Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Lfndal, forseti Hins fslenska bókmenntafélags, Sumar- liði Isieifsson, sem bjó ritið til prentunar, Jón Jónsson, ritnefnd- armaður og fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Ólaf- ur Davíðsson, sonur höfundarins, Agústa Gísladóttir, ekkja höf- undarins, og Gunnar G. Schram, formaður ritnefndar. Aðrir í rit- nefndinni voru Gils Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, og Már Elísson, fyrrverandi fiskimálastjóri. Bók eftir Davíð Ólafsson um útfærslu landhelginnar 1958 Oeining innan vinstristj órnar tafði samning ÓEINING innan vinstristj ómarinnar og sterk staða Al- þýðubandalagsins varð til þess að ekki var samið við Breta þegar árið 1958, fljót- lega eftir útfærslu ís- lensku fiskveiðilög- sögunnar í tólf mílur. Þegar samningur Is- lendinga og Breta þess efnis var loks undirritaður í mars 1961 var hann í meg- indráttum samhljóða því sem ráðherrar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks vom orðnir ásáttir um sem samningsgrund- völl síðsumars 1958. Þetta kemur fram í bókinni Saga landhelgismálsins eftir Davíð Ólafsson, sem kom út í gær. Þar kemur ennfremur fram að sterk staða Islands innan NATO hafi verið ein helsta skýr- ingin á góðum árangri Islendinga á hafréttarráðstefnum Samein- uðu þjóðanna í Genf 1958 og 1960. Bókin er ítarlegasta ritið sem út hefur komið hér á landi um baráttu íslensku þjóðarinnar fyr- ir útfærslu fiskveiðiiögsögunnar úr þremur mílum í tólf mílur árið 1958. Það var fyrsti áfanginn á langri för sem leiddi til þess að Bretar sendu herskipaflota sinn inn í íslenska lög- sögu og markaði það upphaf þorska- stríðsins. Höfundur bókar- innar, Davíð heitinn Ólafsson, var fiski- málastjóri á þess- um áram og einn helsti samninga- maður Islands í landhelgismálinu. Að loknum starfs- ferli sínum gat Da- víð, sem síðast var seðlabankastjóri, einbeitt sér að söfn- un og úrvinnslu gagna um sögu landhelgismáls- ins innanlands og utan. I bókinni er greint frá fjölmörgum per- sónulegum minningum hans af gangi mála og samtölum við er- lenda embættismenn og ráð- herra. Þá era birt leyndarskjöl og gögn sem ekki hafa áður kom- ið fyrir almennings sjónir. Davíð hafði gengið frá fram- gerð handritsins þegar hann lést í júní 1995, en ekki fært það í þann endanlega búning sem hann vildi. Alþjóðamálastofnun Háskóla Islands tók að sér að búa handritið til prentunar og réð Sumarliða R. ísleifsson sagnfræðing til verksins. Hann bjó ritið til prentunar í samráði við ritnefnd og fjölskyldu höf- undarins. Davíð Ólafsson FRÉTTIR Fyrirspurn um virkjanaframkvæmdir sem undanþegnar eru ákvæðum laga um umhverfísmat Nokkrar heimildir ekki verið fullnýttar í SKRIFLEGU svari Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra við fyr- irspurn Sighvats Björgvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um virkjunarleyfi og umhverfis- mat, sem lagt var fram á Alþingi í vikunni, kemur fram að ýmis virkjunarleyfi eru í fullu gildi skv. lögum um raforkuver eða sérlög- um þar sem framkvæmdir era ekki hafnar en þær taldar undan- þegnar ákvæðum laga um um- hverfismat. Lög um mat á umhverfisáhrifum öðluðust gildi 21. maí 1993 en í bráðabirgðaákvæði II með lögun- um segir að þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laganna séu framkvæmdir sam- kvæmt leyfum útgefnum íyrir 1. maí 1994 ekki háðar mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögun- um. Vildi fyrirspyrjandi vita hvaða virkjanir féllu undir bráðabirgða- ákyæði II. I svari iðnaðarráðherra kemur fram m.a. að skv. lögum um raf- orkuver frá 1981 hefur Landsvirkj- un heimild, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, til að stækka Hrauneyjarfossvirkjun í allt að 280 MW afl, en hún er 210 MW, og Sig- ölduvirkjun í allt að 200 MW afl, en hún er nú 150 MW. Eru fram- kvæmdir á grundvelli þessara heimilda ekki hafnar. Ríkisstjórn gerði jafnframt samning árið 1983 við Lands- virkjun um að hún reisti og ræki Blönduvirkjun með allt að 180 MW afli, en hún er nú 150 MW, og Fljótsdalsvirkjun með allt að 330 MW afli, að fengnu leyfi ráð- herra. Ríkisstjórnin hafði einnig heim- ild skv. lögum um raforkuver til að semja við Landsvirkjun um Vill- inganesvirkjun með allt að 40 MW aflí en með breytingu á lögum um Landsvirkjun var þessi heimild færð Rafmagnsveitum ríkisins í fé- lagi með aðilum í Skagafirði og þarf sú virkjun því að fara í mat á umhverfisáhrifum. Beiðni frá Orkuveitu Reykjavíkur liggur fyrir I lögum um raforkuver kom jafnframt fram að ríkisstjórnin gæti heimilað jarðvarmavirkjanir til raforkuframleiðslu á háhita- svæðum eða stækka slík orkuver sem fyrir eru um samtals 50 MW og hafa 39,4 MW verið nýtt af þeirri heimild. Eftir eru því 11,6 MW. Ennfremur var Landsvirkjun veitt heimild til að stækka Búr- fellsvirkjun í allt að 310 MW afl og er í dag 40 MW óráðstafað af þeirri heimild. Loks var iðnaðarráðherra veitt heimild til að veita Hitaveitu Reykjavíkur leyfi til að reisa og reka jarðvarmavirkjun til raforku- framleiðslu á Nesjavöllum með allt að 76 MW afli í tveimur áföngum. Þegar hefur verið hafinn rekstur á 60 MW virkjun á Nesjavöllum og liggur nú fyrir í iðnaðarráðuneyt- inu beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um að fullnýta heimild laganna og auka uppsett afl virkjunarinnar í 76 MW. Virkjunarleyfi í Hvítá í Borgarfirði ekki verið nýtt I sérlögum um virkjun Hvítár í Borgarfirði frá 1977 var ríkisstjórn veitt heimild til að veita Andakíls- árvirkjun sf. leyfi til þess að reisa og reka vatnsaflsstöð við Kljáfoss í Hvítá í Borgarfirði með allt að 13,5 MW afli og orkuveitu til tengingar við orkuflutningskerfíð í Borgar- firði. Virkjun þessi hefur hins veg- ar ekki verið reist. Að síðustu hefur iðnaðarráð- herra, skv. lögum um sjóefna- vinnslu á Reykjanesi frá 1981, heimild til að leyfa Sjóefnavinnsl- unni hf. að reisa og reka raforku- ver allt að 10 MW að stærð í tengslum við starfrækslu fyrir- tækisins. Sú heimild hefur aðeins verið nýtt til 0,5 MW virkjunar. Þungt hugsi á leikskólanum Hjalla Urskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald KONA á þrítugsaldri var úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, vegna grans um peninga- þvætti í stóra fíkniefnamálinu. Efnahagsbrotadeildin krafðist sex daga gæsluvarðhalds, en dóm- ari féllst ekki á meira en þriggja daga gæslu. Konan er þriðji einstaklingurinn, sem hneppt er í gæsluvarðhald að kröfu efnahagsbrotadeildarinnar, en einum þeirra var sleppt 19. október og sitja því tveir sakborn- ingar í gæsluvarðhaldi að kröfu deildarinnar. Tíu manns að auki eru í gæslu að kröfu fíkniefnadeildai' lögreglunn- ar í Reykjavík. Upplýsinga ósk- að frá Bretum UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent breska sendiherran- um á íslandi erindi þai' sem óskað er upplýsinga um kring- umstæður þegar flutningaskip- ið Suðurland fórst 290 sjómíl- um norðaustur af íslandi fyrir þrettán áram. Fram kemur í nýrri bók, Út- kall í Atlantshafí á jólanótt, að hlustunarkapall bresks kjarn- orkukaíbáts hafi flækst í Suð- urlandi þegar skipið sökk. Sérblöð í dag 20 SBSUfl.... ÁLAUGARDÖGUM Alfreð Gíslason þurffi að taka til hendinni B/4 Teitur Þórðarson tekur við Brann B/1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.