Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hlutafjárútboð í KR-Sport hf. Rekstur meistaraflokks KR árið 1997-98 og ((f í/ymarkmiðsáætlun KR-rekstrarfélags 1999-2001 Allar upphæðir eru í milljónum króna Meistara- Markmiðsáætlun flokkur KR KR-rekstrarféiags 1997-98 1999 2000 2001 Tekjur af mótum 11,4 12,4 13,1 13,8 Tekjur af Evrópukeppni 9,6 10,0 10,0 Auglýsingatekjur 14,1 17,5 18,5 19,5 Sjónvarpstekjur 1,7 2,8 3,5 4,0 Seldir leikmenn 3,4 15,0 15,0 20,0 Aðrar tekjur 10,7 Vörusala og vaxtartekjur 1,7 1,9 2,0 Rekstrartekjur samtals 41,3 59,0 62,0 69,4 Laun og launatengd gjöld 17,3 28,0 29,0 29,0 Þátttaka í mótum 15,4 Keyptir leikmenn 1,9 Húsa- og vallarleiga 8,3 8,3 8,3 Kostnaöur v. Evrópukeppni 5,0 5,0 5,0 Kostnaður v. heimaleikja 1,2 1,3 1,3 Annar rekstarkostnaður 7,4 7,6 8,0 Annar kostnaður og vaxtagj. 2,0 1,8 2,1 2,2 Afskriftir 1,5 1,5 1,5 Rekstrargjöld samtals 36,6 53,2 54,8 55,4 Rekstrarhagnaður 4,7 5.7 7,2 14,0 hefst næstkomandi mánudag Morgunblaðið/Arnaldur KR-INGAR binda vonir við hlutafjárútboð í KR-Sport, en tilgangur þess er að styrkja stoðir meistaraflokks og byggja upp lið sem nær árangri bæði innanlands og utan til lengri tíma. 50 milljónir króna í boði á genginu 1,00 HLUTAFJÁRÚTBOÐ í KR-Sport hf. fyrir 50 milljónir króna að nafn- verði á genginu 1,00 hefst næstkom- andi mánudag. Miðað við mark- miðsáætlun hlutafélagsins er gert ráð fyrir að félagið skili 13.950 millj- óna króna hagnaði árið 2001. Almenningi gefst kostur á að kaupa hlutabréf fyrir að lágmarki 10 þúsund krónur að nafnverði og að hámarki einni milljón króna að nafn- verði. Verðbréfastofa Búnaðarbank- ans hf. og Verðbréfastofan hf. annast sölu á hlutafénu, en sölutími er frá 21. desember til 15. janúar. Heildai-hlutafé KR-Sport er 100 milljónir króna og er tilgangur hlutafjárútboðsins að afla fjár til þess að styrkja stoðir meistara- flokks, 1. og 2. flokks karla í þeim til- gangi að byggja upp lið sem nær árangri bæði innanlands og utan til lengri tíma, að því er kemur fram í útboðslýsingu. Stjórn KR-Sport hyggst sækja um skráningu á Vaxt- arlista Verðbréfaþings íslands árið 1999. Lögð hefur verið fram rekstrar- áætlun A og B (markmiðsáætlun) til þriggja ára. Markmiðsáætlunin gerir ráð fyrir 13.950 milljóna ki-óna hagnaði árið 2001, miðað við meiri tekjur á mótum, auknar tekjur af sölu leikmanna og meiri tekjur fyrir auglýsingar og sjónvai'psútsending- ar. Rekstraráætlun A gerir ráð fyrir svipuðum rekstri félagsins og undan- farin ár, eða 7.982 milljóna króna hagnaði árið 2001. Björgólfur Guðmundsson, stjóm- arformaður KR-Sport, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að KR væri trniega það félag á Islandi sem væri best til þess fallið að fara á hlutafjár- markað. „KR-ingar hafa undanfarin ár fengið flesta áhorfendur og síðast- liðin þrjú ár hefur tæplega 40% áhorfenda í efstu deild sótt leiki liðs- ins. Liðið leikur í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári og er grunn- greiðsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, EUFA, ríflega 4 milljónir króna fyrir hverja umferð auk tekna af sjónvarpsauglýsingum. Einnig gerum við okkur vonir um sölu á leikmönnum til erlendra liða, en nokkrir hafa verið til skoðunar er- lendis.“ Afkoma hlutafélagsins er ein- göngu háð árangri meistaraflokks liðsins á knattspyrnuvellinum, að sögn Björgólfs. „Pau félög sem hafa náð bestum árangri fá flesta áhorf- endur, mestar tekjur fyrir miðasölu og fyrir sjónvarpsútsendingar. Slæmur árangur liðsins þýðir hins vegar lægri tekjur á öllum sviðum. Leikmenn verða því að ná árangri á vellinum ef fjárfesting hluthafa eigi að skila sér.“ Knattspyrnusamband Ewópu hef- ur lýst andstöðu við eignaraðild er- lends fjárfestis í KR, en gengið hafði verið frá viljayfirlýsingu um sam- stai'f á síðasta ári. Ekki er búist við að niðurstaða fáist í deilumálinu fyrr en á næsta ári. Björgólfur segir að KR og erlenda fjárfestingarfyrir- tækið hafi lýst yfir vilja til þess að hefja viðræður að nýju þegar niður- staða um eignaraðild liggur fyrir. ----------------------- Sparisjóðabankinn tekur fjölbankalán Fyrsta ís- lenska lánið í evrum SPARISJÓÐABANKINN samdi í gær við 10 erlenda banka um tæp- lega 2,1 milljai-ðs lántöku til 5 ára. Er lánið í evrum og er þetta fyi-sta íslenska lánið í þeim gjaldmiðli, að sögn Ara Sigurðssonar, forstöðu- manns hjá Sparisjóðabankanum. Þýski bankinn Deutsche Bank og danski bankinn Den Danske Bank höfðu umsjón með lántökunni sem tókst vonum framar að sögn Ara. Lánið er 25 milljónir evra og er vaxtabyrðin 0,225% yfii- Libor-vöxt- um, sem er sama vaxtabyrði og á fyrsta fjölbankaláninu sem Spari- sjóðabankinn tók í júní sl. Segir Ari að um góð kjör sé að ræða þar sem markaðurinn hafi óneitanlega þokast upp á við á undanförnum mánuðum. Tilkynning um almennt útboö og skráningu á Verðbréfaþingi Islands Hlutafjárútboð Fjárhæð útboðsins er að hámarki 9.165.768 krónur að nafnvirði og er um að ræða nýtt hlutafé. Heildarnafnverð hlutabréfa félagsins verður 100.823.450 krónur að loknu útboði. Útboðsgengi er 3,60. Tilgangur með skráningu Hans Petersen hf. á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands er að auðvelda viðskipti með hlutabréf í félaginu, gera verðmyndun öruggari, auka upplýsingar um félagið og gera það opnara og aðgengilegra fyrir hluthafa, viðskiptavini og allan almenning. Forkaupsréttartímabil: 22. desember 1998 til 6. janúar 1999. Gangi ekki allt hlutafé út til forkaupsréttarhafa kemur til almennrar sölu frá 7. janúar 1999 til 14. janúar 1999. Skrái hluthafar sig fyrir öllu hlutafénu verður útboði lokað fyrr. Söluaðilar eru Búnaðarbankinn Verðbréf og útibú Búnaðarbanka íslands hf. Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf Hans Petersen hf. á Vaxtarlista þingsins. Niðurstöður útboðsins verða tilkynntar í viðskiptakerfi Verðbréfaþings íslands ásamt upplýsingum um endanlega skráningardagsetningu. Skráningarlýsing og önnur gögn um Hans Petersen hf. liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum og Hans Petersen hf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. I BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir ú trausti Nýr flug- vallarsljóri á Keflavík- urflugvelli UTANRÍKISRÁÐHERRA hef- ur skipað Björn Inga Knútsson í embætti flugvallarstjóra á Kefia- víkurflugvelh frá 1. janúar að telja, er Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri, lætur af störf- um sakir ald- urs. Björn Ingi er fæddur 31. Björn Ingi desember 1961. Knútsson Hann hefur lokið námi á sviði rekstrar flutn- ingakerfa við London School of Foreign Trade og University of Wales Institute of Science and Technology. Frá árinu 1977 til ársins 1996 starfaði Bjöm Ingi hjá Skipa- deild Sambandsins, síðar Sam- skipum. Á því tímabili var hann meðal annars deildarstjóri gáma- deildar, fulltrúi útgerðar í Bandaríkjunum, deildarstjóri stórflutningadeildar og að lokum fulltrúi útgerðar í Færeyjum. Frá febrúar 1996 til október 1998 starfaði Björn Ingi hjá Sofrona Unilines Holding SA á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu, fyrst sem rekstrarráðgjaíi og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs. Bjöm Ingi er kvæntur Önnu Berghndi Magnúsdóttur sjúkraliða og eiga þau þrjú börn. Marel hf. Nýr fram- kvæmdastjóri framleiðslu- ferils DR. HÖRÐUR Arnarson tekur við starfi framkvæmdastjóra framleiðsluferils Marels hf. frá og með næstu áramótum. Hörður hef- ur starfað hjá Marel hf. síðan 1986. Hann var deildarstjóri vömþróunar- deildar frá ár- inu 1991 og frá Dr. Hörður 1996 fram- Arnarson kvæmdastjóri vöraþróunarferils og mun hann gegna því starfí áfram. Hörður er fæddur árið 1962. Hann lauk prófi í rafmagnsverk- fræði frá HI árið 1986 og doktor- sprófi frá DTH í Kaupmanna- höfn árið 1990. Hörður fékk Hvatningarverðlaun Rannsókn- arráðs ríkisins 1992. Eiginkona Harðar er Guðný Hallgrímsdóttir og eiga þau þrjú böm. Leiðrétting Lára Long sel- ur reksturinn í FRÉTT í blaðinu í gær af nýj- um eigendum Ljósmyndarans i Mjódd var sagt að Jóhannes Long og Lára Long væru að selja reksturinn. Hið rétta er að nýir eigendur kaupa reksturinn af Lára Long sem rekið hefur stofuna undanfarin ár. Einnig skal tekið fram að mis- sagt var að Finnbogi Marinósson hefði unnið hjá Jóhannesi Long. Hann hefur unnið sl. 3 ár hjá Lára Long í Ljósmyndaranum í Mjódd. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.