Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 1
289. TBL. 86. ARG. FOSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Irakar vígreifír en segja mikið mannfall hafa orðið í loftárásum Bandarikjamanna og Breta Blendin viðbrögð umheimsins en loftárásum haldið áfram Rússar æfír og kalla sendiherra sinn heim frá Washington í mótmælaskyni Washington, London, Bagdad, Moskvu, Peking, París, Kúveitborg, Ramallah, Duhai. Reuters. BANDARÍKJAMENN og Bretar héldu áfram loftárásum á írak í gær. Annan daginn í röð gátu sjónvarpsáhorfendur um heim allan fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu frá Bagdad, þar sem næturhiminninn lýstist annað slagið upp af sprengingunum sem skóku borgina. Irakar fullyrtu í gærkvöldi að 25 manns hefðu látist í árásunum í gær og fyrrinótt í Bagdad einni. írakar voru vígreifír í gær og sökuðu Bandaríkjamenn og Breta um lygar til að finna sér tylliástæðu til að ráðast á þá. Viðbrögð þjóða heims við aðgerðunum voru afar misjöfn, Rússar mótmæltu árás- unum harðlega og fóru í gær fram á að boðað yrði til fundar í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Þá var sendiherra Rússlands í Washington kallaður heim til skrafs og ráðagerða í gærkvöldi. Bandarískar B-52 sprengjuþotur og breskar Tornado-vélar tóku á loft frá bresku eynni Diego Gareia á Indlandshafi og herstöðvum í Kú- veit og gerðu árásir á skotmörk í írak eftir að myrkur var skollið á, um miðjan dag í gær að íslenskum tíma. Talsmaður breska flughersins sagði í gærkvöldi að árásirnar hefðu verið árangursríkar, og að vélarnar hefðu snúið óhultar til bækistöðva sinna. Henry Shelton, yfirmaður banda- ríska heraflans, sagði að um fimmtíu skotmörk í Irak hefðu verið hæfð í fyrrinótt. William Cohen, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði að í íyrstu hrinu árásanna hefðu flugskeyti og sprengjur Bandai'íkja- manna gereyðilagt loftvarnakerfi, herflugvelli og einhverjai- af stjórn- stöðvum Irakshers. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að það hefði verið hárrétt ákvörðun að hefja árás- ir á Irak, og að það hefðu verið mikil mistök ef Bandaríkjamenn hefðu setið aðgerðalausir á meðan Irakar byggðu upp vopnabúr gereyðingar- vopna. Hann vísaði því á bug að Reuters Skemmdirn- ar skoðaðar IRASKAR konur og börn standa við rústir íbúðarhúss í Karrada- hverfinu í Bagdad en húsið eyðilagðist í eldflaugaárás Bandarikjamanna og Breta í fyrrinótt. Reuters FLUGUMFERÐARSTJÓRAR á bandaríska flugmóðurskipinu USS Enterprise á Persaflóa leiðbeina sprengjuflugvélum á flugi inn yfir írak í gær. árásirnar væru gerðar nú til að draga athyglina frá umræðu í full- trúadeUd þingsins um ákæru tU embættismissis á hendur honum. Saddam Hussein hvatti lands- menn sína til dáða í sjónvarpsávarpi til írösku þjóðarinnar í gær. „Okkar mikla þjóð og okkar hugrakka her- lið ... berst gegn óvinum guðs, araba og mannkynsins. Með vilja guðs verðið þið sigurvegarar," sagði Saddam. Vestrænum fréttamönnum í Bagdad er ekki leyft að ferðast um borgina án fylgdar og hefur þeim ein- ungis verið veittur aðgangur að af- mörkuðum svæðum. Hefur því ekki verið hægt að staðfesta staðhæfingar um mannfall og eyðileggingu. Ríkisútvarpið í Bagdad hafði eftir Saddam Hussein í gær að upphaf árása Bandaríkjamanna hefði verið „dagur sigurs“. Greint var frá því að hús dóttur Saddams hefði verið lagt í rúst í loftárásum aðfaranótt fimmtu- dags, en að hún hefði verið að heim- an, og fram kom að Saddam hefði í jrærmorgun kannað skemmdir af völdum árásanna. íslenska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í gær að það teldi hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta gagnvart Irak vera óumflýjanlegar. Viðbrögð í Noregi og Danmörku vora á sama veg, Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs, sagði íraka sjálfa bera ábyrgðina á árásunum. Sænsk stjórnvöld gagn- rýndu hins vegar að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skyldi ekki hafa verið haft með í ráðum er ákveðið var að ráðast á írak þótt Göran Persson forsætisráðherra úti- lokaði ekki að Svíar hefðu stutt að- gerðirnar, hefðu þeir og aðrar þjóðir sem sæti eiga í öryggisráðinu, fengið að fjalla um þær. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að 40 sendiráðum í Afríkuríkjum yrði lokað í tvo daga, vegna ótta við hefndarárásir og ítrekaðra hótana um hryðjuverk í álfunni. Ekki munu vera fordæmi fyrir jafn umfangs- miklum lokunum sendiráða. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði í gær að sprengjuárásir undir forystu Bandaríkjanna myndu ekki leiða til lausnar á íraksdeilunni, og kvaðst hafa rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, um leiðir til að binda enda á átökin. Hann lagði þó áherslu á að Saddam Hussein bæri ábyrgð á þeirri stöðu sem upp væri komin. Önnur NATO-ríki lýstu flest yfir stuðningi við árásirnar, en ítalir hörmuðu að nauðsynlegt hefði verið að beita valdi. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kvaðst styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, en utanríkisráðherrann, Joschka Fischer, sagði þær „sorglegar" en að Saddam bæri á þeim ábyrgð. Hörð mótmæli Rússa Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að árásimar á Irak brytu í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna, og Jevgení Prímakov, forsæt- isráðherra Rússlands, sagði „hneykslanlegt" að þær hefðu verið hafnar á meðan öryggisráð SÞ vai- að ræða málið á fundi sínum á mið- vikudagskvöld. I yfirlýsingu frá rússneska forsætisráðuneytinu segir að aðgerðirnar séu „áfall fyrir sam- skipti Bandaríkjanna og Rússlands“ en í kjölfarið ræddi A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, við Prímakov. Dúman, neðri deild rússneska þings- ins, fordæmdi árásirnar í gær og sakaði Bandaríkjamenn og Breta um „alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi". Utanríkisráðherra Rússlands, ígor ívanov, sagði í gær að Rússar krefðust þess að endi yrði þegar bundinn á árásir á Irak og samn- ingaviðræður hafnar til að leysa deil- una. Ivanov fór ennfremur fram á að Richard Butler, yfirmanni vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM), yrði vikið frá, og sagði hann ábyrgan fyrir atburðarásinni. Sagði ívanov að Rússar myndu fara fram á að „hlutlausari og reyndari“ maður tæki við stöðunni. Butler ver skýrsluna Butler varði í gær skýrslu sína um framgang vopnaeftirlits í Irak, sem varð til þess að Bandaríkjamenn og Bretar tóku ákvörðun um hernaðar- aðgerðir. Hann sagði hana vera „heiðarlega, byggða á staðreyndum málsins og hlutlausa". Hún hefði ekki verið skrifuð til að þjóna hags- munum eins né neins. Sagðist hann ekki hafa nein áform um að segja starfi sínu lausu. Talsmaður rússnesku stjórnarinn- ar sagðist í gær hvorki geta játað né neitað fullyrðingum Interfax-frétta- stofunnar um að nokkrum deildum sjóhersins og flughersins hefði verið skipað í viðbragðsstöðu eftir að fregnh' bárust af árásunum á írak. Arababandalagið, Indverjar og Pakistanar fordæmdu árásirnar í gær og Vatíkanið gaf út harðorða yfirlýs- ingu þai- sem þær voru gagnrýndar. Persaflóaríki vora varkár í yfirlýsing- um, og Kúveitbúar létu í Ijós von um að frekari átökum yrði afstýrt. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði að ísraelar stæðu utan við deiluna, en myndu verja land sitt ef þörf kræfi. ■ Sjá nánar bls. 26-28 og forystugrein á iniðopnu. Fulltrúadeildin tekur mál Clintons fyrir í dag Þingforseti viður- kennir framhjáhald Washington. Reuters. FULLTRUADEILD Bandaríkja- þings mun í dag hefja umræður um hugsanlega málshöfðun á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta sem leitt gæti til ákæra til embættismissis. Málin tóku hins vegar óvænta stefnu í gærkvöldi, þegar repúblikaninn Bob Livingston, tilnefndur forseti fulltrúadeildarinnar, gaf út yfirlýs- ingu þar sem hann viðurkenndi að hann hefði nokkrum sinnum haldið framhjá eiginkonu sinni eftir að hann var kjörinn á þing. Dagblaðið Roll Call í Washington hafði áður birt frétt þess efnis á net- útgáfu sinni. I fréttinni kom fram, að hugsanlegt væri að Livingston byðist til að segja af sér, en talsmaður hans vísaði því á bug í gærkvöldi. Heim- ildamenn innan Repúblikanaflokks- ins töldu líklegt að aðrir foiystumenn flokksins tækju upp hanskann fyrir Livingston. Livingston hafði fyrr um daginn sagt að ekki yrði hjá því komist að taka mál Clintons fyrir. „Engan langar til að ræða um ákæru til emb- ættismissis, en hún liggur fyrir þing- inu og við verðum að taka á máhnu." Kvaðst Richard Gephardt, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hins vegar vera á móti því að kosið yrði í dag eða á morgun um hvort málinu yrði vísað áfram til öldungadeildar- innai-, á sama tíma og hemaðarað- gerðir stæðu yfir gegn írak. Demókrötum tókst að koma í veg fyrir áætlun repúblikana þess efnis að umræður færa fram stanslaust í átján klukkustundir um fjögur ákæruatriði sem dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar samþykkti að vísa til þingsins fyrr í þessari viku. Upphaflega ætlaði fulltrúadeildin að greiða atkvæði um ákærana gegn Clinton í gær en á miðvikudag, eftfr að Clinton hafði fyrirskipað árásimar á Irak, var ákveðið að fresta málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.