Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Hlutverk forsetans „En efforseti tekur ekki þátt í þeim um- rœðum, sem snerta fólk gæti það sþurt: Hvaða tilgangi þjónar kann?“ - Ólafur Ragnar Grímsson Komið hefur í ljós að íslendingar eru engan veginn sam- mála um hvers vegna þeir eru að reka embætti forseta Islands. Umræður um þetta efni hafa raunar verið lítt skipulagðar og einkennst af verulegri tilfínn- ingasemi enda hefur sú hefð skapast hér á landi að ekkert umdeilanlegt megi nokkru sinni segja um embætti forseta Is- lands og einstakling þann sem því gegnir. Er leitun að viðlíka „sjálfsritskoðun" í hinum vest- ræna heimi enda minnir hún einna mest á kommúníska skoð- anakúgun. Þetta er stórmerki- legt menning- VIÐHORF arlegtfyrir- —---- brigði, sem ís- Eftir Ásgeir lenskir fræði- Sverrisson menn taka vonandi til skoðunar er fram líða stundir. Engu er líkara en sjálf eining, heill og hamingja þjóðarinnar sé í hættu gerist einhver svo ófor- skammaður að velta fyrir sér hlutverki forseta Islands eða að gagnrýna þá þróun, sem átt hef- ur sér stað á vettvangi þessa embættis hin síðari ár. Skin- helgi, sem á stundum getur ver- ið drepfyndin en er þó oftar dapurleg, hefur lagst yfir þetta embætti. Umræðurnar nú hafa skapast vegna framgöngu Ólafs Ragn- ars Grímssonar í embætti. Var- ast ber þó að binda þær við per- sónu hans enda er nauðsynlegt að hlutverk forsetans verði rætt án tillits til þess hver embætt- inu gegnir. í umræðunum nú hefur mátt greina tvo meginstrauma. í öðrum herbúðunum eru þeir sem telja það ekki samræmast embætti forseta íslands að sá sem því gegnir tjái sig með af- gerandi eða gagnrýnum hætti um gang þjóðmála. Forseti eigi að halda sig utan deilumála. Honum beri fyrst og fremst að kynna sjónarmið Islendinga og þá sitjandi ríkisstjórnar erlend- is en koma fram sem „samein- ingartákn" á heimavelli. Forseti beri ekki pólitíska ábyrgð og því geti hann ekki lýst persónuleg- um skoðunum sínum t.a.m. á sviði utanríkismála. Þessi sýn á embættið felur í sér að málfrelsi forsetans er takmarkað. Hann er fjarlæg „fígúra“ á ofurlaunum, sem tal- ar til þjóðarinnar um óumdeil- anleg efni þegar hátíð er í bæ eða þegar nauðsynlegt reynist að minna á að Island er besta land í heimi og íslendingar merkasta menningarþjóð mannkynssögunnar. Erlendis er vægi hans lítið og tilgangur- inn með heimsóknum hans einkum sá að vekja tímabundið athygli misáhugasamra fjöl- miðlamanna á tilveru Islend- inga og framleiðslu íslenskra útflutningsfyrirtækja. I hinni fylkingunni standa þeir sem telja öldungis sjálfsagt og eðlilegt að forsetinn hafí leyfi til að tjá sig um það sem fram fer í landinu. Honum beri að vera þátttakandi í þjóðlífínu en ekki standa utan þess, upphaf- inn og fjarlægur. Þessi fylking virðist almennt hlynnt menning- ar- og sölufulltrúahlutverkinu erlendis. Fyn-nefnda sjónarhornið fel- ur í sér að embætti þetta verður að öllu jöfnu heldur dauflegt en uppsknifað og svipt inntaki þegar forsetinn talar til þjóðar- innar. Spyrja má einnig hvort hugmyndin um „sameiningar- táknið“ standist skoðun t.a.m með vísun til þess að núverandi forseti var, líkt og forveri hans í embætti, kjörinn án þess að baki hans stæði meirihluti þeirra, sem atkvæði greiddu. Síðarnefnda sjónarmiðið þarfnast og frekari rökstuðn- ings því þeir sem mæla hvað ákafast fyrir málfrelsi forseta bregðast einna verst við þegar aðrir, sem væntanlega hafa sama málfrelsi, nýta sér það til að gagnrýna framgöngu hans í embætti. Þá vaknar sú spuming hvernig þetta „alþýðlega“ sjón- arhorn fer saman við þá þróun í átt til konunglegra hirðsiða, með tilheyrandi sýndar- mennsku, sem einkennt hefur forsetaembættið síðustu 10-15 árin eða svo. Otalið er þriðja sjónarmiðið, sem fer ekki hátt enda leggja margir það að jöfnu við land- ráð. Samkvæmt því eru deilur þessu með öllu ástæðulausar einfaldlega vegna þess að með öllu er ástæðulaust að reka þetta embætti. Þeir sem eru þessarar hyggju fá ekki séð að forseti sinni neinum þeim störf- um, sem landsmenn geti ekki verið án eða aðrir geti ekki unnið. Telja þeir hinir sömu að þeim miklu fjármunum, sem varið er til að standa undir for- setaembættinu, beri að eyða í meira aðkallandi verkefni t.a.m. á sviði mennta- eða velferðar- mála. Um hvað má forseti Islands tala og hvað má hann segja? Þessi spuming er tekin að ger- ast áleitin. Afstaða núverandi forseta virðist skýr. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í viðtali við sænskt dagblað, sem tekið var á dögunum áður en hann hélt í opinbera heimsókn til Sví- þjóðar, að hann hefði „lýðræðis- legt umboð" frá þjóðinni þar sem hann væri kosinn beinni kosningu. Hann upplýsti ekki nákvæmlega til hvaða verka eða framgöngu hann hefði hlotið umboð þetta en orð hans hljóta menn að skilja á þann veg að hann hafi átt við aukna þátttöku forseta í þjóðlífinu. Blaðið hafði raunar eftir honum að nú ríki „aukinn vilji fyrir því að forseti gegni víðtækara hlutverki“. Ekki var tilgreint hvaða heim- ildir forsetinn hefði fyrir þessari ályktun. Hvert er hlutverk forseta Is- lands fyrst hann má ekki tjá sig um þau mál, sem hann ber ekki pólitíska ábyrgð á? Sjálfur segir Ólafur Ragnar Grímsson í fyrr- nefndu viðtali: „En ef forseti tekur ekki þátt í þeim umræð- um, sem snerta fólk gæti það spurt: Hvaða tilgangi þjónar hann?“ Þessi er einmitt kjarni máls- ins. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma Þurfum að viður- kenna vandann Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SIGRÍÐUR Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma. Staða dýralæknis hrossasjúkdóma var sett á laggirnar árið 1994 sem til- raunaverkefni í kjölfar þess að slíkar stöður höfðu smám saman verið sett- ar á fót fyrir aðrar búfjártegundir. Staðan er á vegum yfirdýralæknis í nánu samstarfi við Bændaskólann á Hólum. Sigríður Björnsdóttir hefur gegnt stöðunni frá upphafi og hefur hún aðsetur að Hólum. Hún sagði Ásdísi Haraldsdóttur frá hlutverki embættisins og hvaða verkefni hafa verið unnið á vegum þess. „Hlutverk sérgreinadýralækna er að taka heildstætt á heilbrigðisvanda- málum í hverri búgrein fyrir sig og leita íyrirbyggjandi aðgerða,“ sagði Sigríður. „Við höfum verið að mestu laus við smitsjúkdóma í hrossum hér á landi þar til í vetur að smitandi hitasótt barst til landsins. Tveir sjúkdómar hafa þó staðið hrossa- ræktinni nokkuð fyrir þrifum, sér- staklega þegar kemur að útflutningi. Annar er sumarexem og hinn er spatt. Það vantaði tilfinnanlega grunnupplýsingar um þessa sjúk- dóma og hversu stórt vandamál þeir eru.“ Spatt stærra vandamál en búist var við Sigríður hefur stýrt viðamikilli rannsókn á spatti og er rannsóknin doktorsverkefni hennar við Dýra- læknaháskólann í Uppsala í Svíþjóð. Helgi Sigurðsson sérfræðingur í hrossasjúkdómum og sérfræðingar við Dýralæknaháskólann í Uppsala unnu með Sigríði að rannsókninni. „Við höfum reynt að átta okkur á hversu útbreitt spattið er, en um er að ræða sjúkdóm sem byrjar með brjóskeyðingu í smáliðum hækilsins sem leiðir svo til kölkunar í liðunum. Eins konar slitgikt," segir Sigríður. „Niðurstöðurnar leiddu í ljós að sjúkdómurinn er mun algengari en áður hafði verið talið og vísbending- ar komu fram um að hann sé arf- gengur og tengist byggingu hrossa. Eftir þessa rannsókn höfum við ágætis yfirlit yfir stöðuna, en vitum samt ekki nóg. Við verðum að afla meiri upplýsinga um sjúkdóminn áð- FRAMLEIÐNISJÓÐUR og Út- flutnings- og markaðssjóður hafa ákveðið að skerpa línurnar á milli sín hvað varðar styrk- veitingar til hrossa- ræktarinnar. Að sögn Bjama Guðmundsson- ar formanns Fram- leiðnisjóðs mun sá sjóður einbeita sér að þróunar- og rannsókn- arverkefnum. Bjarni Guðmunds- son sagði að á undan- fórnum árum hefðu 12- 15 miHjónir króna runnið til hrossarækt- arinnar úr Framleiðni- sjóði. Ymis verkefni hefðu verið styrkt, meðal annars þau sem tengjast útflutningi og einnig uppbygging aðstöðu á ein- staka búum, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að í framtíðinni verði lögð meiri áhersla á að styrkja verkefni sem kæmu heildinni að gagni. Tvær umsóknir um styrki liggja nú fyrir hjá Framleiðnisjóði og verður ákvörðun um þær teknar á fundi 19. janúar næstkomandi. Annars vegar er um að ræða um- sókn frá Félagi hrossabænda um ur en ákveðnar fyrirbyggjandi að- gerðir geta hafist.“ Fyrir tveimur árum hófst rann- sókn á sumarexemi og er verkefnið byggt upp á svipaðan hátt og spatt- verkefnið, það er að segja að reynt er að sýna fram á arfgengi veikleika fyrir sumarexemi. Sumarexem er of- næmi fyrir flugum sem ekki er að finna hér á landi, en íslenskir hestar komast í kynni við eftir útflutning. „Nú þegar liggja fyrir vísbending- ar um að veikleikinn fyrir sjúkdómn- um tengist ákveðnum vefjaflokkum sem eru arfgengir. Út frá því verður kannað hvort greina megi veikleik- ann í erfðaefninu. Nú hefur verið safnað gögnum um 400 hross sem flutt hafa verið úr landi og koma úr 15 þekktum ættum. Unnið er að því að slá þessi gögn inn í gagnagrunn og í framhaldinu verð- ur kannað hvort við finnum ákveðnar ættir með háa tíðni og lága. Sá orðrómur að munur sé á tíðni styrk til að undirbúa kynningu á hestamennsku í grunnskólum landsins. Hins vegar er umsókn um styrk til rannsókna á sumarexemi. Er þetta verkefni unnið í sam- vinnu yfirdýralæknis- embættisins, Bænda- skólans á Hólum, Dýralæknaháskólans í Hannover og Keldna, eins og kemur fram í viðtali við Sigr-íði Björnsdóttur á öðrum stað hér í hestaþættin- um. Bjarni segir þetta gríðarlega stórt verk- efni og má búast við að það taki langan tíma. Hann segir að gríðarlegui' áhugi sé meðal hrossaræktenda á að unnið verði af krafti að rannsóknum á sumarexemi, enda virðist sjúkdóm- urinn vera farinn að hafa mikil áhrif á útflutning hrossa héðan og því verði að reyna að finna lausn á vandamálinu. Það sé borðliggjandi að ef verða á við óskum um styrk sem þennan muni nánast allt það fjámagn sem ætlað er til hrossa- ræktarinnar úr Framleiðnisjóði renna til þeirra. sjúkdómsins milli ætta hefur legið í loftinu meðal hesta- manna. En sumarexem er ákaflega háð umhverfisþátt- um og því getur verið erfitt að sýna fram á arfgengi sjúk- dómsins.“ Arfgengiverkefnið er sam- starfsverkefni rannsóknar- stofu í erfðatækni hrossa við stofnun sem heitir Animal Health Trust í New Market á Englandi, Hólaskóla, Til- raunastöðvarinnar á Keldum og Bændasamtakanna. Framlag Islendinga felst fyrst og fremst í gagna- grunninum og arfgengiút- reikningum sem Ágúst Sig- urðsson búfjárerfðafræðing- ur hefur umsjón með. En erfðatæknihlutinn verður unninn í New Market og fjármagnaður af þeirri stofn- un. „Við munum þó taka þátt í þeirri vinnu með það í huga að flytja þekkingu í erfða- greiningu hrossa hingað heim. Eg sé fram á að hún muni nýtast í framtíðinni við DNA- gi-einingar til dæmis vegna staðfest- ingar á ættemi hrossa. Fjöldi sýna er sendur til faðernisgreiningar í út- löndum og mikil þörf er á að flytja þá vinnu hingað heim. Ekki er ólíklegt að fleiri rannsóknarverkefni muni í framtíðinni liggja á þessu sviði. En það þarf að rannsaka sumarex- em á breiðari grundvelli. Nú er unn- ið að því að koma á rannsóknarverk- efni í samstarfi við rannsóknastofu í ónæmisfræði við Dýralæknaháskól- ann í Hannover í Þýskalandi. Það verkefni er á sviði ónæmisfræði í þeim tilgangi að varpa skýrara Ijósi á eðli sjúkdómsins og þróa aðferðir til greiningar.“ Nauðsynlegt að verja hrossin gegn smitsjúkdómum Starf Sigríðar hefur frá því í vetur mikið snúist í kringum hitasóttina sem fyrst varð vart í hrossum hér á landi í febrúar. Þrátt fyrir að enn sé ekki vitað með vissu hvaða veira olli hitasóttinni segir hún að ýmislegt sé vitað um veikina og hvernig veii’an hegðar sér. Vilhjálmur Svansson dýralæknir, doktor í veirufræði, hef- ur verið ráðinn til að sinna grunn- rannsóknum í leit að veirunni á Keldum. Eftir að allar venjulegar mótefnamælingar og ræktunarað- ferðir hafa bi-ugðist verður nú hafist handa við mikla leit í rafeindasmá- sjá. Mikið magn sýna er til frá því sóttin gekk yfir og nýlega voru sótt sýni austur á land og vestur í Dali þar sem hross voru veik fyrir fáein- um vikum. Sigríður hefur tekið sam- an upplýsingar um faraldsfræði sjúkdómsins og er skýrslu um út- breiðsluna að vænta á næstunni. „Við vitum ekki hvernig hitasóttin á eftir að hegða sér hér í framtíðinni, til dæmis hvort þau hross sem ekki urðu veik, eða virtust ekki verða það, hafa myndað ónæmi og hversu lengi það ónæmi varir,“ "sagði Sigríður. „Það kom nokkuð á óvart að hita- sóttin lagðist ekki eins þungt á hross sem voru á útigangi og þau sem voru inni. Það hlýtur að skýi'ast á því að smitálagið er minna úti en þess ber að gæta að við vorum mjög heppin með veður. Þó kom í ljós að flest hross drápust úr hitasóttinni í verstu hretunum sem gerði í byrjun mai's á Suðurlandi og í júlíbyrjun á Norður- landi. Útigangur hrossa krefst þess að þau séu mjög heilbrigð. Hvers konar öndunarfærasjúkdómar gætu reynst hættulegir. Þess vegna verðum við að halda þeirri stefnu eins og kostur er að verja hrossastofninn gegn smitsjúkdómum. Ef alvarlegir sjúkdómai-, til dæmis hestainflúensa, yrðu landlægh- yrði Fr amleiðnisj ó ður breytir um áherslur Bjarni Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.