Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MYNPBÖNP j Vönduð fjölskyldu- mynd Mikilmennið (The Mighty)___________ II r a m a ★★★'A Framleiðendur: Jane Startz og Simon Fields. Leikstjóri: Peter Chelsom. Handrit: Charles Leavitt. Byggt á skáldsögu Rodman Philbrick. Kvik- ^ myndataka: John De Borman. Aðal- hlutverk: Sharon Stone, Kieran Culk- in og Elden Henson. (97 mín) Banda- ríkin. Skífan, maí 1999. Öllum leyfð MIKILMENNIÐ er gerð eftir vinsælli bamabók eftir Rodman Philbrick og fjallar um vináttu tveggja drengja sem eru algerar andstæður hvað vitsmuni og líkams- byggingu varðar. Annar er risavax- inn og treggáfað- ur en hinn líkam- lega vanþroskaður og bráðskýr. Báð- ir eru útskúfaðir af jafnöldrum sín- um en saman mynda þeir sterka heild sem fleytir þeim áfram í harðri lífsbaráttunni. Hér er á ferðinni kvikmynd sem óhætt er að segja að beri höfuð og herðar yfir þann gæðastaðal sem rfkjandi er í gerð bandarískra fjöl- skyldumynda. Kvikmyndin kallast skemmtilega á við skáldsöguformið og kemur jafnframt til skila ákaf- lega djúpri og innihaldsríkri sögu um mannleg samskipti, ljósar og ' dökkar hliðar tilverunnar. Leik- stjórinn hefur góða stjóm á dramat- ískri uppbyggingu og nær að hrífa áhorfandann án þess að fara út í óhóflega væmni. Traustir leikarar leggja sinn skerf til heildarinnar, en þar standa þau Kieran Culkin (yngri bróðir Macaulay úr Aleinn heima), Elden Henson og Sharon Stone uppúr. Mikilmennið er vönd- uð og hjartnæm kvikmynd sem á erindi við böm jafnt sem fullorðna. Heiða Jóhannsdóttir FÓLK í FRÉTTUM JOHN Wayne í Óskarsverðlaunaham sem hinn eineygði, ölkæri og illskeytti Roost- er Cogburn marskálkur í True Grít. ALRIKISLÖGREGLUMAÐURINN Lloyd Nolan hvetur sína menn til dáða í The House On 92nd Street. HENRY HATHAWAY HANN hafði það orð á sér að vera illvígasti og kröfuharðasti leiksljóri HoIIywood þegar kom að leikurunum, jafnframt einn sá áreiðanlegasti og gifturikasti hvað snerti gæði og velgengni rnyndanna. A einum lengsta ferli leikstjóra í allri kvikmyndasög- unni gerði hann hartnær 70 myndir. Henry Hathaway (1898-1985) gekk snemma til liðs við iðnaðinn í Hollywood. Móðir hans var leikkona og stráksi fylgdi henni gjarnan til vinnu sinnar í kvikmyndaverunum. Það leiddi til þess að hann var sjálfur farinn að taka að sér smáhiut- verk á fyrsta áratug aldarinnar. Síðan tóku við störf bak við myndavélarnar, þar kunni hann fljótlega betur við sig og eftir herþjónustu í fyrra stríði varð hann einn eftirsóttasti aðstoðar- leikstjóri borgarinnar. Sem slíkur starfaði hann allan þriðja áratuginn, ósjaldan með mönnum á borð við Josef von Sternberg og Victor Fleming. Öfugt við aðstoðarleikstjóra í Evrópu, sem starfa náið með að- alleikstjóranum, er hlutskipti þeirra bandarísku frekar í ætt við verkstjórastarf á tökustað og hefur lítið að gera með hina skapandi hlið kvikmyndagerðar- innar. Sú reynsla, sem Hathaway fékk á þessum árum, nýttist hon- um einkar vel, hann þótti með traustustu og kunnáttusömustu mönnum sinnar stéttar, gerði sjaldan eða aldrei umtalsverð mistök, myndir hans hinsvegar undantekningarlitið vel og oft langt yfir meðallagi. Hinn afger- andi, persónulegi stíll Hathawa- ys, sú afdráttarlausa og skilvirka nálgun sem yfirleitt einkennir myndir hans, skapast að miklu leyti af ákveðinni notkun töku- vélanna, sem hann notar gjarnan líkt og klippiborð. Atriðin yfir- leitt fastmótuð af þessari bein- skeyttu notkun. „Það liggur grundvailarástæða að baki hvers atriðis," sagði hann einhvem tíma, „drífðu þig á braut um leið og þú hefur fangað það. Þetta er spurning um tímasetningu og að koma því frá sér sem manni ligg- ur á hjarta og forða sér síðan frá utanaðkomandi áhrifum“. Það liggur kannski ekki eftir Hathaway neitt hinna óumdeilan- legu snilldarverka kvikmynda- sögunnar, en maðurinn var ein- stakur fyrir óslitna röð hágæða- mynda á ferli sem spannaði yfir Qörutíu ár. Það hefur enginn leikið eftir. Hann hóf leikstjórn- arferilinn hjá Paramount á íjórða áratugnum en eftir mis- sætti flutti hann til 20th Century Fox, þar sem hann vann nánast sleitulaust síðan. Hélt velli langt framá sjöunda áratuginn. Þegar leikstjórar af hans kynslóð hurfu unnvörpum af sjónarsviðinu og settust í helgan stein - ekki síst vegna breytinga hjá kvikmynda- verunum - stýrði Hathaway þremur af sínum vinsælustu myndum: How the West Was Won (‘62), The Sons ofKatie Eld- er (‘65) og True Grit (‘69). Hann sagðist þó aldrei hafa hafnað handriti hjá Fox (breytti þeim frekar eftir eigin höfði), því voru myndir hans af margvíslegaum toga. Ekki minnist þessi afkasta- maður þess að hafa átt eitt ein- asta vansælt augnablik við störf sín. Á fyrstu leikstjórnarárunum fékkst Hathaway einkum við B- vestra með Randolph Scott, gerða eftir sögum Zane Grey. A- myndir tóku fljótlega við, þeirra á meðal nokkrar með Gary Cooper, sem þá var að ná miklum vinsældum. Ein þeirra, The Lives ofBengal Lancer (‘35), var til- nefnd sem besta mynd ársins og Hathaway sem besti leikstjórinn. Þá var röðin komin að Peter Ibbetson (‘35), Ijóðrænu, róman- tísku drama á allt öðrum nótum en fyrri myndir hans. Hathaway komst eigi að síður mjög vel frá sínu, en sneri aldrei aftur að slíku verkefnavali. Þeir Cooper héldu áfram samstarfinu, m.a. á höfum úti í myndinni Soul At Sea (‘37). Orðstír Hathaways jókst til mikilla muna með vestranum The Trail ofthe Lonsome Pine (‘36), fyrstu myndinni sem var raunverulega tekin í lit á töku- slóðum. Hefðbundin saga af gamla skólanum með Henry Fonda og Sylviu Sydney, og varð fyrsta litmynd sögunnar til að njóta umtalsverðra vinsælda. Nú var Hathaway búinn að ávinna sér traustan orðstír sem Qölhæf- ur og dugandi kvikmyndasmiður og leiðin lá til Darryls F. Zanuck og Johns Wayne hjá Fox. Fyrsta samstarfsverkefni þeirra félaga af mörgum var Home in Indiana (‘44). í kjölfarið fylgdu íjölmarg- ar (oftast svart/hvítar) stríðs- myndir og spennumyndir, sem hann leikstýrði framá sjötta ára- tuginn. Beinskeyttur stíll Hathaways hentaði einkar vel nýjustu sveifl- unni í kvikmyndaborginni - spennumyndum teknum á vett- vangi atburðanna. Fyrst var The House on 92nd Street (‘45), frumraun leikstjórans við fílm noir formið. Þá kom James Cagney í Thirteen Rue Madel- eine (‘46), gerð til heiðurs helju- dáðum OSS herdeildanna í HENRY Hathaway (lengst t.v.) að störf- um ásamt Paul Dougla (í miðju) og Ric- hard Basehart í Fourteen Hours. seinna stríði. Kiss ofDeath (‘47) er af mörgum talin í hópi bestu rökkurmynda sögunnar. í Caii Northside 777 (‘48) hélt hann sig enn í myrkri veröld glæpa, hélt með James Stewart og öðrum úr- valsmannskap norður til Chicago og þykir nota tökuslóðirnar óhemju vel. Fourteen Hours (‘51) er athyglisverð og vel gerð mynd um mann sem hyggst fremja sjálfsmorð og velviljaðan lögreglumann sem letur hann verknaðarins. Ric- hard Basehait og Paul Douglas fara báðir á kost- um í aðalhlutverkunum. Niagara (‘52) er spennu- mynd í anda Hitchcocks og ein af bestu myndun- um á brokkgengum ferli Marilyn Monroe. Vett- vangsleikstjórinn Hat- haway fór víða um lönd með mannskapinn sinn. The Black Race (‘50), Seven Thieves (‘60) og Circus World (‘64) voru allar teknar í Evrópu, White Witch Doctor (53) í svörtustu Afríku. Líkt og upphafið snerist lokaþátturinn á ferli Hat- haways mest um villta vestrið, og John Wayne kom mikið við sögu í hverri aðsóknar- og stór- myndinni á eftir annarri. Það fór vel á því. Kvik- myndahúsagestir minnast Hathaways ekki síst fyrir að vera einn aðal-leið- sögumaður og arkitekt þess villta vesturs sem tók hug manns allan á unglingsárunum, með sinum heillandi, óspilltu víð- áttum, sterku persónum, góðum og siæmum, indíánum, landnem- um, undir hrífandi tónlist Alfreds og Lionels Newmans, Elmers Bernsteins, teknum af listfengi Luciens Ballards, Charles Langs og ámóta snillinga, og hefur ekki vikið Iangt frá manni siðan. Sigild myndbönd THE HOUSE ON 92ND STREET (‘45) ★*★★ Byggð á sönnum atburðum. Á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar komst Alríkislögreglan á snoðir um njósna- hreiður nasista í New York. Þar var einkum verið að afla upplýsinga um kjarnorkutilraunir Bandaríkja- manna. Myndin er fjarri því að vera venjulegur njósnatryllir og er enn í dag mikill áhrifavaldur. Vettvang- stökur í heimildarmyndastíl með traustum en (þá) lítt þekktum leikur- um (William Eythe, Lloyd Nolan, Signe Hasso, Leo G. Carroll) gerir myndina einstaka og trúverðuga. Yf- ir henni er sjaldséður, raunverulegur og ógnvekjandi blær sem minnir áhorfandann óþægilega á að hann er hvergi hultur fyrir myrkraverkum illra afla. TRUE GRIT (‘69) ★★★‘/2 Tveir af fremstu kunnáttumönnum vestrans, Hathaway og John Wayne, leiða saman hesta sína, útkoman einn síðasti alvöruvestri aldarinnar. Way- ne fer á kostum sem eineygður, sídrukkinn og viðskotaillur laganna vörður, sagður besti úrhrakafangari vestursins. Því er hann valinn af ungri stúlku (Kim Darby) til að koma réttlætinu yfir morðingja föður henn- ar. Krydduð ósviknun\ vel völdum skapgerðarleikurum í aukahlutverk- um (Dennis Hopper, Robert Duvall, Strother Martin, Jeff Corey), sem gera óhemju mikið fyrir þessa líflegu skemmtun. Enginn þó betri en „Du- ke“ Wayne, sem hlaut sinn fyrsta og eina Óskar á ferlinum, fyrir bragð- mikla og ógleymanlega túlkun á rustamenninu ölkæra en hjarta- hreina, Rooster Cogburn. KISS OF DEATH (‘47) irkir'k Ein magnaðasta film noir allra tíma, segir ólánssögu atvinnulauss heimil- isföður, fyrrverandi smáglæpamanns (Victor Mature). Hann er neyddur af lögregluyfirvöldum til að blanda sér í hóp gamalla kunningja í undir- heimunum, launin eiga að vera sakar- uppgjöf. Verkefnið tiltölulega áhættulaust en allt fer á verri veg. Trúverðug og raunsæisleg mynd með öflugum leikhóp sem í eru m.a. Karl Malden, Brian Donlevy o.fl. af bestu skapgerðarleikurum þessa tímabils. Enginn slær þó við Richard Wid- mark, sem framkallaði gæsahúð hjá áhorfendum hvarvetna, sem síflissandi, geðbilaður óþokki, í einu óhugnanlegasta atriði kvikmynda- sögunnar - er hann rúllar konu í hjólastól fram af stigabrúninni. Var endurgerð af Barbet Schroeder ‘65, með minnisstæðum árangri. i/m: 0* ff Sæþjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.