. Með okkur tókst vinátta í góðum félagsskap. Við ákváðum að fara öll saman í dans- skóla og sveiflast létt um dansgólf- ið. Öll lærðum við þessa sígildu dansa en síðan fengum við leið á danskennslunni. Við hættum að læra dans en vildum alls ekki missa vinskapinn hvort við annað svo við ákváðum að halda áfram að hittast og borða saman annað slagið. Því höfum við svo haldið áfram alla tíð síðan og ákveðið að kalla okkur „danshópinn“. Danshópurinn hittist svo alltaf annað slagið í matarboði heima hjá hvort öðra. Ninný og Skúli bjuggu sér fallegt heimili sem gaman og gott var að sækja heim. Þaðan eigum við hjónin margar góðar og skemmtilegar minningar ásamt mörgum öðram minningum sem koma upp í hugann þegar mað- ur kveður vin sinn hinstu kveðju. Okkur era einnig minnisstæðar útilegurnar sem danshópurinn var vanur að fara í einu sinni á ári, yfir- leitt á sama staðinn. Þar var Skúli mættur með tjaldvagninn sinn og við stóðum alltaf hópurinn og fylgd- umst með því þegar hann setti á sig hanskana og tjaldaði sínum flotta tjaldvagni, sem síðan varð veislusal- ur hópsins meðan á útilegunni stóð. Það verður skrýtið að hugsa til fyrstu helgarinnar í júlí og enginn Skúli. Við hjónin urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að fara með Skúla í \ jeppaferðir í haustin og fara á staði sem við höfðum aldrei komið á áður og era þær ferðir okkur ógleyman- legar. Við viljum þakka fyrir að fá að kynnast þér, Skúli, og þökkum fyrir skemmtilegai' samverastundir með þér. Við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk, elsku Ninný, Magnús og Ámi Þór, á þessari stundu. Sigrún og Vigfús. Það var glaðbeittur og ákveðinn maður sem var kosinn í stjóm Ferðaklúbbsins 4x4 vorið 1996. Við höfðum haft augastað á þessum fé- laga okkar um nokkum tíma og þegar við fóram fram á aðstoð hans í þágu klúbbsins, tók hann vel í þá málaleitan. Skúli reyndist okkur hinn traustasti félagi í alla staði og fólum við stjórnarmenn honum gjaldkerastarfíð og hefðum vart getað fundið betri mann. Skúli var mjög áhugasamur og drífandi um starfsemi klúbbsins og átti hann stóran þátt í að móta núverandi stefnu Ferðaklúbbsins 4x4, en varð of fljótt frá að hverfa sökum alvar- legra veikinda. Við þökkum Skúla fyrir gott sam- starf og sendum Ninní og fjölskyld- unni allri okkai- innilegustu samúð- arkveðjur. F.h. Ferðaklúbbsins 4x4, Oddur Einarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og mágur, SKÚLI B. KRISTJÁNSSON frá Skálmamesmúla, Hraunbraut 7, Kópavogi, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 5. nóvember. Steinunn Pétursdóttir, Pétur Skúlason, Steinunn Skúladóttir, Þórdís Skúladóttir, Þórdis Magnúsdóttir, Jón Finnbogason, Páll Pétursson. + Innilegar þakkir viljum við færa öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs bróður okkar, REGINS JÓHANNESSONAR, Einilundi 2B, Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hins látna. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ODDS ODDSSONAR, Tangagötu 15a, fsafirði. Sigrún Árnadóttir Árný H. Oddsdóttir, Kristján Friðbjörnsson, Sigurður Oddsson, Hrefna H. Hagalín, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.