Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Jagúar með útgáfutónleika í Óperunni á sunnudagskvöld JSr ^ ^ Morgunblaðið/GOLLI JAGUAR KOMNIR A SKRIÐ Annað kvöld heldur fönkhljómsveitin Jagúar tónleika í ís- lensku óperunni í tilefni þess að sveitin hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu sem nefnist einfaldlega Jagúar. __________Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við___________ Börk Hrafn Birgisson, gítarleikara sveitarinnar. JAGÚAR skipa Birkir Freyr Matthfasson sem leikur á trompet, Börkur Hrafn Birgis- son á gítar, Daði Birgisson á rhodes-píanó og hljóðgervil, Hrafn Ásgeirsson á tenórsaxó- fón, Ingi S. Skúlason á bassa, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og slagverk og Sigfús Ottarsson á trommur og slagverk. Að sögrn Barkar Hrafns verður vel tii tón- Ieikanna vandað. Notast verður við fyrsta flokks hljóðkerfí og sérhönnuð sviðsmynd mun setja svip sinn á tónleikana. Spiluð verða þau tíu Iög sem fínna má á breiðskíf- unni og eru jafnframt frumsmíð sveitarinnar. Upphitunarhljómsveit frá Gíneu Upphitunarhljómsveitin samanstendur af þremur Gíneubúum sem spila á ásláttar- hljóðfæri. Þeir munu einnig leika með Ja- gúar í tveimur lögum. Þegar Börkur er spurður að því hvemig samstarf þeirra sé til komið segir hann að Gíneubúamir hafi upp- haflega komið hingað til lands til þess að kenna dans og áslátt f Kramhúsinu. „Samúel, básúnuleikari, fór á námskeið hjá þeim á ásláttarhljóðfau-i. Honum lfkaði það mjög vel og spurði þá hvort þeir hefðu áhuga á að spila með okkur. Einn þeirra mætti síð- an með trommuna sína á tónleika hjá okkur og spilaði með okkur allt kvöldið. Það var mjög skemmtilegt og okkur fannst þetta til- valin nýbreytni," segir Börkur ennfremur. „Við eram stór hljómsveit en samt sem áð- ur höfum við alltaf verið tilbúnir til að vinna með öðmm. Við höfum fengið söngkonu til að syngja með okkur á tónleikum, rappara, ásláttarhljóðfæraleikara, blásturleikara og fleira. Það er mjög gaman að fá inn nýtt blóð sem hressir upp á lögin.“ „Framhaldið er svo að fylgja plötunni bet- ur eftir og kynna okkur,“ heldur hann áfram. „Við höfúm til að mynda hvergi spilað úti á landi nema á Akranesi og því er tími til kom- inn að ferðast aðeins um landið,“ segir hann. „ Við eram strax farair að hugsa um næstu plötu,“ heldur hann áfram. „Konrnir með fullt af hugmyndum og famir að semja. Stefnan er að fara utan næsta vor í umhverfí sem við þekkjum ekki, með mönnum sem við þekkjum ekki en vitum að era hundrað prós- ent. Platan sem við eram að gefa út núna inniheldur öll fyrstu Iögin sem við sömdum og það er nokkuð mikill djass á henni. Næsta plata verður líklega nokkuð aðgengilegri, okkur langar aðeins að prófa að poppa okkur upp, taka nýja stefnu og jafnvel að bæta inn söng að hluta til.“ Fönk á Fróni TÖNLIST JAGtAR Geisladiskur Geisladiskur hljómsveitarinnar Jagfúar, samnefndur sveitinni. Jagúar skipa þeir Birkir Freyr Matthfasson (trompet), Börkur Hrafn Birgisson (gítar, ,,wah-wah“), Daði Birgisson (Rhodes-pfanó og hljóðgervill), Hrafn Ásgeirsson (tenórsaxófónn), Ingi S. Skúlason (bassi), Samúel Jón Samúelsson (básúna, slagverk) og Sigfús Óttarsson (trommur, slagverk). Þeim til aðstoðar eru Dj Habit sem sér um plötuklór í „Bubba’s Song“ og Buzzbee sem leikur á „didgeridoo" í laginu „35 c“. Öll lög era eftir meðlimi Jagúar. Upptökum stýrðu Jagúarliðar í félagi við ívar „Bongó“ Ragnarsson. 52,37 mín. Islenska umboðsskrifstofan gefur út. ÞAÐ ER fönk á Fróni, frýs ei í æðum blóð. Sveittasta sveit lands- ins um þessar mundir, fönksveitin Jagúar, gefur sinn fyrsta hljóm- disk út fyrir þessi jól. Jagúarmenn hafa verið iðnir við að koma ís- lenskum tréhestum til að hreyfa á sér skankana undanfarin ár og nú geta menn loks svitnað heima í stofu ef þeir kjósa svo. Jagúarinn hefur einbeitt sér öðru fremur að ameríska tónlist- arforminu „funk“ sem er skilgetið afkvæmi sálartónlistar (e. soul) blökkumanna þar í landi. Fönkið, eins og það er kallað á miður góðri íslensku, er sveitt, heitt og hams- laust tónlistarform, sem hentar einkar vel til rassadillinga og mjaðmaskaks. Því er í raun bara um einn mælikvarða að ræða þeg- ar svona plötur eru lagðar undir dóm. „Grúvar“ platan eður ei? Virkar hún eða ekki? í viðtölum vegna téðrar skífu hafa Jagúarmenn lagt áherslu á að þeir hafi reynt eins og kostur er að skila af sér tónleikahljómi, fremur en þunnum og dauðum hljóðvershljómi. Platan var því tekin upp á fjórum dögum á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og spilaði sveitin þannig að allir meðlimir voru að samtímis. í hefðbundinni hljóðversvinnu eru einstök hljóðfæri og söngur hins vegar tekin upp sér. Þetta tekst hjá piltunum á þann veginn að það er óneitanlega góður andi yfír plötunni, lögin eru skemmtileg og greinilegt að mikil spilagleði er í drengjunum. En það verður aldrei umflúið að platan _er óneitanlega hljóðvers- skífa. I gegnum tónlistarsöguna hafa menn oft reynt að skila inn hráum og villtum tónleikahjómi á hljóðversskífur og mín kenning er sú að það sé ekki hægt. Hljóð- versskífa er hljóðversskífa. Tón- leikaplata er tónleikaplata. Svo einfalt er það. Piltarnir semja lög plötunnar sjálfir og er það vel. Lögin eru öll án söngs og eru þau flest öll bráðskemmtileg og sum alveg fun(k)heit. Vissra djassáhrifa gætir í sumum þeirra og í öðrum fer Jagúarinn út fyrir fönkformið og leyfir sér að bregða á leik og hlaupa aðeins um. Fyrsta lag plötunnar, „Malibu“, kann ég sérstaklega vel að meta. Sólrík sveifla á haustmánuðum, angandi af sólarólíu eins og nafnið gefur til kynna. í öðru lagi plötunnar, „Watermelon Woman“, eru hins vegar hefðbundnari fönkslóðir troðnar. Þeir bræður, Daði (orgel) og Börkur (gítar), hafa fínasta tak á fantafönki því sem gjarnan má heyra í bláum myndum eða þá í svonefndum „blaxploitation“-myndum sem vin- sælar voru á áttunda áratugnum (t.d. „Shaft" og ,,Superfly“). Gítarinn vælir á sannfærandi hátt og hljómborðsleikur er sömuleiðis vel „svartur". Þriðja lagið, „Theme for Miguel“, hefði allt eins getað heitið „Fanturinn" eða „Tuddinn". Þar kemur Ingi bassaleikari sterkur inn með ógnvænlega þétta bassalínu og er helst að halda að Les Claypool, bassaleikari banda- rísku furðufönksveitarinnar Primus, hafi tekið sér bólfestu í líkama hans. Þegar hér er komið sögu eru Jagúarmenn komnir á gott skrið því strax á eftir kemur hið ofvirka og fáránlega skemmtilega „Gustav Blomkvist", þar sem Jagúarinn fær að leika lausum hala svo um munar. Það er helst að „grúvið" detti svolítið niður um miðja plötu en hún réttir sig af undir lokin, þar sem tilraunastofa Jagúar er opnuð. Þar fer fremst í flokki lagið „35 c“, en þar ljær breski „did- geridoo“-leikarinn Buzzbee Jagúar lið. Fyrir þá sem ekki vita er didgeridoo ástralskt frum- byggjahljóðfæri og t.d. hefur sálar-fönkarinn Jamiroquai notað það í verkum sínum. Hljóðfæraleikur á plötunni er í góðu lagi fyrir utan lúðraþeyting sem er fullkaldur og stirður á köflum, hefði mátt vera sveittari og meira ögrandi. Einleikur hefði líka mátt vera meiri, fullmikill lúðrasveitarbragur á þessu stund- um. Á heildina litið sigrar platan á því að menn eru greinilega búnir að spila sig vel saman á undan- förnum mánuðum og er útkoman því skemmtileg plata þar sem léttleiki og sönn gleði skín í gegn. Tilgangurinn með henni er að vera gleðigjafi til handa norpandi Frónsbúum og leysa Jagúaræður það verkefni farsællega á þessum frumburði sínum. Arnar Eggert Thoroddsen Gula handbók skemmtana- bransans UM ÞESSAR mundir er að taka til starfa alhliða umboðsskrifstofa fyr- ir íslenska skemmtanaheiminn. Nefnist hún Promo og sér bæði um að útvega hljómsveitir fyrir ýmsar uppákomur og einnig um að útvega hljómsveitum verkefni. Aðstandendur Promo, Páll Eyj- ólfsson og Tómas Tómasson, hafa áralanga reynslu á þessu sviði enda reyndir tónlistarmenn. Páll hefur leikið með hljómsveitinni Papar og séð um umboðsmál fyrir hljóm- sveitina og Tómas starfaði lengst af með Rokkabillýbandinu. Til að auðvelda kynninga- starf hafa félagarnir gefið út PROMObókina, sem að sögn Páls er almennt kynningarrit um allar helstu hljómsveitir landsins og tengda atvinnustarf- semi. „Það er að segja flutninga, ljósakerfi, hljóðkerfi, veislusali og veitingahús,“ útskýrir hann. „Þetta er nokkurs konar „gula handbók" skemmtanabransans.11 „Reynsla okkar hefur sýnt að mikil þörf er á að til staðar sé þjón- segir Páll. „Við þekkjum þær að- usta, bæði fyrir hljómsveitimar og stæður sem geta komið upp og vit- þá sem vilja ráða til sin hljómsveit," um hvað þarf til að leysa málið. Oft Morgunblaðið/Ásdís Tómas og Páll vita hvað þarf til að leysa málin. em starfsmenn fyrirtækja allt upp í á mun skemmri tíma og starfsfólkið hálfan mánuð að undirbúa árshátíð. gæti þá sinnt störfum sínum á með- Við myndum hins vegar leysa málið an.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.