Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 64
y 64 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk YOU KN01a),CHARLIE 0ROU)N, BA5EBALL 15 A REAL TMINKIN6 6AME.. I WAS JU5T THINKIN6 MOU) DIFFERENT THI5 lOORLP MI5HT BE IF BEETHOVEN HADMARRIEP ANTONIE BRENTANO.. BUT,TMEN,U)HAT IF HE HAP MARKIEP ÖIOLIETTA 6UICCIARPI? I JU5T PON'TKNOU) CATCHER5 HAVE TOO MUCH TIME TOTHINK.. Þú veist, Kalli Bjarna, hafnabolti fær mann til að hugsa... Ég var að hugsa um hve heimurinn gæti verið allt öðruvísi ef Beethoven hefði gifst Antonie Brentano.. En hvað ef hann hefði gifst Giulietta Guicciardi? Ég veit það bara ekki Gríparar hafa of mikinn tíma til að hugsa.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Mannréttindi - að reykja ekki Frá Auðuni Braga Sveinssyni: LESENDABRÉF í JP Köbenhavn 28. apríl 1999, frá Bo Larsen, Nan- sensgade 31,1366 Köbenhavn K. Kæri sjúkrahúsnotandi! Ég heimsótti þig í dag og sá að þú hafðir enn á ný verið lagður inn til rannsóknar á krabbameini því, sem að þér er. Það krabbamein hefur á liðnum tveimur árum etið sig inn í þig og skilið eftir sig augljós merki. Við hlið þér í öðru hvítu sjúkra- rúmi lá ungur maður, sem nýlega var skorinn upp. Guð var ekki jafn gjöfull við ykkur tvo. Hann var fæddur með líkamlegan ágalla, sem þú þurftir ekki að bera, þegar þú varst ungur. Hann á erfítt líf, en lifír áfram. Hann berst íýrir því, sem lífíð hefur kennt honum. Hann vill ná því besta út úr því, jafn lengi og hægt er. En þú neytir allra bragða til að minnka lífsmöguleika þína. Þú breytir jafnvel ekki lífsvenjum þín- um eftir fjórða uppskurðinn! Ungi maðurinn við hlið þína getur ekki leyft sér þau „mannréttindi" og lúxus að byrja að reykja. Sjúk- leiki hans dræpi hann auðveldlega, áður en að þvi kæmi. Er ekki und- arlegt, hversu ólík við erum? Einn er á verði um líf sitt, en öðrum virð- ist standa á sama um það. Eigum við að haga okkur á annan veg og bjóða þeim, sem i raun og veru vilja lifa, betri umhyggju, en þeim líknarmeðferð, sem stendur á sama? Já, hvers vegna spyr ég þig? Er það ekki þannig, sem við högum okkur í voru litla landi? Við tökum frá þeim, sem mest hafa, og réttum þeim, sem minnst hafa. En mín eiginlega spurning til þín, kæri sjúkrahúsnotandi, er: Getum við haft sama háttinn á í sjúkrahús- geiranum? Við tökum frá þeim, sem eiga nóg eftir af lífinu, en gefum þeim sem minna eiga eftir af þvi. Ofanritað varð til, eftir að ég tók að hugleiða alvarlega umsögn, sem sjúklingur á Ríkisspítalanum lét frá sér fara í blaðinu „JP Köbenhavn" fímmtudaginn 22. apríl 1999: „Það eru „mannréttindi að reykja“. Jæja, gott og vel, en eru það þá ekki mannréttindi að vera laus við reyk- ingar? (Auðunn Bragi Sveinsson snaraði.) AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Máttur fjölmiðlanna Frá Ólafi H. Hannessyni: NÚ hafa Manchester United unnið bæði Englandsmeistaratitil og bik- arkeppnina í knattspymu og eiga það eflaust skilið. Þeir eru með eitt af bestu liðum Englands og spila fallega og árangursríka knatt- spyrnu, ef Roy Keane er undanskil- inn, sem er að öðrum ólöstuðum, einhver grófasti leikmaður sem sést á vellinum. Hann hefur þó aldrei fengið rauða spjaldið ef ég man rétt og þykir mörgum það furðulegt. Sumir segja að dómararnir þori ekki að reka fyrirliða United út af, slík er yfirburðastaða Manchesterliðsins í fjölmiðlum. Velta United skiptir milljörðum og nálgast íslensku fjárlögin, svo menn sjá að þeir eru ekkert lamb að leika sér við. Þegar Manchester United léku við Tottenham í síðasta leik um meistaratitilinn og sigruðu með tveimur mörkum gegn einu, voru það ekki rétt úrslit. Þegar Beckham skoraði jöfnunarmarkið var gróf- lega brotið á einum liðsmanna Tottenham áður en boltanum var spymt til Beckhams, sem skoraði. A síðustu mínútum leiksins sleppti dómarinn augljósri vítaspyrnu á Manchester United, þar sem bolt- anum var sparkað af 7-8 metra færi í hönd eins leikmanns Manchester United og það er mikið lengra færi en dómarar hafa leyfi til að meta sem „playing distance“ sem er 6 fet eða tæpir tveir metrar að hámarki. Af hverju sleppti dómarinn víta- spymunni og af hverju sýndi hvor- ug sjónvarpsstöðin atvikið ekki aft- ur í endursýningu, eins og venjan er í slíkum tilfellum? Hvað hafa marg- ar vítaspyrnur verið dæmdar á Manchester United á heimavelli þess á undanförnum ámm, miðað við önnur félög? Það gæti orðið skemmtileg tölfræði. Einn besti dómari Bretlands, ef ekki Evrópu, Ellery, átti að dæma leikinn en boðaði forföll eftir stans- lausar árásir á sig í fjölmiðlum, bæði frá Ferguson framkvæmda- stjóra Manchester og ljósvakamiðl- um Murdock, sem á Sky-sjónvarps- veldið og er að reyna að kaupa Manchester United. Astæðan fyrir þessum fólskulegu árásum var sú, að dómarinn leyfði sér að dæma vítaspyrnu á Manchester United og rak Dennis Irwin út af í leik á móti Arsenal. Svona er nú knattspyrnan, en maður veltir oft vöngum eftir á. ís- lenskir fjölmiðlamenn í lofti og á láði sem fjalla um iþróttir era mjög góðir og hæfir, en af hverju segja þeir ekki sannleikann þegar Manchester United á í hlut? Ég trúi því ekki að annarleg sjónarmið ráði fór en hvað þá? ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.