Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurbygging Rey kj avíkurflugvallar gengur samkvæmt áætlun Innanlands- flug ekki flutt um tíma til Keflavíkur Morgunblaðið/RAX Reynt er að haga framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll á þann veg að þær trufli sem minnst. FLUGMÁLASTJÓRN íslands hef- ur gert sérstakar ráðstafanir til þess að unnt verði að starfrækja innan- landsflug á Reykjavíkurflugvelli í allt sumar þrátt fyrir hinar um- fangsmiklu framkvæmdir við endur- byggingu flugvallarins. Þannig verð- ur ekki nauðsynlegt að flytja starfsemi innanlandsflugsins tíma- bundið til Keflavíkurflugvallar á meðan mikilvægar framkvæmdir standa yfir við brautamót aðalflug- brautanna í Reykjavík. Þetta er í samræmi við stefnu Flugmálastjómar, að flugvallar- framkvæmdimar valdi sem minnstri truflun fyrir flugfélögin, flugfarþega og ekki síst þá Reykvíkinga sem búsettir era í næsta nágrenni við flugvöllinn, segir í frétt frá Flug- málastjóm. I þessu skyni hefur norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkur- flugvallar verið lengd um 240 metra með grjótmulningi, þ.e. norðurendi brautarinnar skammt frá aðalskrif- stofu Flugleiða hf. Flugbrautin er nú 1.200 metra löng en áréttað er að hér er einungis um bráðabirgðaráð- stöfun að ræða. Þessi flugbrautarlenging, ásamt þeim kosti að nota 1.000 metra af vesturhluta nýendurbyggðrar aust- ur-vestur flugbrautarinnar, eykur notkunarmöguleika Reykjavíkur- flugvallar þegar vinna við endur- byggingu brautamóta austur-vestur og norður-suður flugbrautanna mun standa yfir í tvær vikur í ágúst. Þetta gerir Flugmálastjóm kleift að hafa Reykjavíkurflugvöll opinn fyrir innanlandsflug í allt sumar. Ljóst er, að í sumum tilfellum kann þó að reynast nauðsynlegt að grípa til ör- yggisráðstafana á borð við þunga- takmarkanir á flugvélum, eða m.ö.o. að takmarka farþegafjölda um borð. Flugvallarframkvæmdir hafa ekki raskað innanlandsflugi Framkvæmdir við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar hafa gengið samkvæmt áætlun. Fram til þessa hafa þær ekki leitt til röskunar á starfsemi innanlandsflugsins enda hefur veðurfar verið hagstætt, bæði með tilliti til framkvæmda og flugs. Flugmálastjórn gekk til samninga við ístak hf. um endurbyggingu flugbrauta og flughlaða enda átti fyrirtækið lægsta tilboð í verkefnið, sem verður unnið í þremur áföngum á jafn mörgum áram. Framkvæmdir hófust 15. mars sl., en lýkur 30. sept- ember nk. í fyrsta áfanga endurbyggingar flugvallarins, sem nú stendur yfir, er unnið að tveimur meginverkefnum: Endurbyggingu austur-vestur flug- brautarinnar og gerð sjóvarnar- garðs í Fossvogi. Kostnaður nemur um 320 milljónum króna. Jarðvegsframkvæmdum við aust- ur-vestur flugbrautina miðar vel áfram. Um þessar mundir er að ljúka uppgreftri þess hluta brautar- innar sem er vestan við mót aðal- flugbrautanna. Alls er búið að fjar- lægja 130.000 rúmmetra af mold úr flugbrautarstæðinu en hún hefur verið nýtt til að gera hljóðmanir og slétta flugvallarlandið á svæðinu við íbúðabyggðina í Skerjafirði. Fyrir nokkra var hafist handa við að fylla upp í brautarstæðið með nýjum jarðvegsefnum sem mynda burðarlag flugbrautarinnar. Burð- arlagið er þrískipt og einn til fjórir metrar að dýpt. Neðsta lagið er skeljasandur, þá möl og loks sérunn- in steinefni sem hafa verið síuð, blöpduð og brotin niður. A tímabilinu 10.-24. ágúst er fyr- irhugað að ráðast í endurbyggingu brautamóta aðalflugbrautanna. Brýnt er að þessi áfangi verksins gangi vel því hann skerðir notkunar- möguleika flugvallarins. Hluta af verkinu átti að vinna um verslunar- mannahelgina. Flugmálastjórn hef- ur hins vegar ákveðið að seinka því fram yfir frídagana til að greiða fyr- ir innanlandsfluginu þessa helgi en á þessum tíma eru jafnan miklar annir í innanlandsflugi. Lokaverkefnið við flugbrautina, sem áætlað er að taki 30 daga, verð- ur endurbygging þess brautarhluta er liggur austan við brautamótin, eða í átt að Öskjuhlíðinni. Fullgerð og endurnýjuð frá granni verður austur-vestur flug- brautin tekin í notkun á ný 30. sept- ember nk. Þá verður flugbrautin með nýju malbiki, réttum vatns- halla, nýrri brautarmálningu, nýjum brautarljósum og nýjum leiðbein- ingarskiltum. Göngai- og hjólreiðastígur í Nauthólsvík út á sjóvarnargarð Vegna endurbyggingar flugvall- arins hefur verið ráðist í gerð sjó- vamargarðs í Fossvogi við suður- enda norður-suður flugbrautar- innar. Mannvirkið, sem verður tilbúið um mitt sumar, kemur til með að þjóna tvenns konar tilgangi. Innan við garðinn myndast uppi- stöðulón er verður nýtt til að taka á móti jarðvegsefni í flugbrautastæðin en því er dælt upp úr Faxaflóa með sanddæluskipi. Við lok flugvallar- framkvæmda, árið 2002, verður síð- an fyllt upp í lónið í þeim tilgangi að breikka öryggissvæði flugbrautar- endans þannig að hann uppfylli flug- öryggisstaðla. Um mitt sumar, þegar sjóvarnar- garðurinn verður tilbúinn, verður núverandi göngu- og hjólreiðastígur við flugbrautarendann fluttur út á brún garðsins. Markmið að framkvæmdir trufli Reykvíkinga sem minnst Það er markmið Flugmálastjórn- ar að íbúar í Reykjavík verði fyrir sem minnstu ónæði vegna fram- kvæmdanna við endurbyggingu flugvallarins. í því skyni hefur stofn- unin gripið til margvíslegra úrræða. I fyrsta lagi var vinnutíma verk- taka breytt skömmu eftir að jarð; vegsframkvæmdir hófust sl. vor. I upphafi var unnið frá kl. 6 að morgni til kl. 2 að nóttu, þ.e. vinna lá niðri í einungis fjóra tíma á sólarhring. Þessu fyrirkomulagi var fljótlega breytt vegna hávaða. Þá var gripið til þess ráðs að fjölga vinnuvélum og starfsfólki og stytta vinnutímann veralega sem hefur síðan verið á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19. í annan stað er nær öllu jarðvegs- efni sem fer í flugbrautarstæðin dælt á land með sanddæluskipi í uppistöðulónið við flugbrautarend- ann í Nauthólsvík. Með þessum hætti var unnt að draga stórkost- lega úr umferð þungaflutningabif- reiða um götur Reykjavíkur. I þriðja lagi verður núverandi göngu- og hjólreiðastígur við flug- brautarendann í Nauthólsvík færð- ur í sumar út á nýja sjóvarnargarð- inn. Gangandi og hjólandi umferð sem á leið um mun því allaf verða ut- an athafnasvæðis þeirra stórvirku vinnuvéla sem þarna þurfa að at- hafna sig á meðan framkvæmdir standa yfir í flugvallarlandinu. í fjórða lagi verða yfirstandandi framkvæmdirnar kynntar íbúum í Skerjafirði innan skamms. Heimsókn forsætisráðherra til Lettlands lauk með viðræðum við forseta landsins Skoðaði byggðasafn o g verksmiðju Byko Heimsókn í verksmiðju Byko í Lettlandi o g kaffí hjá Vairu Vike-Freiberga forseta var á dagskrá Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra á laugardaginn áður en haldið var heim á leið, segir Signln Davíðsddttir, sem var með í för. ÞAÐ er orðið af ýmsu að taka af ís- lensku framtaki í Lettlandi. Á síð- asta degi opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar og Ástríðar Thor- arensen konu hans til Lettlands fyrir helgi var röðin komin að verksmiðju Byko, um klukkustundar akstur frá Riga. Eftir að hafa skoðað byggðasafn og jafnvel bragðið sér í þjóðdans héldu forsætisráðherrahjónin í heimsókn til Vairu Vike-Freiberga, forseta Lettlands, áður en Andris Berzins forsætisráðherra og Daina Berzina kona hans kvöddu Davíð og Ástríði úti á flugvelli síðdegis á laug- ardag. Þjóðdansar og birkihríslur Það var Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Byko, sem tók á móti for- sætisráðherra og fylgdarliði hans er þau renndu í hlað við myndarlega verksmiðju Byko uppi í lettneskri sveit. Það er auðheyrt á þeim Lett- um, sem hafa kynnst íslensku at- vinnuuppbyggingunni í Lettlandi að þeir era ekki aðeins ánægðir með framtakið, heldur einnig sérlega ánægðir að fyrirtæki eins og Byko hafi valið að vera úti í sveit. Það munar mikið um nýjan hundr- að manna vinnustað þama, þar sem er ekki aðeins að fá stöðuga vinnu, heldur er vinnufólkið einnig mennt- að innan fyrirtækisins. Starfsfólkið virðist líka almennt ánægt með þann íslenska brag, sem er á fyrirtækinu. Þó yfirmenn starfseminnar í Lett- landi séu innfæddir þá era mikil og góð samskipti við Byko á íslandi og margir starfsmannanna hafa verið þar. Skrifstofustúlka, sem hefur unnið á skrifstofu Byko í Riga frá því hún var opnuð þar fyrir sex áram, lætur einkar vel af því að starfa með íslendingum. „íslendingar era gott fólk,“ segir hún af sannfæringar- krafti. Eftir að verksmiðjan hefur verið skoðuð stígur stúlknakór fram og syngur nokkur lög og hópur af krökkum í þjóðbúningum bregðui- undir sig betri fætinum í dansi. Krakkarnir koma úr næsta bæ og era gott dæmi um þann mikla tón- listaráhuga sem ríkir í Lettlandi, enda eiga þeir marga góða söngvara og kóra. Söngur og þjóðdansar era nánast þjóðaríþrótt þarna. Fótabún- aður dansaranna vekur athygli ís- lensku gestanna. Krakkamir era í skinnskóm, sem era alveg nauðalíkir íslensku sauðskinnsskónum. í rúmgóðri geymslu, sem er venju- lega full af unnu timbri hefur timb- urstöbbunum verið ýtt til hliðar, kræsingar bornar á svignandi borð og í kring er skreytt með fallegum birkihríslum. Starfsfólkið er allt í sparifötunum, því þegar íslensku gestimir era famir verður slegið upp balli og haldin árshátíð. Forsetabústaður í fyrrverandi sumarbústað Kosygins En Davíð Oddsson átti reyndar eftir að sýna að dansíþróttin hggur ekki síður vel fyrir honum en Lett- um. Þegar komið er í heimsókn í Turaida byggðasafnið verður hópn- um gengið fram á þjóðdansahóp, sem sýnir þar listir sínar. Ein kvenn- anna tekur sig út úr hópnum og leið- ir forsætisráðherra í dansinn. Af til- þrifunum mætti ætla að hann hefði verið Letti í fyrra lífi, eða að minnsta kosti meðlimur í Þjóðdansafélaginu, því lettneski skottísinn vefst í engu fyrir honum. Og dansinn liggur ekki síður vel fyrir Ástríði, sem er einnig leidd í dansinn. Formfestan var þó aftur í fyrir- rúmi þegar komið var að forseta- bústaðnum í úthverfi Riga. Allt í kring era undurfalleg gömul timbur- hús. Þau fáu, sem hafa verið gerð upp era lýsandi dæmi um hvað verð- ur að sjá þama þegar búið er að gera upp fleiri hús og endurreisa foman glæsibrag þeirra. Öðru máli gildir þó um forseta- bústaðinn, sem er í einföldum og hreinum stíl, líklega frá sjöunda ára- tugnum. Hann líkist einna helst bandarísku einbýlishúsi í stíl Frank Lloyd Wright, en var á sínum tíma byggður sem sumardvalarstaður handa Alexei Kosygin (1904-1980) leiðtoga Sovétríkjanna, þó hann hafi annars sjaldan komið þarna. Varla hefur það verið af því eitthvað væri að staðnum, því húsið stendur á und- urfallegum stað við sjóinn. Á flötinni fyrir aftan húsið í hafsýn er gróskan á Miðjarðarhafsvísu. Hvort það var með vilja gert að köttur forsetans skaust fram til gest- anna áður en forsetinn birtist er óvíst, en kötturinn er annar tveggja kanadískra katta, sem þarna búa með forsetahjónunum. Eins og nærri má geta era þetta frægustu kettimir í Lettlandi. Sjálf fæddist forsetinn í flóttamannabúðum í Þýskalandi, bjó síðan í Marokkó áð- ur en hún flutti til Kanada, þar sem hún lagði stund á sálfræði og varð síðar prófessor. Eins og margir Lettar erlendis flutti hún heim er hún fór á eftirlaun 1998 og var síðan kosin forseti til fjögurra ára 1999. Eftir samræður forsetans við Davíð Oddsson og foraneyti hans var geng- ið um garðinn áður en forsetinn var kvaddur. Gestgjafarnir Andris Berzins og Daina Berzina fylgdu Davíð Odds- syni og föraneyti hans út á flugvöll, þar sem gestirnir voru kvaddir á sama hátt og þeir voru boðnir vel- komnir, með heiðursverði hermanna og herhljómsveit, sem lék þjóð- söngva landanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.