Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 26

Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁSIN Á ÍRAK in í írak og myndir úr njósnagervi- hnöttum voru skoðaðar til að kanna árangur árásanna. Er myi'kur skall á í Bagdad hófust árásirnar að nýju. írösk yfírvöld tilkynntu að flug- skeyti hefðu hæft höfuðstöðvar ör- yggislögreglunnar í Bagdad, bygg- ingu leyniþjónustu hersins og all- nokkrar verksmiðjur. Arásimar voru m.a. gerðar með AGM-86- flaugum sem skotið er úr 52- sprengjuvélum. 246 breskar og bandarískar or- ustuflugvélar eru á Persaflóasvæð- inu. I’ar af em fjórar B-l-vélar, fímmtán B-52-sprengjuflugvélar, tugir F-14- og F-16-orustuflugvéla, tíu F-117-stealth-þotur sem sjást illa í ratsjám og tugir breskra Tornado-véla. Mikil áhersla er lögð á aðgerðir sem stefna lífí breski-a og banda- rískra hermanna ekki í hættu, enda er ljóst að almenningsálitið heima- íyrir getur snúist hratt gegn að- gerðunum reynist þær mannskæð- ar, hvort sem þær kosta marga her- menn eða óbreytta íraska borgara lífið. Ekkert mannfall var í röðum breskra og bandarískra hermanna fyrsta sólarhringinn en á seinni stigum árásanna er talið nauðsyn- legt að senda fleiri þotur yfir Irak og eykur það hættuna á því að ein- hverjar þein-a verði skotnar niður. Liðsflutningar halda áfram I dag, föstudag, er flugmóður- skipið Carl Vinson væntanlegt til Persaflóa og getur sjóherinn þá skotið um 500 flugskeytum til við- bótar á íraka. Þá verða 57 orustu- vélar sendar á svæðið. Nú eru um 3.000 bandarískir her- menn í Kúveit og 1.500 á leið þang- að. Pá eru einnig sérsveitir hersins, fjarskiptasveitir og varnarsveitir gegn efna-, sýkla- og kjarnavopnum auk Patriot-flugskeyta á leið til Persaflóa. Eiga þær að aðstoða ná- grannaríki Iraka, grípi þeir til vopna, og auka viðveru Bandaríkj- anna á svæðinu, en sl. ár hafa um 20.000 hermenn verið þar að meðal- tali. Búist er við að árásunum á Irak linni um helgina er hinn heilagi mánuður ramadan gengur í garð. Hins vegar er ljóst að þúsundir hermanna verða um kyrrt á svæð- inu. Bandaríkjamenn og Bretar ánægðir með árangur fyrstu árásanna á Irak Hæfðu yfir fímmtíu skotmörk í árásunum „VIÐ hefðum rétt skotmörk," sagði William Coben, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær er hann var spurður hvort fullyrðingar Iraka um að bandarísk og bresk flugskeyti hefðu orðið fjölmörgum óbreyttum borguram að bana væra réttar. Bandarísk og bresk stjómvöld hafa ekki viljað láta nákvæmlega uppi hver skotmörk þeirra í írak voru í fyrrinótt og í gær, þar sem vera kunni að gera verði nýjar árásir á þau, hafl þær fyrstu ekki heppnast. Henry Shelton, yfirmaður banda- ríska herráðsins, sagði að um fímm- tíu skotmörk hefðu verið hæfð og hefur Cohen lýst ánægju með ár- angur fyrstu árásanna. Þó hafa bandarísk yfirvöld gert ljóst að ekki sé gert ráð fyrir að þeim takist að eyða efna- og sýklavopnabúri Sadd- ams Husseins, leiðtoga Iraks, auk þess sem fyrirséð sé að fjöldi her- manna og hertóla verði á svæðinu næstu mánuði eða ár. Árásir breska og bandaríska hersins á skotmörk í Irak hófust um kl. 22 að ísl. tíma, kl. 1 að staðar- tíma, aðfaranótt fímmtudags. Um 2- 300 Tomahawk-flugskeytum var skotið frá bandarískum herskipum og úr breskum og bandarískum or- ustuvélum, m.a. B-52-sprengjuflug- vélum, á skotmörk í Irak. I kjölfarið skutu Prowler EA-6B-orustuflug- vélar HARM-flugskeytum til að lama loftvarnir og ratsjár Iraka. Vandasamt að skilgreina skotmörk Það hefur reynst þrautin þyngri að skilgreina skotmörkin í Irak, þar sem vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð- anna hefur ekki fengið fullan að- gang að öllum þeim stöðum sem það hefur viljað kanna, og vitað er að vopn og verksmiðjur hafa verið flutt til. Hafa menn einkum beint sjónum að lyfja- og skordýraeitursverk- smiðjum, brugghúsum og jafnvel matvælaverksmiðjum sem vopna- eftirlitið reyndi að fá að skoða. Þá er talið að reynt verði að eyðileggja flugher íraka, en hann á Mirage-, Tupolev- og MiG-þotur. Heimildarmenn, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að á meðal skotmarkanna í fyrstu árás- unum hafi verið flugskeytaverk- smiðja í A1 Taji, sem er um 30 km norðvestur af Bagdad, höfuðstöðv- ar öryggissveita Saddams í höfuð- borginni, og Jabul Makhul, ein af forsetahöllum Saddams sem er nærri borginni Samarra. Höllin er ein átta forsetahalla sem ná yfir geysistórt svæði og vopnaeftirlit SÞ telur að séu gejmislustaðir yfir efnavopn. Þá sögðu íranar frá því að eitt flugskeytið hefði lent í borginni Khorramshahr, sem stendur við írösku landamærín, austur af borg- inni Basra, þar sem mikil olíufram- leiðsla er. Hún olli nokkrum skemmdum en ekki er talið að hún hafi kostað mannslíf. Hins vegar er Ijóst að fyrsta árás- araldan kostaði bæði íraska her- menn og óbreytta borgara lífíð. Ekki liggur fyrir hversu margir írakar létust í fyrrinótt en írösk stjómvöld sögðu flugskeyti hafa lent í íbúðarhverfi og að fjöldi fólks hefði beðið bana. Bandarísk her- málayfirvöld segjast hafa lagt áherslu á að mannfall vei'ði sem minnst í írak en vöruðu stjómvöld við því að hjá því yrði ekki komist. 246 orustuflugvélar Er dagaði í gærmorgun flugu U-2-njósnaflugvéIar yfir skotmörk- Reuters Skemmdir í íbúðahverfi VERKAMENN gera við vatns- nótt er Bandaríkjamenn og Ieiðslu sem skemmdist í Karrada- Bretar gerðu flugskeytaárásir á íbúðahverilnu í Baghdad í fyrri- frak. ÁRÁSIN Pólitísku mark- miðin óljós Þótt hin herfræðilegu markmið loftárása á Irak ligffl fyrir eru hin pólitísku í besta falli óljós. Ásgeir Sverrisson fjallar um hinn lífseiga Saddam Hussein og veltir fyrir sér forsendum árásanna. ÞEGAR ákveðið er að láta vopnin tala verða markmiðin að vera ljós. Þetta á vitanlega við hin herfræði- legu markmið en gildir ekki síður um hin pólitísku. Hin herfræðilegu markmið árása Breta og Banda- ríkjamanna á írak eru skýr; það á að uppræta alla möguleika Sadd- ams Husseins, forseta íraks, á að framleiða gereyðingarvopn og refsa honum fyrir að hundsa sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit í landi hans. En hver eru hin pólitísku markmið þessara árása? Liggja þau skýrlega fyrir, er stuðningur við þau og eru líkindi til þess að þeim verði náð? Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ekki lýst yfir því að tilgangur- inn með herförinni gegn Irökum nú sé sá að koma Saddam Hussein frá völdum. Og vitanlega er því enn síður lýst yfir að Saddam Hussein verði drepinn gefi hann á sér færi. í Bandaríkjunum hefur sú regla verið í gildi frá því í forsetatíð Jim- my Carter (1977-1981) að valdi skuli ekki beitt í því skyni að ráða MARKMIÐIN þjóðhöfðingja af dögum. Er það jafnan eitt fyrsta verk nýs forseta að staðfesta reglugerð þessa en hana má rekja til mislukkaðra til- rauna bandarískra ráðamanna til að koma Fídel Castro Kúbuleið- toga fyrir kattamef. Clinton kallar eftir „nýrri stjórn“ í ávarpi sínu á miðvikudagskvöld sagði Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hins vegar að þörf væri á „nýrri stjórn" í írak. Þetta eru sýnilega þau boð sem Bandaríkja- menn hafa látið út ganga til banda- manna sinna í Evrópu. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðhen'a ís- lands, sagði efnislega í viðtölum við fjölmiðla í gær að hann hefði lengi verið þeirrar skoðunar að ný stjórn yrði að koma til skjalanna í írak ef takast ætti að stöðva hörmungar þær sem Saddam Hussein hefði kallað yfír þjóðina. Líkast til er þess ekki að vænta að hin pólitíska hlið loftárásanna nú verði skýrð nánar. Þessar yfir- lýsingar Clintons og stuðnings- manna hans í Evrópu eru æði óljósar og gera að verkum að erfitt verður að meta hvort tilgangi her- fararinnar hafi verið náð. Von manna á Vesturlöndum er sýnilega sú að hemaðaraðgerðimar verði til þess að veikja svo mjög stjórn Saddams forseta að skilyrði skap- ist fyrir hallarbyltingu. Nákvæm- lega engin rök hafa verið borin fram því til stuðnings að vænta megi þess að íraska þjóðin rísi upp gegn forsetanum og steypi honum af stóli. Útlægir stjórnarandstæð- ingar hvetja Vesturlönd til þess að fara með her inn í landið til að koma Saddam frá. Það verður ekki gert og geta útlægra hatursmanna Saddams til að móta atburðarásina verður áfram lítil sem engin. Raunar hafa komið fram vís- bendingar á síðustu vikum sem túlka má á þann veg að staða for- setans hafi veikst á heimavelli og TYRKLAND SÝRLAND Miðjarðar- > ý haí , ■■ ÍSRAEL < JÓRDANÍA SAUDI ARABÍA KÚVEIT HERAFLINN í PERSAFLÓA í fyrstu árás Bandaríkjamanna á írak í fyrrinótt beittu þeir 200 stýriflaugum, aðallega gegn loftvarnakerfi írakshers og forsetahöllunum. 22 skip og þar á meðal flugmóðurskipið Enterprise með 70 flugvélar um borð. Átta skip geta skotið stýriflaugum og geta verið með 300 alls. Flugmóðurskipið Carl Vinson með 70 flugvélar er væntanlegt á sunnudag. 130 árásar- og aðstoðarflugvélar með bækist. I Kúveit, Saudi-Arabíu og Tyrklandi. 15 langfleygar B-52-sprengju- flugvélar I Diego Garcia með um 100 stýriflaugar. 26.000 hermenn. Ein freigáta og birgðaskip. m 600 flugliðar. 12Tornado-orrustu-og sprengjuflugvélar I Kúveit en búist er við, að þær leiki stórt hlutverk I annarri árásahrinunni. Fjórar árásar- og sprengjuflugvélar í Tyrklandi og sex könnunarflugvélar I Saudi-Arabiu. Breskur herafli Bandarískur herafli Forseta- hallir [\| Flugbannsv. ÍRAN Um 165 flugvélar. 6.000 loftvarna- S Flugskeyti byssur (áætlað). < (ókunnur fjöldi). í Heimild: IISS, US State Department

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.