Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Vinningshafar í getraun Búnaðarbankans á sýningunni Daglegt líf. Vinningshafar í getraunaleik DREGIÐ hefur verið í getraunaleik sem Búnaðarbankinn stóð fyrir á sýningunni Daglegu lifi sem nýlega var haldin í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Á myndinni eru þeir Ólafur Héðinsson skrifstofustjóri, lengst til vinstri, og Ásgrfmur Hilmisson útibússtjóri til hægri í hópi nokk- urra vinningshafa. Við hlið Ólafs er Elva Diana Danfelsdóttir sem hlaut bílprófsstyrk Búnaðarbankans að þessu sinni en þá koma vinnings- hafarnir, Halla Björg Harðardóttir og Leifur Brynjólfsson, en í neðri röðu eru Hafdfs Davíðsdóttir, Reimar Árni Guðmundsson, Krisij- án Þór Gfslason og Karen Júlía Leósdóttir. Jóhanna Gunnarsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Óskar Ósk- arsson og Kristinn Vigfússon hlutu einnig vinninga en voru ekki við- stödd afhendingu verðlauna. Goðafoss tók niðri við innsiglinguna í Húsavíkurhöfn • • 011 skrúfublöð skipsins skemmdust GOÐAFOSS, flutningaskip Eim- skips, tók niðri rétt utan við innsigl- inguna í Húsavíkurhöfn sl. föstu- dagsmorgun. Kafari var fenginn til að athuga skemmdir við bryggju á Húsavík og þá kom í ljós að öll fjögur skrúfublöð skipsins höfðu skemmst. Magnús Fr. Sigurðsson, skipstjóri á Goðafossi, sagði að skemmdirnar hafi ekki snert sjóhæfni skipsins og var því siglt til Akureyrar á laugar- dag, þar sem skipið var tekið upp í flotkvína til viðgerðar. Magnús sagði að stefnt væri að því að ljúka fullnað- arviðgerð nk. fimmtudag. Goðafoss er stærsta skip sem tek- ið hefur verið upp í flotkví hér á landi, að sögn Antons Benjamínsson- ar, verkefnisstjóra hjá Stáltaki. Mesta lengd skipsins er tæpir 107 metrar og breiddin er 19 metrar. Stærsta skip sem tekið hafði verið í flotkvína var Hofsjökull, en hann er um 10 metrum lengri en Goðafoss en þremur metrum mjórri. Anton sagði að breidd Goðafoss gerði það að verkum að skipið kæmist hvergi í flotkví hérlendis nema á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Goðafoss er stærsta skipið sem tekið hefur verið í flotkví hérlendis. Morgunblaðið/Kristján Sonja Grant frá Kaffitári, Guðmundur Björgvin Baldursson, maki eig- andans Önnu Hildar Guðmundsdóttur, og Inga Hrönn Ketilsdóttir starfsmaður. Nýir eigendur að Kaffí Tröð Símenntunarmiðstöð Eyjafíarðar Katrín Dóra ráð- in forstöðumaður Dalvík- urbyggð við ald- arlok DALVÍKURBYGGÐ hefur gefið út myndband sem heitir „Dalvíkurbyggð við aldarlok." Bæjarstjóm Dalvíkurbyggðar ákvað að láta gera myndband um stórbrotna náttúru og lit- ríkt mannlíf sveitarfélagsins í tilefni árþúsundamóta. Öm Ingi Gíslason tók og vann myndina, en hún sýnir margbreytileika náttúra og mannlífs á árinu 1998 til ára- móta 1999. Texti er eftir Hjör- leif Hjartarson en einnig prýðir myndina tónlist svarfdælskra kóra og söngsveita. Gengið verður í hús í Dalvík- urbyggð og myndbandið boðið til sölu á næstu dögum en það verður einnig til sölu á skrif- stofu sveitarfélagsins í Ráðhús- inu og í Sundlaug Dalvíkur. í Reykjavík verður myndbandið til sölu hjá Samspil-Nótan í Skipholti 21 frá 10. júní næst- komandi. Myndbandið verður kynnt á Kaffi menningu fljót- lega. A kápu myndbandsins segir: „Myndbandið er m.a. ætlað til sölu bæði til ferðafólks og ekki síður heimamanna hér heima og að heiman. Óhætt er að full- yrða að Emi Inga og öðrum sem að myndinni standa hafa með einstæðum hætti tekist að fanga í mynd þá miklu og sí- breytilegu náttúrafegurð sem hér er að finna árið um kring.“ Myndbandið er selt á 3.000 krónur NÝR eigandi, Anna Hildur Guð- mundsdóttir hefur tekið við rekstri kaffihússins í verslun Pennans á Akureyri, en það heit- ir nú Kaffí Tröð eftir fyrsta kaffihúsinu sem rekið var á Is- landi. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum, en m.a. verða gesta- kokkar að störfum f eldhúsinu alla föstudaga og reið Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akur- eyri á vaðið sl. föstudag og sýndi hann gestum hversu Iiðtækur hann er í því að elda lax. Um eins konar áskorendaleik verður að ræða og skoraði bæjarstjóri á Sigríði Sunnevu, fatahönnuð að koma og elda næsta Fóstudag. Samstarf er á milli kaffihússins og Kaffitárs og munu starfsmenn þess koma af og til norður og kynna ýmsar nýjungar á kaffi- markaðnum. Margvíslegir kaffi- drykkir eru á boðstólum, m.a. jöklakaffi sem er borið fram ís- kalt. Þá geta gestir keypt kaffi á staðnum og tekið með sér út í frauðplastumbúðum og hefur sú þjónusta notið vinsælda. Að sjálf- sögðu eru kökur af ýmsu tagi í boði sem og beyglur svo eitthvað sé nefnt og þá er hægt að kaupa hádegisverð á Kaffi Tröð. KATRÍN Dóra Þorsteinsdóttir hef- ur verið ráðin forstöðumaður Sí- menntunarmiðstöðvar Eyjafjai'ðar og hefur hún þegar tekið til starfa. Hún er kennari og iðnrekstarfræð- ingur að mennt og var áður stöðvar- stjóri íslandsflugs á Akureyri. Starfsemi símenntunarmiðstöðvar- innar verður fyrst um sinn í hús- næði Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar við Strandgötu á Akureyri. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er sjálfseignarstofnun með sérstaka KEA hefur nú opnað umræðusvæði á heimasíðu sinni. Því er ætlað að vera vettvangur fyrir lifandi um- ræðu um KEA og dótturfélög. Hér kominn kjörinn vettvangur íyrir félagsmenn og aðra til að koma skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust, segir í fréttatilkynn- ingu frá KEA. Slóðin á heimasíðu KEA er www.kea.is. Þar er smellt á „Um KEA“ og er þá hægt að fara beint inn á umræðusvæðið. Bæði er hægt að taka þátt í umræðum sem þegar era hafnar um eitthvert tiltekið mál, svara skoðunum annarra eða brydda upp á nýju umræðuefni. I byijun er þess vænst að um- ræðusvæðið verði vettvangur til að fá fram hugmyndir og skiptast á skoðunum um stefnumótum KEA. Heimasíða eða vefsvæði félagsins hefur nú verið starfrækt í vel á ann- að ár og er í stöðugri þróun. Þar má nálgast ýmsan fróðleik um félagið, stjórn. Hún var stofnuð í lok mars sl. en stofnendur eru helstu mennta- stofnanir á Eyjafjarðarsvæðinu, Akureyrarbær, sveitarfélög í Eyja- firði og fyrirtæki og stofnanir í firð- inum. Markmið stofnunarinnar er fyrst og fremst að efla símenntun á svæð- inu og bjóða einstaklingum hagnýta og fræðandi þekkingu á öllum skóla- stigum. Jafnframt að veita ráðgjöf til fyrirtækja um símenntun og ein- staklingum starfs- og námsráðgjöf. lesa nýjustu fréttir sem því tengjast, fá uppskriftir af fjölmörgum girni- legum réttum og ýmislegt fleira. ------*-M------- Samþykkt að taka tilboði Landsbanka BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að taka tillboði Landsbanka Islands í bankaþjónustu fyrir bæinn. Fjögur tilboð bárast þegar þessi þjónusta var boðin út nýlega, en auk Landsbanka buðu Búnaðarbankinn, íslandsbanki og Sparisjóður Norð- lendinga einnig að annast þessa þjónustu fyrir bæinn. Tilboð Landsbankans þótti hagstæðast, en væntanlegur ávinningur af útboðinu er ríflega 30 milljónir á 5 ára tíma- bih, vegna hærri vaxtatekna og lægri þjónustuútgjalda. KEA opnar umræðu- svæði á heimasíðunni REVKIAVÍK-AKU REYRI-REVKIAVIK mgju ,rekar Atta sinnum a Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 .730 kí. me&fluyvallarsköttum FLUGFELAG ISLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.