Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Af hámenntunarstörfum Frá Svavarí Knúti Kristinssyni: GÓÐAN dag, góðir og fallegir landsmenn og -konur. Ég færi Is- lendingum öllum nær og fjær bjartsýniskveðjur. Ég las nefni- lega um daginn grein eftir litla konu að austan, sem ég man ekki lengur hvað heitir. Hún breiddi í grein sinni út fagnaðarerindi áls- ins, já, blessað álið. Álið sem rétt eins og blessað fiskeldið og loð- dýraræktin er komið til að færa okkur _úr fátæktarbölvun þeim sem Islendinga hefur plagað gegnum árin. Blessað álverið á nú að koma til bjargar gervöllum Austfjörðum eins og prinsinn á hvíta hestinum. (Að vísu verður hestur álversins örlítið koksgrár af útblæstrinum, en við skulum nú ekki dvelja við slík smáatriði.) Já, nú þurfa Austfirðingar ekki leng- ur að hafa neinar áhyggjur af því hvort unga fólkið þeirra fær vinnu. Unga fólkið sem fer svo bláeygt og saklaust suður að mennta sig og kemst bara ekki heim vegna þess að engin störf eru fyrir menntafólk á Austur- landi. Frelsari vor er nú fæddur í formi þungaiðju. Nú getur hún Sigga notað sálfræðimenntun sína til hins ýtrasta í kaffiteríunni og hagfræðimenntunin hans Péturs mun svo sannarlega nýtast honum vel í kerskálanum. íslendingar eru sko ekki feimnir við að láta stimpla sig sem múldýr hins vest- ræna heims. Nú geta Austfirðingar óhrædd- ir haldið áfram á þeim vegi sem þeir hafa hingað til fetað. „Vel hefur stóri Kláus við okkur gert °g höfum við nú allt til alls“ heyri Verð 9.800 kr. Verð 6.900 kr. þungaiðnað ég þá dæsa ánægjulega, kampa- káta yfir því að þurfa ekki að sýna þetta leiðinda frumkvæði og hinn grábölvaða frumleika í atvinnu- sköpun. Hver þarf hátækniiðnað og samskiptafyrirtæki, þegar við getum tekið einfalda álverspillu og allt verður miklu betra og gengur miklu hraðar, svona rétt eins og Hörbalæf eða Neitjursón eða hvaðanúheitir. Nei, lofum guð og álverið. Við skulum ekkert vera að hugsa um fortíðina. Nú- tíðin er það sem skiptir máli, og álverið er núna. Nú er sjávarút- vegurinn að dala og þá er gott að geta hoppað yfir á annan iðnað sem krefst álíka mikillar há- menntunar. Ónefndur þingmaður frá ónefndum stjórnarflokki sem ég talaði við fyrir kosningar sagði mér að einhvers staðar verði að setja allt fólkið sem ekki er vel læst eða er tornæmt. Og hvar er betra að setja alla einföldu og fá- fróðu Islendingana en á Austfirði, utan ferðamannaleiðar (sérstak- lega eftir að álverið rís). Svo er nú alveg frábært að Austfirðingar fá frábæra útivistaraðstöðu í uppi- stöðulóninu fyrir Fljótsdalsvirkj- un. Þeir geta stundað vatnaskíði og kanóaferðir og dundað sér við að veiða þríeyga fiska í menguðu jökulvatninu. Og svo þegar álver- inu verður lokað vegna lækkandi álverðs eftir tíu ár, þegar ál fer úr tísku og eitthvað annað tekur við, geta Austfirðingar notað húsið sem kvikmyndaver eða menning- arhöll fyrir allt unga fólkið sem langar svo mikið til að búa þar. Og allt rafmagnið sem selt verður dýrum dómum í blessaðan þunga- iðnaðinn svona rétt til að bæta upp fyrir gæsadrápin og fjall- konuránið. Jaseisei, það borgar sig sko vel þessa dagana að ræna fjallkonur, svona rétt eins og pítsusendla í Breiðholtinu. Islend- ingar eiga eftir að mala gull á þessum bísness. Því segi ég með ykkur, Austfirð- ingar: Fuss og svei með allar hug- myndir um nýbreytni og frum- leika. Það er bara fyrir einhverja fúskara og heimspekinga sem ekk- ert vita í sinn haus og aldrei hafa migið í saltan sjó. Fuss og svei með allar hugmyndir um vistvænt ísland. Finnur Ingólfs, Halldór Asgríms og Siv Friðleifs eru jú öll búin að lýsa því yfir að Island skuldi heiminum svo mikla meng- un að við dönsum á línunni með að verða þróunarland. Tröll hirði alla þessa útivistarblesa sem fíla eitt- hvað annað en jeppaferðir og lax og kjósa að ganga á jökla og hanga í einhverjum afdönkuðum mýrar- holum. Eyjabakkar eru hvort eð er ekkert smart. Allir þessir hag- fræðingar og verkfræðibullukollar sem væla um það að 210 megawöttum Fljótsdalsvirkjunar sé kastað á glæ með því að eyða orkunni í álver geta bara étið það sem úti frýs. Austfirðingar hafa nú tækifæri til að sýna það að þeir eru eins þröngsýnir og hver annar úr öðr- um landshlutum og þeir ætla að nýta sér það tækifæri til fulls. Afram Austfirðir! SVAVAR KNÚTUR KRISTINSSON, kerfisíræðingur, Lönguhlíð 19, Reykjavík. 15% afsláttur í)ráfigey Laugavegi 58 sími 5513311 af nælontöskum 03 -bakpokum á löngum laugardegi. Gríptu tækifærið. Opiö kl. 10-17 HÚSASMIÐIAN Sími 525 3000 • www.husa.is Sturtusett • Sturtuhaus • Sturtustöng • Sturtubarki • Sápuskál • Króm/gull 5.690 kr. LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 71 ( Barnafötin fró Königsmuhle fást hjá okkur Hverfisgötu 39 Sími 552 1720 Bamamyndatökur. Ef þú ætlar að láta mynda bömin þín fyrir hátíðar, þarft þú að panta strax. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 10 rósir kr. 990 Full búð af l/usi nýjum gjafavörum Gott verð Opið til kl. 10 öll kvöld með d kr. 650 TfaCía Fókafeni 11, sími 568 9120 Brosdaga Utidyramotturnar eru komnar © Brosverð kr. 2.990 © Föstudag og laugardag Kringlunni | Ávaxtaði | 156 Avaxtaði peningana mína 3500% - Auðveldlega! -1- l % *•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.