Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Minningarsjóður frú Stefaníu Guðmundsdóttur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sjóðsljóm ásamt styrkþegum. Davíð Scheving Thorsteinsson, Stefanía Borg, Geir Borg, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Gunnarsson og Hjörtur Torfason. Þrír ungir leikarar hlutu ferðastyrk I GÆR var tilkynnt um úthlutun úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Geir Borg, stjómarformaður sjóðsins og sonur frú Stefaníu, tilkynnti um út- hlutunina og rifjaði upp tildrögin að stofnun sjóðsins og sögu hans. Styrki hlutu að þessu sinni leikar- amir Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson og Jóhanna Vigdís Amardóttir. Styrkupphæðin nemur 500 þúsund krónum til hvers þeirra. Stjóm sjóðsins skipa, auk Geirs Borg, þau Þorsteinn Gunnarsson varaformaður, Davíð Scheving Thor- steinsson ritari, Hjörtur Torfason gjaldkeri og Stefanía Borg með- stjórnandi. I máli Geirs Borg kom fram að það vora hjónin Anna Borg og Paul Reumert sem lögðu sjóðnum til fjármagn, fyrst með tekjum sín- um af leiksýningum er þau stóðu að hér á landi árið 1938 og síðar lagði Paul Reumert sjóðnum til óskert höfundarlaun sin af bókinni um Önnu Borg er hann ritaði eftir andlát hennar 1963. Sjóðurinn var formlega stofnaðu 1965 og fyrsta úthlutun fór fram árið 1970. Fyrsti styrkþeginn var Helga Bachmann leikkona en alls eru styrkþegar sjóðsins nú orðn- ir 20 að tölu. Uthlutanir hafa ekki verið árlega heldur hefur stjóðstjóm ákveðið hversu ört skuli úthlutað og til hversu margra hverju sinni. Styrkþegar era til þessa, auk þeirra sem styrkinn hlutu að þessu sinni, Amar Jónsson, Þorsteinn Gunnars- son, Sigurður Skúlason, Þóra Frið- riksdóttir, Anna Kristín Amgríms- dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Steinþór Sigurðsson, Stefán Bald- ursson, Sunna Borg, Edda Heiðrún Backman, Helgi Bjömsson, Valde- mar Öm Flygenring, Þór H. Tulin- íus, Halldóra Geirharðsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins er það markmið hans að efla leiklist á Islandi með því fyrst og fremst að veita íslensku leiklistar- fólki styrki til framhaldsnáms er- lendis. I samræmi við það er þess vænst af styrkþegum hans að þeir nýti styrkinn til náms- eða kynnis- dvalar erlendis um lengri eða skemmri tíma. Eru styrkþegar sjálfráðir um hvemig að þessu er staðið. Guðjón Friðriksson ritar sögu Jóns Sigurðssonar „Fólk veit af- skaplega lítið um þennan mann“ „HUGMYNDIN er að reyna að komast nær manninum Jóni Sig- urðssyni," segir Guð- jón Friðriksson sagn- fræðingur sem hyggst ríta ævisögu Jóns Sig- urðssonar forseta. Guðjóni var nýlega út- hlutað fjögurra mán- aða dvöl í fræðimanns- íbúð sem kennd er við Jón Sigurðsson og vinnuaðstaða í Jóns- húsi í Kaupmanna- höfn. Guðjón er um þess- ar mundir að ljúka við handrit að þriðja og síðasta bindi ævisögu Einars Benediktssonar, sem kemur út í haust. „Svo ætla ég að vinda mér í næsta verkefni, ævi- sögu Jóns Sigurðssonar, sem mér finnst eiginlega orðið mjög tímabært að skrifa upp á nýtt, því hann er að mínu mati dálítið fjarlægur íslend- ingum. Það þarf kannski að gera hann aðeins mannlegri - fólk veit í raun og vera afskaplega lítið um þennan mann,“ segir Guðjón. „Að vísu er allt hans bréfa- og skjalasafn hér heima en hinsvegar bjó hann alla sína tíð í Kaupmanna- höfn og ég ætla að athuga hvort ég geti ekki fundið eitthvað í dönskum skjalasöfnum sem ekki hefur áður komið fram - þeir hljóta nú að hafa fylgst eitthvað með honum þarna. Svo ætla ég að reyna að setja mig vel inn í lifsmunstur hans þarna í borg- inni og kynnast henni um leið sjálfur og reyna þannig að gera þetta svolít- Guðjón Friðriksson Jón Sigurðsson ið lifandi," segir Guðjón, sem heldur til Hafnar 1. desember nk. og hyggst dvelja þar fram til vors. --------------- Orgelvígsla í Skálholti HAUKUR Guðlaugsson söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar og Hilmar Öm Agnarsson halda orgeltónleika í Skálholtskirkju á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Undanfarið hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á orgeli kirkjunnar og mun vígslubiskup blessa orgelið í upphafi tónleikanna. Orgelið var upphaflega gefið kirkjunni af danska ríkinu og smíðað i Danmörku í orgel- smiðju Frobenius. Útlit orgelsins hefur ekki breyst. Syng um það sem ég þekki Berfætta söngdrottningin frá Grænhöfða- eyjum, Cesaria Evora, er nú stödd hér á landi og syngur á tvennum tónleikum, í kvöld og annað kvöld, en hún segir sig lengi -----------------7------------ hafa langað til Islands. Morgunblaðið/Þorkell Söngdrottningin berfætta er hún kölluð, Cesaria Evora frá Grænhöfðaeyjum. CESARIA Evora, sem vinir hennar kalla Cize, heitir söngkona frá Græn- höfðaeyjum sem vakið hefur athygli fyrir sérstaka seiðandi contralto rödd sína. Cesaria er fædd á eynni Mindelo í Grænhöfðaeyjaklasanum í ágúst 1941 og var snemma annáluð fyrir söng sinn. Ekki gekk henni þó að koma undir sig fótunum sem tónlist- armaður þrátt fyrir ferðir til Portú- gal að taka upp, en markaðurinn heima fyrir stóð varla undir því að það borgaði sig að gefa út plötur. Það var ekki fyrr en franskur maður, José Da Silva, sem ættaður var frá Grænhöfðaeyjum og þekkti því til Cesariu, bauð henni að koma til Par- ísar að hún sló til, þá 47 ára gömul og orðin amma. Hún segir svo frá að hún hafi í raun engu haft að tapa og því haldið vongóð í sína fyrstu Parísar- ferð. Fyrsta platan kom svo út 1988, hét La Diva aux pieds nus, berfætta söngdrottingin, og alþjóðlegur tón- listarferill hennar var þar með haf- inn. Cesaria syngur þjóðlega tónlist frá heimalandi sínu, svonefnda moma- söngva sem eiga sér langa hefð og flétta saman áhrifum úr ýmsum átt- um, frá Afríku, úr Karíbahafi og frá Portúgal, en er þó hvergi að finna nema á Grænhöfðaeyjum, trega- skotnir söngvar um söknuð og þrá og þá aðallega eftir heimalandinu, en sökum erfiðs efnahags á Grænhöfða- eyjum hafa margir íbúanna þurft að dvelja erlendis við störf lungann úr ævinni. Til að sýna samstöðu með því fólki sem á kannski aldrei eftir að líta heimahaga aftur augum eða ættingja og vini heima fyrir syngur Cesaria Evora alltaf berfætt og hefur því við- urnefnið berfætta söngdrottningin eins og áður getið. Langaði til Islands í viðtali í Morgunblaðinu fyrir tveimur áram lýsti Cesaria Evora áhuga sínum á að koma til Islands og hún segist hafa haft nasasjón af landi og þjóð fyrir starf íslendinga að þró- unarmálum á Grænhöfðaeyjum. „Ég bý í hafnarborg og óteljandi þjóðir koma þar við, en ég man eftir Islend- ingunum fyrir það sem þeir hafa gert til að hjálpa okkur og svo hef ég líka kynnst Islendingum persónulega,“ segir hún og bætir við er hún heyrir hve mikill áhugi var fyrir tónleikun- um að það sé víst að hún eigi eftir að koma aftur til íslands. Heim að telja peninga Cesaria Evora er í miðri tónleika- ferð þegar hún kemur hingað til lands, hefur nýlokið ferð um hin Norðurlöndin þar sem hún söng hvarvetna fyrir fullu húsi. Þannig söng hún í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku fyrir komuna hingað, þá taka við tónleikar I Frakklandi, sem era einskonar höfuðstöðvar hennar utan heimalandsins, á Spáni, í Túnis, Bandaríkjunum, Júgóslavíu, Kanada, ísrael, á Grikklandi, Hollandi ... og svo framvegis segir hún, hálf hissa yf- ir ranunni, en bætir svo við að hún eigi stundum erfitt með að muna alla romsuna. Tónleikaferðin hófst um miðjan mars og stendur fram undir lok júní, „en þá fer ég heim að telja peningana," segir hún og kímir. A efnisskránni í ferðinni hafa verið lög af Cafe Atlantico, plötu sem kom út með Cesariu á síðasta ári, en einn- ig nokkur lög af Miss Perfumado. A fyrmefndu plötunni er morna-tón- listin sem Cesaria syngur jafnan krydduð kúbverskum og brasih'skum hugmyndum, en hún fór einmitt til Kúbu og Brasilíu til að taka upp lög á plötuna og er meðal annars með kúbverska tónlistarmenn með í fór. „Þetta er samt þjóðleg tónlist frá Grænhöfðaeyjum," segir hún með þjóðemislegum þunga, „en mér fannst við hæíi að minna á sameigin- legan tónlistararf okkar,“ segir Ces- aria og bætir við að líka megi kenna afrísk áhrif í tónlistini, enda skammt frá Grænhöfðaeyjum til Vestur-Afr- íku, en hún fer oft í tónleikaferðir til Afríku og er allþekkt þar. Byrjuð á næstu skífu Þrátt fyrir annirnar við tónleika- hald undanfarna mánuði er Cesaria byrjuð á upptökum á næstu skífu sinni sem kemur út snemma á næsta ári, en ekkert viU hún gefa upp um hvort þar verði frekari tilrauna- mennska eins og þegar hún söng Besame Mucho á spænsku inn á plötu. „Utsetjarinn minn stakk upp á því að ég reyndi að syngja það lag og þegar ég heyi'ði afraksturinn sá ég að það var ekki galin hugmynd. Ég kann því þó betur að syngja á kríóla, ekki bara fyrir það að það er mitt móður- mál, heldur er ég þá líka að syngja um veruleika sem ég þekki, um heimaland mitt og þjóð mína,“ segir Cesaria. Grænhöfðaeyjar era margar og nokkur munur á íbúum milli eyja, mállýskur mismunandi, og að auki er stærstur hluti þjóðarinar búsettur utan heimalandsins. Cesariu verður og tíðrætt um hlutskipti þeirra og segir að þótt höf skilji að finni hún ævinlega þegar hún sé innan um landa sína í fjarlægum löndum sé hún innan um þjóð sína. Hún segist þó ekki gera ráð fyrir því að hún eigi eft- ir að ná betur til íslenskra áheyrenda fyrir það eitt að þeir búi á eyju líkt og hún, það skilji allir tregann í söng hennar, tregann sem felist í því að vera langdvölum fjarri heimalandinu. Verð að komast heim til að ná áttum Eins og getur nærri eyðir Cesaria Evora stóram hluta ársins á tónleika- ferðalögum, en hún tekur líka plötur sínar upp utan heimalandsins. „Við eram fátæk þjóð og eigum engin upp- tökutæki og engin hljóðver. AÍlir tónlistarmenn verða því að fara til annarra landa að taka upp og margir snúa ekki aftur, heldur framfleyta sér með tónlist utan heimalandsins," segir Cesaria. „Ég verð aftur á móti alltaf að komast heim eftir tónleika- ferðir og upptökur til að ná áttum og drekka í mig mannlífið heima fyrir áður en ég er tilbúin til að leggja upp í aðra langferð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.