Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ 111 ii II iii 1 iiii n II flilllllllllllilllllllllllllllllllillllilii lllllill 11 J M • W OO OO OO OO f j§y oo oo mm c i n 11—y—i c □nm c 0 DD b 1 n m OO OO OO OO E trji MUi jjgp O O OO Útlitsmynd af Brekkubæjarskóla eins og hann kemur til með að lfta út eftir breytingar. Grunnskólarnir á Akranesi Framkvæmdir vegna einsetningar að hefjast Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Frá undirritun samnings um stækkun Brekkubæjarskóla. Konráð And- résson, framkvæmdastjóri Loftorku hf., og Gísli Gíslason bæjarstjóri. Akranesi - Framkvæmdir við við- byggingu Brekkubæjarskóla á Akranesi hefjast í sumar og var samningur um þá framkvæmd und- irritaður á dögunum og er um að ræða einn stærsta verksamning sem Akraneskaupstaður hefur gert til þessa. Fyrirtækið Loftorka hf. í Borgarnesi verður verktaki og er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið haustið 2001. Verksamningur hljóð- ar upp á röskar 164 milljónir króna. Hin nýja bygging er á þrem hæð- um og tengist gamla skólahúsinu og á neðstu hæðinni eru tvö herbergi, sem nýtt verða fyrir hljóðfæra- kennslu á vegum Tónlistarskólans á Akranesi, aðstaða verður fyrir stofnþjónustu skólans, m.a. heilsu- gæslu, sálfræði- og ráðgjafaþjón- ustu, biðstofu og húsnæði fyrir sér- deild. Á hinum tveim hæðunum verða m.a. tíu kennslustofur auk annars rýmis. Allar kennslustof- urnar eru með salerni og fatahengi inni í stofunni. Kennslustofurnar eru flestar 60 fermetrar, en þrjár þeirra eru stærri. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra á Akranesi er þessi verká- fangi fyrri hluti framkvæmda vegna einsetningar grunnskólanna á Akranesi, en síðari hlutinn er stækkun Grundaskóla, sem lokið verður haustið 2002. Samningaviðræður um það verk eru í gangi við Loftorku hf. en fyrir- tækið var lægstbjóðandi í það verk. í Grundaskóla er gert ráð fyrir allt aðl.000 m2 nýbyggingu, sem fyrst og fremst er viðbótarkennslurými. Gísli segir að með þessum fram- kvæmdum verði báðir skólarnir í stakk búnir fyrir einsetningu þeirra auk þess sem séð er fyrir hugsan- legri fjölgun nemenda vegna fólks- fjölgunar í bænum á næstu árum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Ferðafólkið við Hummerinn góða, sem hvílir eitt hjólið á Langanes- grjótinu. Félagar í Oddfellow heimsækja Vestfirði Flateyri - Um 60 félagar í bræðra- lagi Oddfellow á suðvesturhorninu héldu í ferðalag fyrir skemmstu og skruppu í dagsferð vestur á firði til að heimsækja félagsmenn Odd- fellow í ísafjarðarbæ. Þar var tekið á mótihópnum og farið með rútum í skoðunarferð um bæjarfélagið sem nær yfir Qóra firði. Fyrsti áfangastaður ferðalang- anna var harðfiskverkun Halldórs Mikkaelssonar í Neðri-Breiðadal í Onundarfirði þar sem boðið var upp á harðfisk og vestfirskar hveitikökur. Má kannski segja að þar hafi menn fengið smábragð af því að standa á tindi Mount Everest því harðfiskur frá þeim hjónum Guðrúnu og Haildóri var á sínum tíma með í nestispokum íslensku Everestfaranna. Til gamans má geta þess að ís- lensku pólfararnir völdu einnig ön- firskan harðfisk í nesti sitt bæði fyrir suður- og norðurpólinn enda eru Vestfirðir rómaðir fyrir gæða- verkun á þjóðlegum fiskafurðum eins og harðfíski, hákarli og skötu. Dyttað að á Langanesi Þórshöfn - Út að Skálum á Langa- nesi er seinfarið en þangað fjöl- menntu bæði félagar úr Björgun- arsveitinni Hafliða og kvennadeild auk fleira fólks fyrir nokkru. Farið var á Hummer bifreið sveitarinnar undir öruggri stjórn Konráðs Jó- hannssonar og níu jeppum að auki. Hummerinn var í essinu sínu á óveginum út á Langanes en einnig var ekið á fönn sem var mun fljót- farnari leið en snjólétt var þó á Nesinu á þessum tíma. Ökumenn jeppanna hleyptu duglega úr dekkjunum og síðan var þeyst af stað yfir hvað sem fyrir varð. Tilgangur ferðarinnar var að dytta að neyðarskýli björgunar- sveitarinnar, Albertsbúð, sem er staðsett á Skálum og talstöðin þar prófuð. Það gekk vel og viðdvölin á Skálum varð ekki löng en heitt kakó og meðlæti rann vel niður í ferðalanga í nepjunni. Þaðan hélt jeppalestin út á Font og hafði stutta viðdvöl við Skoruvíkurvita og gamla eyðibýlið, Skoruvík. Verður árlegt verkefni Þetta var góð ferð sem hristi páskarykið af mönnum og björg- unarsveitarfólk varð ásátt um að gera Langanesferð að árvissum viðburði bæði til að huga að neyð- arskýlinu en einnig til skemmtun- ar og upplyftingar á félagsand- anum. Langanesið er paradís útivistar- fólks hvort sem er að vetri eða sumri og sívaxandi áhugi fólks fyr- ir að komast þangað en óvegurinn er mikill farartálmi. Fuglalífið er fjölbreytt og einnig eru minjar um áður blómlega byggð og mann- virkin sem enn standa hafa sögu að segja. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Félagar í Oddfellow fyrir framan harðfiskverkun Halldórs Mikkaels- sonar í Neðri-Breiðadal í Onundarfirði. Óánægðir Þórshafnarbúar Brúin yfir Svalbarðsá. Vegur eða óvegur Þórshöfn - Vegamálin hggja þungt á íbúum þessa byggðarlags en eins og svo oft áður er litlu fé úthlutað til uppbyggingar vega í N-Þingeyjarsýslu. I sumar renn- ur ekkert fé til vegauppbyggingar í Norður-Þingeyjarsýslu utan þess að malbikskafli lengist um tæpa 5 km í Öxarfirði. Leiðin milli Þórshafnar og Húsavíkur er varla farandi nema á 33ja tommu dekkj- um og eru íbúar hér orðnir lang- þreyttir á því að vera sífellt settir til hliðar. Þeir gleymast hins veg- ar ekki þegar kemur til innheimtu á þungaskatti og öðrum slíkum gjöldum. Þá sitja þeir við sama borð og aðrir. Framtíðarsýn íbúa byggðar- lagsins hér er heilsársvegur yfir Öxarfjarðarheiði og er sá vegur á langtímaáætlun - en langt finnst þeim sem bíður. í suðursýslunni er loksins kominn skriður á vega- gerð um Tjörnes en vegurinn þar er mikil slysagildra, einkum Auð- bj argarstaðabrekka. Umferð vöruflutningabíla er að aukast en í ágústmánuði hætta Samskip siglingum með strönd- inni og þá bætist allur þeirra flutningur við landflutningana, s.s. fiskiflutningar og fleira svo enn brýnni nauðsyn er á vegaupp- byggingu. Brekknaheiði milli Þórshafnar og Bakkafjarðar er dæmi um al- gjöran óveg en sá vegur verður þó lagfærður í sumar með grófu burðarlagi og fínna lagi yfir en varanleg uppbygging vegarins stendur ekki til að svo stöddu. í vesturáttina er brúin yfir Svalbarðsá mikill farartálmi. Hún er orðin stórhættuleg; aðkeyrslan er slæm báðum megin og brúar- riðið brotið. í samtali við Vega- gerðina á Akureyri kom fram að á næsta ári verður byggð ný brú yf- ir ána og hún tengd. Það er vonum seinna því brúin er mikill flösku- háls varðandi þungaflutninga og vöruflutningabílar geta ekki farið yfir hana fulllestaðir þar sem hún ber ekki leyfilegan hámarks- þunga. Akstur hálftómra flutn- ingabíla er óhagkvæmur og hátt flutningsgjald fer út í vöruverðið og síðan virðisaukaskatturinn of- an á allt saman. Landsbyggðarvandi eða landsfeðravandi Allt þetta þýðir margfaldan kostnað fyrir íbúa hér í byggðar- laginu; hærra vöruverð vegna óhagkvæmra flutninga, stórfelld- ur viðhaldskostnaður á bíla vegna eilífs grjótbamings og lengi mætti áfram telja. Samgöngumál eru einn af þeim þáttum sem vega þungt í búsetuvali fólks. Það er mál manna hér að hinn margum- talaði vandi landsbyggðarinnar sé í raun tilbúið vandamál landsfeðr- anna - þeir sem stýra fjármagn- inu eru vandamálið en ekki lands- byggðin sjálf. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Brautin var mjög erfið og reyndist mörgum þungt að haldast á hjólinu. Islandsmót í mótokrossi Vestmannaeyjar - Fyrsta umferð af fjórum á íslandsmótinu í mótorkross fór fram í Vestmannaeyjum laugar- daginn 20. maí, síðastliðinn. Kepp- endur voru 34 og hafa aldrei verið fleiri í þessari keppni hér á landi. Brautin, sem liggur í vikurfláka á nýja hrauninu í Eyjum, þykir ein- hver sú erfiðasta sem mótorhjóla- menn hafa glímt við hér á landi í langan tíma. Brautin var 2,5 kfló- metrar og keppt var í 3 x 15 mínútur. Islandsmeistarinn frá síðasta ári, Ragnar Ingi Stefánsson, sigraði eft- ir mjög hafða keppni við Reyni Jóns- son sem hafnaði í öðru sæti en í því þriðja varð Viggó Viggósson. Næsta mót fer fram á Akureyri um hvítasunnuhelgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.