Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 59' . UMRÆÐAN Ferðamennska og náttúruvernd FERÐAÞJÓN- USTA eykst hröðum skrefum á Islandi og er fyrir löngu orðin ein af helstu stoðum efnahagslífsins. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu námu 26,3 milljörðum króna árið 1998. Það ár komu hingað til lands yfir 230.000 erlendir ferðamenn, sem var um 15,3% aukning frá árinu á undan. Aukn- ing á fjölda ferða- manna á þessu ári verður líklega enn meiri og því er spáð að 340.000 manns sæki okkur ís- lendinga heim árið 2005. Á sama tíma eykst umferð Is- lendinga um landið sitt, ekki síst um óbyggðir og hálendið. Innlend ferðamennska er ekki aðeins mik- ilvæg tekjulind fyrir margar byggðir, heldur tengir hún þjóðina traustari böndum við landið sem hún byggir. Búum okkur undir framtíðina Þessi mikla aukning í ferða- mennsku er að sjálfsögðu af hinu góða. Hún vekur á hinn bóginn nokkrar spurningar um hvernig best sé að búa sig undir framtíð- ina. Hver er sú auðlind sem stendur undir stórauknum tekjum af ferða- þjónustu? Því er fljótsvarað. Lang- flestir erlendir gestir sem hingað koma nefna náttúru landsins sem helstu ástæðu þess að þeir koma hingað. Ef spurt er nánar nefna menn atriði eins og óbyggðir og víðerni, hreint loft og návígi við sköpunarkrafta íss og elds. Oblítt náttúrufar og öræfi landsins mega því með réttu teljast ein helsta auðlind íslendinga, í peningum mælt. Ekki má gleyma því að gott markaðsstarf og mannauðurinn í ferðaþjónustunni er nauðsynleg forsenda þess að koma þessari auðlind í verð, en það breytir ekki því að fáir myndu sækja okkur heim ef hér væri ekki sérstæð náttúra. Þolmörk ferðamannastaða Náttúrufegurðin er auðlind sem ekki má vanmeta. Hætt er við að gengið sé á þessa auðlind ef við nýtum hana ekki rétt. Ferða- mannastaðir hafa þolmörk, ekki síður en fiskistofnar. Sé farið yfir þessi mörk láta þeir á sjá, stundum til frambúðar. Við þekkjum dæmi um slíkt. Viðkvæm kóralrif eru skemmd af óaðgætnum sportköf- urum, sem leita annað þegar rifin láta á sjá. Á sumum baðströndum við Miðjarðarhafið hefur orðið hrun vegna mengunar. „Ósnortin" svæði missa fljótt að- dráttaraflið þegar fjöldi manns flykkist þangað í leit að frið- sæld og fámenni. Hér á íslandi höf- um við einnig dæmi um að landið hafi látið á sjá vegna ágangs ferðamanna. Dæmi um slíkt eru t.d. traðk á hverahrúðri og sár í mosa og jarðvegi vegna umferðar farar- tækja, hesta og jafn- vel gangandi fólks. Úrgangur getur orðið til vandræða þar sem ekki er aðstaða til að taka við honum. Ekki liggja enn sem komið er fyrir miklar rann- Ferðaþjónusta Efling náttúruverndar er skynsamleg fjárfest- ing, segir Siv Friðleifs- dóttir, og nauðsynleg forsenda aukinnar um- ferðar um óbyggðir landsins. sóknir á þolmörkum ferðamanna- staða á Islandi, en þó er vitað að á sumum stöðum, s.s. í Landmanna- laugum, reynir nú þegar á þau. Eftirlit með umferð á hálendinu er sáralítið, þótt þörfin sé vissulega fyrir hendi. Ágangur á viðkvæmum stöðum Hvernig á að bregðast við of miklum ágangi á viðkvæmum stöð- um? Augljósasta leiðin er að tak- marka aðgang, en hún er varla sú heppilegasta. Betri leið er að reyna að auka þolmörk staðarins. Það er hægt t.d. með betri aðstöðu til móttöku ferðamanna, merkingu gönguleiða og aukinni landvörslu og eftirliti. Aukinn ferðamannastraumur hlýtur að kalla á slíkar aðgerðir. Annað er virðingarleysi gagnvart náttúru landsins og mun að auki leiða til lægri tekna af ferðaþjón- ustu til lengri tíma litið. Efling náttúruverndar er skynsamleg fjárfesting og nauðsynleg forsenda aukinnar umferðar um óbyggðir landsins. Spurningin sem vaknar óhjákvæmilega er: Hver á að greiða fyrir aukna landvörslu og bætta aðstöðu við náttúruperlur? Skattgreiðendur hafa hingað til staðið straum af stærstum hluta kostnaðar við náttúruvernd, m.a. með framlögum af fjárlögum til Náttúruvemdar ríkisins. Það get- ur varla talist óeðlilegt, því það er þjóðarhagur að standa vörð um náttúruminjar og sérstök svæði. Hver greiðir vaxandi kostnað af verndun? Ég tel eðlilegt að ferðaþjónust- an komi í auknum mæli að því verkefni að tryggja að aukinn straumur ferðamanna spilli ekki náttúru landsins. Slíkt er í sam- ræmi við þær meginreglur um- hverfisréttar sem þjóðir heims samþykktu í Ríó árið 1992, en þar á meðal eru mengunarbótareglan - sem kveður á um að þeir sem spilla umhverfinu beri kostnað við að bæta skaðann eða við fyrir- byggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir skaða - og nytjagreiðslu- reglan, sem segir að þeir sem nytja náttúruauðlindir til ávinn- ings eða ánægju greiði kostnað sem fellur til við verndun og við- hald auðlindanna. Einnig má ganga að því vísu að sú krafa verði gerð á hendur stjórnvöldum að þau innheimti af ferðamönnum hluta af vaxandi kostnaði við verndun og viðhald landsins. Reyndar er þá kröfu að finna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, þar sem gert er ráð fyrir að inn- heimtur sé aðgangseyrir að friðlýstum svæðum, alls 15 milljón- ir króna og þeim fjármunum varið til uppbyggingar þeirra svæða þar sem aðgangseyririnn er innheimt- ur. Málið er því þegar komið á dagskrá. Hagsmunir fara saman Hætta er á að slíkar kröfur geti leitt til árekstra á milli ferðaþjón- ustu og yfirvalda umhverfismála. Slíkt væri miður, þar sem hags- munir beggja fara augljóslega saman. Ferðaþjónusta er sú at- vinnugrein sem er í hvað örustum vexti á Islandi og á heimsvísu og einn helsti vaxtarbroddurinn er svokölluð græn ferðamennska, sem byggir á vaxandi ásókn fólks í iðnvæddum löndum eftir að kom- ast í snertingu við óspillta náttúru. Þar sem tekst að sameina náttúru- vernd og gott aðgengi ferðamanna munu skapast vinsælir áfangastað- ir fyrir þennan markað. Brýnt er að sameinast um það verkefni að skipuleggja ferðaþjón- ustu á Islandi í anda sjálfbærrar þróunar, þar sem menn geta notið náttúrunnar án þess að spilla henni. Annars er hætt við að við missum af tækifæri til þess að byggja upp blómlegan atvinnuveg í kringum náttúrufegurð íslands, sem er hagur ferðaþjónustunnar, umhverfisins og íslendinga allra. Höfundur er umhverfisráðherra.. Siv Friðleifsdóttir Nú er mál að linni NÝLEGA var opn- uð ný og glæsileg verslun Nýkaupa í Kringlunni. Allt var þar vel skipulagt og vöruval mikið og gott. Einn alvarlegur ljóður var þó á opnun versl- unarinnar, sú ákvörð- un forsvarsmanna hennar að setja upp líkingu vínbúðar, sem reyndar er afgirt með vírneti og lokuð al- menningi. Uppsetn- ingunni var ætlað að vera innlegg í þeirri kröfu matvörukaup- manna að mega selja áfengt öl og létt vín með matvörum. Til að vekja athygli á hugmynd- Áfengissala Ég trúi að fleirum en mér finnist ástæða, seg- ir Aðalsteinn Gunnars- son, til að sniðganga verslanir með áfengis- auglýsingar. inni voru tveir af vinsælustu leikur- um þjóðarinnar fengnir til að leika hlutverk tveggja ógæfumanna sem illa höfðu orðið úti vegna áfengis- neyslu. Ofneysla áfengis er ekkert grín. Það skýtur skökku við að verslun sem telur sig fjölskylduvæna í verðlagi og vönduðu vöruvali skuli á tímum hörmunga í áfengis- og öðrum vímuvanda gera kröfu um frekara aðgengi að áfengum drykkjum. Morgunblaðið birti nýlega yfirlit um fjölda vínveitingastaða í Reykjavík og taldi þá um 170 og fleiri væntanlega. Sömu daga voru fréttatímar og umræðuþættir í sjónvarpi uppfullir af þeim gríðar- lega vanda sem fíkniefni valda. Er ekki öllum ljóst að nánast enginn verður fíkniefnavanda að bráð nema að undangenginni notkun áf- engra drykkja. Áfeng- isneyslu sem gjarnan byrjar með öldrykkju. Sem betur fer hafa flestir foreldrar áhyggjur af ástandinu og til marks um það eru mótmæli þeirra við uppsetningu vín- 'í* veitingastaða í íbúða- hverfum. En betur má ef duga skal. Mesta og besta fyrirmynd bama og ungmenna eru for- eldrarnir. Er of miklu fómað að láta áfengis- neyslu eiga sig meðan á uppeldinu stendur? Þörf bama okkar fyrir vímuefna- laust umhverfi er miklu meiri en þörf okkar fyrir áfengi. Tökum af- stöðu á móti ríkjandi vandræða- ástandi. Frjálsræðið er yfirleitt ág- ætt en enginn er frjáls sem áfengi og önnur vímuefni ná tökum á og því má telja betur heima setið en af -g stað farið. Umræðan stendur alltof mikið um hvernig bjarga megi þeim sem illa eru komnir í stað þess að fyrir- byggja og forða vandræðum. Nú er tímabært að taka höndum saman um heilbrigðan lífsstíl sem sameinar fjölskylduna í skemmti- legri samveru án vímuefna. Mér eldra fólk telur litlar líkur á að það sé í anda frumkvöðuls Hag- kaups að verslunin berjist með þessum hætti fyrir frekari dreif-^ ingu áfengra drykkja og mikill mis-^ skilningur ungra stjórnenda fyrir- tækisins að það veiti þeim brautargengi. Eins og Bónus-verslunin er til fyrirmyndar með þá fjölskyldu- vænu stefnu að selja ekki tóbak eru forráðamenn verslana með nauð- synjavörur hvattar til að hugleiða hvað fjölskyldum á öllum aldri er nauðsynlegast. Það er allavega ekki frekari dreifing áfengra drykkja. Ég trúi að fleirum en mér finnist ástæða til að sniðganga verslanir með áfengisauglýsingar. Höfundur er trésmiður og templari. Aðalsteinn Gunnarsson PLl-SOL Plíseraöar gardínur . . . í yfir 20 litum O O cn lo co oo LO Mlt ^gluggann Alnabær Slðumúl# 32 - RcyHJBVík • flarnaryötu 17 - Kcflavfk www.alnabaeT.ls sending 15% afsláttur laugard. og sunnud. cHþ. 'nr trélistar Mikið úrval RAMMA INNROMMUN báðir dagar meðtaldir R IS> nnuomhpr mnrommun Opið í dag frá kl. 10.00-17.00 Sunnudag kl. 13.00—17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.