Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 253. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rannsóknin á hrapi EgyptAir-þotunnar Svörtu kass- arnir fundnir Newport. Reuters. FJARSTÝRT vélmenni fann í gær- kvöldi báða svörtu kassana svo- nefndu úr farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði undan strönd Banda- ríkjanna á sunnudaginn var. I köss- unum eru flugritar og segulbands- upptökur sem gætu skýrt hvað olli flugslysinu. Vélmennið greindi hljóð frá köss- unum en ekki var víst að hægt yrði að ná þeim strax af hafsbotninum þar sem bandaríska veðurstofan spáði stormi á leitarsvæðinu. Bandarískur embættismaður sagði að ef til vill þyrfti að fresta frekari aðgerðum þar til á mánudag vegna óveðursins. Vona að vélmennið geti sótt kassana Ahöfn USS Grapple, björgunar- skips bandaríska sjóhersins, lét vél- mennið síga niður í Atlantshafið þar sem þotan hrapaði, um 100 km und- an strönd Massachusetts, þrátt fyr- ir mikinn öldugang og hvassviðri. Leitinni hafði þá seinkað um tvo daga vegna veðurs. Um 30 kafarar eru í björgunar- skipinu en þeir komust ekki að flaki þotunnar, sem er á 78 metra dýpi. Veðurstofan spáði því að vindhrað- inn yrði um 30 hnútar og ölduhæðin 3-4 metrar og talsmaður sjóhersins sagði að hvorki kafararnir né vél- mennið gætu starfað við slíkar að- stæður. Vélmennið er búið myndavélum, hljóðsjá og gripörmum sem vonast er til að geti borið svörtu kassana af hafsbotninum. Þeir sem rannsaka flugslysið vona að flugritinn og segulbands- upptökurnar geti skýrt hvers vegna farþegaþotan steyptist beint niður á gífurlegum hraða og klifraði síðan aftur áður en hún skall í sjóinn. 217 manns voru í þotunni og fórust allir. Stórsókn Tamila á Sri Lanka 1.000 fallnir Colombo. AFP. SKÆRULIÐASVEITIR Tamfla á Sri Lanka náðu þremur mikilvægum stöðvum stjómarhersins á sitt vald í gær eftir harða bardaga á norður- hluta eyjunnar. Hermt er að rúmlega þúsund stjórnarhennenn og tamflskir skæruliðar hafi fallið í bardögunum síðustu fjóra daga. Reuters Páfi í heimsókn til Indlands FJÖGURRA daga heimsókn Jóhannesar Páls II páfa til Indlands hófst í gær, er hann lenti í höfuð- borginni Nýju-Delhí. Markmið heimsóknarinnar er að efla trúboð kaþólsku kirkjunnar í Asíu, en það hefur orðið tilefni mótmæla af hálfu heittrúaðra hindúa. Páfinn hyggst ræða við R.K. Narayanan, forseta Indlands, og forsætisráðherrann Atal Behari Vaj- payee, og leggja blómsveig að leiði Mahathma Ghandis, frelsishetju Indverja. Páfinn syngur messu í Nýju-Delhí á sunnudag, en það hefur vakið gagnrýni, þar sem eina mestu hátíð hindúa, Diwali, ber upp á sama dag. Jóhannes Páll páfi hefur áður heimsótt Indland, árið 1986. Þetta mun vera 89. opinbera heimsókn hans síðan hann tók við páfadómi fyrir 21 ári, og jafnframt sú síðasta fyrir aldamótin. Utanríkisráðherra Indlands, Ajit Kumar Panja, tekur hér á móti páfa við komuna til Nýju-Delhí í gær. ■ Erfiðir tímar/30 Rússar seg;ia átökin í Tjsetsjníu geta dregist fram á næsta ár Sjö km löng röð flótta- manna víð landamærin Reuters Flóttakonur ganga framhjá rússneskum hermönnum nálægt Gudermes, næststærstu borg Tsjetsjníu, sem hersveitir Rússa hafa umkringt. Hersveitir stjórnarinnar voru fluttar frá bænum Mankulam, 310 km norður af Colombo, höfuðborg landsins, eftir skæðar árásarhrinur tamílsku Tígranna, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á norður- og austurhluta eyjunnar. Tamílsku tígrarnir lögðu undir sig tvo aðra bæi og endurheimtu stórt landsvæði sem stjómarherinn náði á sitt vald í blóðugri stórsókn fyrir rúmu ári. Fall Mankulam er talið mikið áfall fyrir stjórnarherinn, sem missti þijár aðrar mikilvægar herstöðvai' á þriðjudag og miðvikudag. ------+++-------- Mál Microsoft Urskurðað stjórnvöld- um í hag Washington. Reuters. BANDARÍSKUR alríkisdómari úr- skurðaði í gærkvöldi að stórfyrir- tækið Microsoft hefði beitt einokun- arvaldi á markaði stýrikerfa fyrir einstaklingstölvur. Sérfræðingar sem kynntu sér úrskurðinn sögðu að hann væri bandarískum stjórn- völdum mjög í hag. Dómarinn kvað upp úrskurð um hvaða málsatriði hefðu verið sönnuð í réttarhöldunum sem hafa staðið 76 daga. Búist er við að hann úrskurði síðan eftir nokkra mánuði hvort Microsoft hafi brotið lög um auð- hringavarnir. Doha, Grosní, Kavkaz. AFP, Reuters. VARAFORMAÐUR rússneska herráðsins sagði í gær að átökin í Tsjetsjníu gætu dregist fram á næsta ár, og skildu stjórmála- skýrendur ummæli hans á þann veg að Rússar myndu ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi um að hefja friðarviðræður við stjórn- völd í Tsjetsjiílu. Mikill fjöldi rússneskra her- manna hefur nú tekið sér stöðu við borgarmörk Grosní, höfuðborgar Tsjetsjníu, en samkvæmt heimild- um AFP-fréttastofunnar eru ráða- menn í Moskvu ekki á eitt sáttir um hvort ráðast eigi til atlögu. Stór hluti íbúanna hefur lagt á flótta og skæruliðar hafa grafið skurði um alla borgina til að búa sig undir götubardaga, á borð við þá sem urðu þúsundum manna að bana í stríðinu við Rússa 1994- 1996. Flóttamannastraumurinn frá Tsjetsjníu til nágrannahéraðsins Ingúsetíu eykst stöðugt og talið er að um 10.000 manns hafi farið yfir landamærin síðustu tvo daga. Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að enn væri um sjö kílómetra löng röð flóttamanna við landamærin, og að viðbúið væri að um 200 þús- und flóttamenn þyrftu að hafast við í tjöldum í Ingúsetíu yfir vetur- inn. „Heilagt stríð eina úrræðið" Skæruliðaforinginn Shamil Basa- jev sagði í viðtali á fimmtudag að Tsjetsjenar ættu einskis annars úr- kosti en að heyja heilagt stríð gegn Rússum. „Við höfum reynt allar friðsamlegar leiðir, en þær hafa engu skilað, og heilagt stríð er eina úrræðið sem eftir er til að leiða Tsjetsjníu-deiluna til lykta,“ sagði Basajev í símaviðtali við sjónvarps- stöð í Katar. Valerí Manilov, varaformaður rússneska herráðsins, sagði í gær að 162 rússneskir hermenn og um 3.500 tjsetsjenskir skæruliðar hefðu fallið síðan Rússar hófu loft- árásir á Tsjetsjníu í byrjun sept- ember. Yfirvöld í Tsjetsjníu til- kynntu jafnframt að 3.200 tsjetsjenskir borgarar hefðu látið lífið í átökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.