Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 18
6 0 T T F ó L K • SlA 18 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta ffokks afgreiðsfa EJS er leiðandi á sviði afgreiðslutækni (yrir verslanir, veitingahús og gármálaiyrirtæki. Fímmtudagínn 3. júní bjóðum við til kynningar á afgreiðslutækni með áherslu á lausnir fyrir verslanir og veitingahús. Lausnir fyrir mismunandi þarfir verða kynntar I þingsal 5 en hugbúnaðarlausnir og tækjabúnaður verða til sýnis í hliðarsal. “ Afgreiðslukerfið Auður er hannað af EJS og er fáanlegt fyrir allar gerðir nútíma afgreiðslu- s tækja. Tæknimenn BS setja afgreiðslukerfin upp, kenna starfsfólki og veita rekstrar- og viðhaldspjónustu samkvæmt vottuðu gæðakerfi. EJS er eina tölvufyrirtækið á íslandi með gæðavottaða þjónustu. Oagskrá: í pingsal 5 („bíósal") verða kynningar sem miðast við þarfir mismunandi notenda 13:00 Sérverslanir 14.-00 Veitingahús 15:00 Matvöruverslanir 16:00 Vörustýringarkerfið MMDS og verkefni EJS fyrir verslanakedjur í Astralíu og Asíu Samhliða kynníngarfyrirlestrum verður kynning á vörum og pjónustu EJS í þingsal 4 frá kl. 13:00 - 17:00. EJS hf. 4- 563 3000 ♦ www.ejs.is ♦ Grensásvegi 10 * 108 Reykjavík VIÐSKIPTI Olis hf. kaupir allt hlutafé í Ellingsen ehf. og tekur við rekstri félagsins --------------------------- Morgunblaðið/Árni Sæberg VERSLUN Ellingsens við Ánanaust. Þjónusta fyrirtækisins við sjávarútveginn styrkt OLÍUVERSLUN ÍSLANDS hf., Olís, hefur keypt allt hlutafé í Ell- ingsen ehf. og tekur við rekstri fé- lagsins í dag. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Ellingsen ehf. er gamalgróið fjölskyldufyrir- tæki og hefur verið í eigu Othars Peters Ellingsens og afkomenda hans frá því hann stofnaði verslun í Reykjavík árið 1916. Blendnar tilfinningar Óttar Birgir Ellingsen, fráfar- andi framkvæmdastjóri Ell- ingsens, segir að hluthöfum hafi fundist tímabært að kveðja fyrir- tækið. „Eignaraðildin var orðin dreifð og margir voru í rauninni farnir að hafa áhuga á að fá eign sína útborgaða," segir hann. „Þeg- ar við fengum gott tilboð frá Olís var ákveðið að slá til,“ segir Óttar og segir aðspurður að fyrirtækið hafi ekki verið illa statt. Óttar segir blendnar tilfinningar INTER Bíldshöfða 20 Reykjavík SPEEDQ Morgunblaðið/Þorkell EINAR Benediktsson, forstjóri Olís, (t.v.) og Gísli Örn Lárusson, stjórnarformaður Ellingsens ehf., innsigla samninginn með handa- bandi. Fyrir aftan eru (f.v.): Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri elds- neytis- og smurolíusviðs Olís, Kristján B. Ólafsson, fjármálastjóri Olís, Samúel Guðmundsson, forstöðumaður áhættustýringar og hagdeildar Olís, og Óttar Birgir EUingsen, fráfarandi framkvæmdastjóri Ell- ingsens ehf. fylgja sölunni. „Þetta eru ákveðin kaflaskil; þeim fylgir annars vegar tilhlökkun vegna nýrra viðfangs- efna og hins vegar tregi vegna þess hversu lengi fyrirtækið hefur verið í eigu fjölskyldunnar." Hann vill ekki gefa upp kaupverð. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir hvata kaupanna vera þann, að Olís vilji skjóta enn frek- ari stoðum undir þjónustu fyrir- tækisins við sjávarútveginn. Vaxt- armöguleikar séu ekki miklir á hefðbundnum eldsneytismarkaði. „Við höfum ákveðið að hasla okkur völl í að auka þjónustu við núver- andi viðskiptavini og einkum þá sjávarútveginn. Þetta er liður í þeirri stefnumörkun félagsins," segir hann. Liður í bættri þjónustu Einar segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort fyrirtækið hygð- ist ganga lengra í þá átt. „Við höf- um engin áform um það á þessari stundu. Fyrir nokkrum árum fór- um við að starfa eftir fyrrgreindri stefnu. Þá hófum við sölu á hreinsikerfum, hreinsiefnum, pappírsvöru og ýmsum efnavörum fyrir fiskiðnaðinn og útgerðina. Sú starfsemi hefur verið efld með markvissum hætti á síðustu miss- erum og núna erum við líklega orðin einn stærsti söluaðili á þess- um vörum hér á landi,“ segir Ein- ar. „Við höfum hugsað okkur að hafa augun opin fyrir tækifærum til þess að efla þjónustu okkar við sjávarútveginn, hvort sem það verður með kaupum á einstaka fyrirtækjum eða með því að efla eigin rekstur.“ Að sögn Einars mun Olís skoða rekstur Elhngsens á næstu vikum og kanna hvort breytinga sé þörf. „Við teljum að Ellingsen ehf. sé gott félag með traust nafn og traust viðskiptavina sinna. Við höf- um hugsað okkur að efla þjónust- una á grundvelli þess. Við erum op- in fyrir því að auka starfsemina,“ segir hann. Aukin erlend verð- bréfaviðskipti • ERLEND verðbréfaviðskipti hafa aukist verulega það sem af er þessu ári, og í Morgun- punktum Kaupþings hf. í gær kemur fram að á fyrstu fjór- um mánuðum ársins hafi er- lend verðbréfaviðskipti numið 37 milljörðum króna. Það er rúmlega 80% aukn- ing frá sama tímabili í fyrra þegar verðbréfaviðskipti fyrstu fjögurra mánaða ársins námu rúmum 20 milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.