Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT # •• Fyrsti dagur réttarhaldanna yfír Abdullah Ocalan Ocalan heitir Tyrkj- um aðstoð sinni Imrali, Diyarbakir. AFP. RETTARHOLD í máli Abdullah Öcalans, skæruliðaforingja aðskiln- aðarhreyfingar Kúrda (PKK), hófust í gær á Imrali-fangelsiseyj- unni í Marmarahafi þar sem Öcalan hefur verið haldið föngnum síðan í febrúar er hann var handsamaður í Naíróbí í Kenýa. Við upphaf réttar- haldanna sagðist Öcalan vilja þjóna hagsmunum tyrkneska ríkisins og leggja sitt af mörkum til að binda enda á viðvarandi ofbeldisverk. Öcalan er gefið að sök að hafa gert, í nafni skæruliðahreyfingar Kúrda, ítrekaðar tilraunir til að kljúfa tyrkneska ríkið og stuðlað að dauða yfir 29.000 manns. Almennt er talið að dauðadómur verði niður- staða réttarins. Réttarhöldin yfir Öcalan hafa verið ákaft gagnrýnd af mannréttindasamtökum sem óttast að herréttur sá sem dæmir í málinu kunni ekki að vera óvilhallur. Þá hafa alþjóðlegar stofnanir á borð við Mannréttindadómstól Evrópu úr- skurðað að hinn sérstaki herréttur Tyrkja sem stofnað var til eftir valdaránið 1980 og er ætlað að dæma í málum er varða þjóðarör- yggi, geti hvorki verið sjálfstæður né hlutlaus, eðlis hans vegna. Afsakaði gjörðir sínar í varnarræðu Ríkissjónvarp Tyrklands sýndi myndir frá upphafsdegi réttarhald- anna þar sem Öcalan sást í fyrsta sinn í þrjá mánuði, heldur auðmjúk- ur, segja: „Eg kýs að vinna að friði og bræðralagi og að markmið þessi nái fram að ganga í Tyrklandi. [...] Þess vegna vil ég lifa. Eg mun leit- ast við að binda enda á hin blóðugu átök. [...] Ég vil veita ríkinu aðstoð mína.“ Öcalan sagðist finna til með að- standendum fómarlamba PKK og af- sakaði gjörðir sínar en fjölskyldur nokkurra fómarlamba vom viðstadd- ar upphaf réttarhaldanna. Þá bar hann því við að Grikkland, Rússland og Ítalía hefðu gerst brotleg sam- kvæmt alþjóðalögum er ríkin höfn- uðu formlegri beiðni sinni um land- vistarleyfi er hann var pólitískur flóttamaður. Bætti hann því við að hann hefði ekki verið beittur neinum þiýstingi er tyrkneskar öryggissveit- ir handsömuðu hann í Kenýa fyrr á árinu eftir æsilegan flótta um gjörvalla Evrópu. A sama tíma og Öcalan hélt varn- arræðu sína höfðu konur sem misst höfðu syni sína, tyrkneska hermenn, í baráttunni við Kúrda í suð-austur- hluta landsins, safnast saman í þorp- inu Mudanya örfáa kílómetra fi-á Imrali-eyju. Þar kröfðust þær þess að Öcalan hlyti dauðadóm og yrði hengdur fyrir illvirki sín. Er Öcalan hafði lokið vamarræðu sinni las fulltrúi dómsins upp áskor- un frá lögmönnum Öcalans er kvað á um frest á réttarhöldunum svo hægt yrði að vinna betur að undirbúningi málsvarnarinnar. Var áskoruninni hafnað. Höfðu lögmenn skæmliða- foringjans vonast til að fá áskoran sína samþykkta og vinna þannig tíma þar sem um það hefur verið rætt að tyrkneska þingið kunni að breyta löggjöf landsins á næstunni í þá vera að borgaralega skipaðir dómarar dæmi í málum er varði þjóðaröryggi. Ráðgert er að réttarhöldin muni standa yfir í a.m.k. tvær vikur. Hafa tyrknesk stjórnvöld samþykkt að fulltrúar nokkurra eriendra ríkja verði viðstaddir réttarhöldin auk þess sem örfáum fulltrúum fjölmiðla verður veittur aðgangur. Öryggis- ráðstafanir era hins vegar miklar og hafa hömlur verið settar á frétta- flutning frá Imrali-eyju. Mega blaðamenn t.a.m. hvorki vera með síma né tölvur meðferðis og era þeim afhent skriffæri við komuna til eyjarinnar. ísland með fulltrúa? ísland, sem nú gegnir formennsku í Evrópuráðinu, er eitt þeiira ríkja sem að öllum líkindum munu hafa löglærðan fulltrúa viðstaddan til að fylgjast með framgangi réttarhald- anna. Að sögn Hjálmars W. Hannes- sonar, skrifstofustjóra alþjóðadeildar utanríkisráðuneytisins, hefur íslandi, sem forysturíki í Evrópuráðinu, borist beiðni um að senda fulltrúa til AP KURDAR, sem búsettir eru í Þýskalandi, komu saman í höfuðborginni Berlín í gær og kröfðust þess að Abdullah Öcalan yrði veitt frelsi. að vera viðstaddur réttarhöldin. Enn hafi enginn farið utan en verið sé að vinna að málinu í samráði við tyrk- nesk stjómvöld. Ekki hafi náðst að ganga frá öllum málum áður en rétt- arhöldin hófust formlega en vonast sé eftir niðurstöðu í málinu fljótlega. Sagði Hjálmar að hlutverk hins ís- lenska fulltrúa yrði að fylgjast með að réttarhöldin færu fram með lög- mætum hætti og að sem fulltrúi for- ysturíkis Evrópuráðsins myndi sá hinn sami gera grein fyrir framvindu mála til ráðsins. Jafnrétti milli kynj- anna gildi í íþróttum Washington. TTie Daily Telegraph. BANDARÍSKUR hafnabolti er talinn hafa vikið fyrir póli- tískri réttsýni eftir að skólayf- irvöld í Providence College, há- skóla á Rhode Island, tóku á dögunum þá ákvörðun að leggja niður hafnaboltadeild háskólans vegna umdeildra laga er kveða á um jafnan rétt kynjanna til að stunda íþróttir. Samkvæmt lögunum skal stúlkum og piltum gert jafn- hátt undir höfði hvað íþrótta- iðkun varðar, sem þýðir að í þeim íþróttum sem keppt er í verða að vera lið af báðum kynjum. 57% nemenda við Providence-háskóla era kven- kyns en 52% íþróttaiðkenda við skólann eru af gagnstæðu kyni. Óttuðust skaðabótakröfur Frekar en að eyða fé í að stofna hafnaboltalið stúlkna hafa skólayfirvöld ákveðið að leggja piltaliðið niður. Þá hafa golf- og tennislið pilta enn- fremur verið lögð niður. Hafði háskólaráðið haft af því áhyggjur að einhver kynni að kæra skólann fyrir kynjamis- munun líkt og gerðist nýverið í Brown-háskóla en þar þurftu skólayfirvöld að greiða and- virði tuga milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hafnaboltalið piltanna brást við með þeim eina hætti sem þeim fannst tilhlýðilegur; með því að spila sitt besta tímabil í áraraðir. Mike Scott, einn reyndari leikmanna liðs- ins, sagði: „Við vildum einfald- lega núa því þeim um nasir hversu slæm mistök þeir væru að gera.“ AFP Lengsta göngubrú í heimi TVÆR stúlkur ganga yfir lengstu göngubrú í heimi í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasiu, í gær. Brúin mælist 428 metrar á lengd en hún er staðsett í Sunway-skemmtigarðinum, sem er vinsæll sumarleyfísstaður meðal malasískra skólanemenda. Mikil valdabar- átta í Kreml Talið að stjórnin sé „andvana fædd“ Moskvu. Reuters. STJORNARMYNDUNIN í Rúss- landi þótti einkennast af mikilli valdabaráttu á bak við tjöldin milli áhrifamikilla kaupsýslumanna og embættismanna í innsta hring Borís Jeltsíns forseta. Margir telja að nýja stjórnin í Moskvu, sú fjórða á Í4 mánuðum, sé „andvana fædd“ og að Sergej Stepashín sé aðeins forsætis- ráðherra að nafninu til. „Ef þeir leyfa ekki Stepashín að skipa þá menn sem hann vill sjálfur þá er stjómin búin að vera.. og dæmd til að falla,“ sagði Borís Nemtsov, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra, í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld. „Stjórnin er fallin" Viðskiptadagblaðið Kommersant sagði að þegar væri of seint að bjarga stjóminni. „Stjómin er fallin,“ sagði blaðið. „Hvort sem Stepashín segir af sér eður ei er hann ekki leiðtogi stjómarinnar." Stepashín, sem er 47 ára fyrrver- andi yfirmaður rússnesku öryggislög- reglunnar, var einkum þekktur fyrir tryggð sína við Jeltsín þegar forset- inn tilnefndi hann í embætti forsætis- ráðherra eftir að hafa rekið Jevgení Prímakov í byijun mai. Frá því dúm- an, neðri deild þingsins, samþykkti tilnefninguna 19. maí hefur hann hins vegar átt í deilum við forsetann um valið á ráðherrum nýju stjómarinnar. Jeltsín neyddi Stepashín til að fall- ast á lítt þekktan og reynslulítinn stjómmálamann, Níkolaj Aksjonen- ko, fyrrverandi ráðherra jámbrautar- mála, í embætti fyrsta aðstoðarfor- sætisráðherra og veita honum æðsta vald í efnahagsmálum. Stepashín kvaðst þá vilja skipa annan mann með sama titil og fela honum stjóm ríkisfjármálanna. Jeltsín féllst á þessa tillögu en hafnaði þeim manni sem Stepashín valdi í embættið. Forsetinn bauð Míkhaíl Zadomov, fyrrverandi íjár- málaráðherra, að taka við aðstoðar- forsætisráðherraembættinu, en þeg- ar Zadomov komst að því að hann myndi ekki halda fj ármálaráðuneyt- inu ákvað hann að segja sig úr stjóm- inni. Olíujöfur áhrifamestur? Rússneskir fjölmiðlar segja að skýringin á því að Aksjonenko skuli hafa verið skipaður í svo valdamikið embætti sé sú að hann hafi notið stuðnings áhrifamikilla kaupsýslu- manna. Olíujöfurinn Roman Abramovitsj, einn af aðaleigendum olíufyrirtækis- ins Sibneft, er nú sagður hafa tryggt Aksjonenko embættið. Lítið hefur borið á Abramovitsj til þessa en hann er nú sagður hafa átt mestan þátt í myndun stjómarinnar á bak við tjöld- in. A meðal annarra sem era taldir hafa tekið þátt í baktjaldamakkinu era Tatjana Djatsjenko, dóttir Jeltsíns, og Valentín Júmashev, fyrr- verandi skrifstofustjóri í Kreml, þótt hann hafi verið rekinn. Viðskiptajöf- urinn Borís Berezovskí og núverandi skrifstofustjóri forsetans, Alexander Voloshín, hafa einnig verið nefhdir í þessu sambandi. Nokkrir rússneskir fjölmiðlar hafa jafnvel leitt getum að því að Jeltsín hyggist halda völdunum eftir að kjör- tímabili hans lýkur um mitt næsta ár, þótt embættismenn hans hafi neitað því. Fjölmiðlamir segja að verði af stofnun ríkjabandalags Rússlands og Hvíta-Rússlands geti Jeltsín orðið forseti þess. Kommersant sagði á laugardag að Jeltsín kynni jafnvel að hafa í hyggju að stuðla að stjómarkreppu í landinu, sem myndi gera honum kleift að leysa þingið upp og stjóma með til- skipunum um tíma eða lýsa yfir neyð- arástandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.