Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KRISTINN HANNESSON, Kóngsbakka 16, lést á Landspítalanum föstudaginn 26. maí. Aðalheiður Halldórsdóttir, Guðmunda Kristinsdóttir, Sigurður Elli Guðnason, Sigríður Hanna Kristinsdóttir, Finnbogi Finnbogason, Hannes Kristinsson, Rósa Sigríður Gunnarsdóttir, Þóra Kristínsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Þorvaldur Hannesson, Guðmunda Oddsdóttir, Sigurlaug Hannesdóttir, Jóhann Guðmundsson og barnabörn. + Föðursystir okkar, SOLVEIG JÓNSDÓTTIR frá Kambshóli, Háaleitisbraut 113, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 28. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Sólmundsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLI TRYGGVASON frá Gröf í Svarfaðardal, Svarfaðarbraut 4, Dalvík, lést föstudaginn 26. maí. Útförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Torfadóttir og börn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir okkar, GERÐA BJARNADÓTTIR, Ljósheimum 20, Reykjavík, lést mánudaginn 15. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Hörður Guðjónsson, Agnes Rice, Lee Rice, barnabörn, barnabarnabörn, Hrefna Bjarnadóttir, Guðbjörn Bjarnason. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNA INGIMUNDARDÓTTIR, áður Sörlaskjóli 7, lést á Landakotsspítala laugardaginn 27. maí. Guðmundur Már Brynjólfsson, Sesselja Þorbjörg Jónsdóttir, Hallvarður Ferdinandsson og fjölskyldur. + Elskulegur bróðir okkar, mágur, frændi og faðir, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, ) lést miðvikudaginn 24. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 2. júní kl. 15.00. Gísli Ásgeirsson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir, Edward Westlund, Hildur Sunna Ásgeirsdóttir. MARIUS AÐALBJÖRNSSON GRÖNDAL + Maríus Aðal- björnsson Grön- dal fæddist í Reykja- vík 30. september 1980. Hann lést 5. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 12. maí. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að það yrði svona erfitt að skrifa nokkuð eins og eftirmæli um hann elsku Maríus minn. Því aldrei hefur ríkt jafn mikil sorg og vanmáttartilfinning í hjarta mínu og nú. Mér finnst hrein- lega að engin orð fái því lýst hvernig mér líður, maður getur svo illa sætt sig við svona skyndilega sorgar- atburði og ég á enn von á því að Mar- íus mæti heim eða í vinnuna til mín. Það er sjaldan sem maður fær að kynnast jafn einstökum og yndisleg- um strák og Maríusi. Hann var alltaf frekar hlédrægur og alveg ótrúlega góður, hann gat komið sér í vand- ræðalegustu aðstæðurnar bara svo að aðrir þyrftu ekki að hafa fyrir honum. Hann var alltaf að gleðja aðra með gjörðum og gjöfum og allt- af óumbeðinn, t.d. þegar hann mætti til mín um páskana með tvö stærstu páskaeggin sem voru að sjálfsögðu opnuð strax! Þau eru alveg endalaus tilfellin þar sem Maríus tók upp á einhverju svona og ég veit að ég kæmist ekki yfir að telja upp allt það góða sem hann gerði og þá kosti sem hann hafði til að bera. Svo tillitssamur og elskulegur, ástin mín. Maríus var mjög blíður og góður strákur sem fékk því miður mjög snemma að kynnast því hvað heimurinn getur verið óvæginn og grimmur og það setti mark sitt á hann. Ég er ævinlega þakklát fyrir allar þær frábæru stundir og þau yndis- legu ár sem við áttum saman. Ég gleymi því aldrei hvað við vorum ánægð þegar við eignuðumst fyrsta heimilið okkar uppi í Árbæ. Allt til- standið sem var fyrir þessa 18 fer- metra var alveg ótrúlegt. En okkur leið mjög vel, svo vel að við fórum rétt þaðan út til að vinna. Þegar Maríus fór að vinna á Grundartanga hringdum við stundum tíu sinnum á dag hvort í annað, bara til að vera viss um að hinu liði vel. Ég og Erla fói-um og heimsóttum hann og Viðar og sváfum ef við gátum, þá voru þeir öfundaðir alveg fram og til baka af hinum verkamönnunum, ég efast um að konurnar þeirra hafa viljað koma þarna, hvað þá gista. Jólin ’97 voru þau bestu sem ég hef upplifað og á ég það Maríusi að þakka, ásamt fleiru. Og hvað þú varst ánægður þegar þú keyptir íbúðina í Flúðaseli. Ég sé það ennþá fyrir mér, þú og Sverrir að vesenast eitthvað að reyna að koma öllu fyrir og allt úti um allt! Þær eru mjög margar minn- ingarnar og þær munu alltaf fylgja mér, alltaf. Það var ótrúlega sterkt og náið sambandið okkar á milli og ég veit að það verður aldrei annar eins og elsku Maríus. Það er því með mikilli eftirsjá og þungum harmi að ég kveð mína einu sönnu ást. Elsku Maríus minn, ég veit að þér líður vel núna og ég verð að virða ákvörðun þína. Ég mun varðveita þig í hjarta mínu að eilífu. Þín ætíð, Sigrún Gréta Heimisdóttir. Elsku Marri minn. Það eru ekki til þau orð sem lýsa því hversu sárt þín er saknað. Nú ertu kominn á betri stað og ég stend eftir með allar ómetanlegu minningamar sem þú gafst mér. Takk fyrir allt, elsku Marri minn. Guð blessi þig og fjöl- skyldu þína að eilífu. Manstu þau kvöld er þú komst þreyttur heim? Hve þá var gott að mega hvílast rótt! Móðir þín blessuð bauð þér góða nótt og bjó þér væra hvíld í faðmi þeim, er svefnsins dísir opna ungii sál, sem ein fær skilið draumsins ljúfa mál. (Tómas Guðmundsson.) Þín vinkona, Ingibjörg (Inga). GUÐJÓNA ALBERTSDÓTTIR + Guðjóna Alberts- dóttir fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 23. sept- ember 1916. Hún lcst 19. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 26. maí. Lífsgleði - kraftur - þor eru fyrstu orðin er koma mér í hug er ég minnist kærrar vin- konu minnar og sam- starfskonu, Guðjónu Albertsdóttur. Jóna eins og hún var venjulega kölluð var engin meðalmanneskja. Hún var það full af starfsorku að það hálfa hefði verið nóg, og hún hafði lag á að hrífa fólk með sér hvort sem það var á heimilinu, í garðinum, á vinnu- stað eða við félagsstörf smitaðist fólk af áhuga hennar og krafti. Hún var óþreytandi við að miðla fólki af lífsgleði sinni og þekk- ingu á ýmsum sviðum. Allt skapandi starf var henni mjög að skapi og fór hún oft ótroðnar slóðir og hafði þor til að skera sig úr fjöldan- um. Hún elskaði söng og tónlist og naut sín til fulls í syngjandi stuði meðal ungra sem aldinna. Sannaðist það á áttræðisafmælinu hennar, sem ég var svo heppinn að sitja, að hún hafði engu gleymt. Hún var náttúrubarn og hafði yndi af garðrækt og jurtum bæði til gagns og gleði. Sérstakt lag hafði hún á öllum grasalækningum og eru það áreiðanlega fleiri en ég sem lifað hafa á þekkingu hennar í gegnum árum. Allt varðandi heilsu- rækt lét hún sig miklu varða og var langt á undan sinni samtíð varðandi hollustu útilífs, hreyfingar og slök- + Bróðir okkar, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON myndlistarmaður, Laufásvegi 18a, Reykjavík, lést mánudaginn 29. maí. Unnur Benediktsdóttir, Jón Benediktsson og fjölskyldur. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARJO KAARINA KRISTINSSON, andaðist mánudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. júní kl. 13.30. Gísli Jón Kristinsson, Katri Jónína Gísladóttir, Jens Kristinn Gíslason, Jón Benedikt Gíslason. unar. Það var yndislegt og orkugef- andi að koma í heimsókn til hennar og ekki bara vegna kleinu- og köku- ilmsins. Börn nutu sín í návist henn- ar því fyrir utan allar veitingar hafði hún sérstakt lag á börnum. Lét þau leika, föndra og syngja að ógleymdum hringleikjunum. Má segja að heimilið og garðurinn hafi verið þeim ævintýraheimur. Það var ekki að ástæðulausu að ein lítil dóttir mín sagði: „Þegar ég er orðin stór og Jóna gömul og getur ekki lengur búið í húsinu, ætla ég að kaupa það.“ Það eru ekki allir draumar sem rætast en þessi gerði það svo sannarlega. Hjartans þakk- ir Jón og Jóna. Og það var einmitt í samvinnu við börnin sem ég kynnt- ist henni best og vil sérstaklega þakka. Ég kann ekki að nefna þann árafjölda er hún starfaði hér í Súg- andafirði sem gæslumaður barna- stúkunnar Vísis. En nokkur síðustu árin er hún sinnti því fórnfúsa starfi var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að rétta henni hjálparhönd. Og því- líkur kraftur. Það varsannarlega starfað af lífi og sál og þetta leið- beinandastarf átti einstaklega vel við hana. Það var ekki hikað við að taka hópana heim til sín til undir- búnings fundanna og ótal voru þau söng- og skemmtiatriði sem þar voru æfð. Eins var mikil vinna lögð í jólatrésskemmtunina sem Vísir stóð alltaf fyrir, farið í ferðalög og skrúðgöngur í kirkju á sumardag- inn fyrsta. Efast ég ekki um að ótal súgfirsk ungmenni minnast hennar með hlýhug og þakklæti fyrir allar þær þroskandi gleðistundir er hún veitti þeim. Og í síðasta sinn sem ég heyrði í henni, var það einmitt til þess að fá samþykki hennar fyrir því að lokasjóður Vísis rynni til súg- firskra skólabarna. En þar er hún líka enn þann dag í dag að veita gleði, því þegar ömmubarn hennar og nafna hóf skólagöngu sína gaf hún mér blómið bróðurkærleik. Hefur það varðveist hér í firði allar götur síðan, þó eftir krókaleiðum hafi farið. Og enn vorið 2000 veitir það yngstu börnunum gleði að fylgj- ast með því undri er eitt fræ verður að fallegu blómi. Og þannig hefur sá bróðurkærleikur er hún sáði í ungar barnssálir þroskast og vaxið og mun halda áfram að bera blóm sín um ókomna tíð. Fyrir hönd súgfirskra foreldra vil ég aðeins segja: Hjart- ans þakkir, Jóna mín. Guð styrki þig, Jón minn, og afkomendur alla. Þóra Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.