Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGRÍÐUR DRÖFN FRIÐFINNSDÓTTIR + Sigríður Dröfn Friðfinnsdóttir fæddist í Reylqavík 21. mars 1946. Hún lést á heimili sínu 11. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 19. maí. Mig langar í örfáum orðum að kveðja vin- konu mína, Dröfn Friðfinnsdóttur sem ég hef þekkt í allmörg ár og var mér afar kær. Núna finnst mér árin hafa verið alltof fá en ég fæ engu þar um breytt. Leiðir okkar lágu fyrst saman þeg- ar við fyrir tilviljun fórum að starfa í sama húsi, ég að norrænum málum og Dröfn að tómstundamálum ungl- inga hjá Akureyrarbæ. Saman unn- um við að framtíðarsýn í tómstunda- málum fyrir börn og unglinga því Dröfn vildi sjá tómstundamálin í góð- um farvegi. Dröfn ákvað að láta af störfum og helga sig alfarið myndlistinni sem var henni afar hugleikin enda lærð " myndlistarkona og ég held að á eng- an sé hallað þegar ég segi að hún haf- ir verið með bestu grafíklistamönn- um landsins, ég segi bara sú albesta því það var hún í mínum huga. Formáli minningar- ! greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Dröfn var einstak- lega fáguð kona, hóg- vær í framkomu, vinur vina sinna og kom orð- um sínum á framfæri í myndmáli því það veitt- ist henni auðveldara en allt annað. Síðastliðið ár höguðu örlögin því þannig að samverustundir okkar urðu æ fleiri. Vinátta okkar óx og dafnaði báðum til mikillar gleði. Eins og blóm sem vel er hlúð að og það vökvað með vináttu og hlýju. Við greindumst báðar með alvarleg- an sjúkdóm sem batt okkur enn sterkari böndum og mun ég ætíð minnast Drafnar fyrir hvað hún reyndist mér vel og hvatti mig til þess að gefast aldrei upp. Hún var ótrúlega ráðagóð og hafði ráð undir rifi hverju. Kjarnaskógur var okkur báðum hugleikinn, við fórum í gönguferðir um svæðið, fundum okkur laut, tyllt- um okkur niður og nutum náttúrunn- ar. Það voru hamingjudagar fyrir mig þegar Dröfn hringdi og sagði: „Sæl elskan, í dag er það Kjarna- skógur.“ Dröfn var einstaklega opin fyrir fegurð og formi nátturunnar, dáðst að hinu minnsta blómi og í næstu andrá hrópað í hrifningu: „Sjáðu hvað Kaldbakur er einstaklega fal- legur í dag“. Náttúran var henni afar mikilvæg og hún sótti myndefni sitt í hana og tengdi það vel saman myndl- istipni. Ógleymanlegar stundir áttum við saman að Hamri, þar sem Dröfn og Óskar höfðu komið sér upp sumar- húsi. Sá staður var henni kærkominn og þar vildi hún helst vera í faðmi fjölskyldunnar. Ég geymi í minning- unni stundimar sem við áttum sam- an, þær eru mér sem fjársjóður sem ég ein get varðveitt. Komið er að kveðjustund, mér er efst í huga það góða og mannbætandi veganesti sem þú gafst mér, kæra vinkona, að gefast aldrei upp. Það er mér ómetanlegt að hafa átt þig sem vinkonu, geta litið upp til þín og lært af þér. Elsku vinkona ég vil muna þig þar sem við gengum glaðar úti í nátt- + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN KR. GUNNARSSON, Blikastíg 18, Bessastaðahreppi, lést á heimili sínu laugardaginn 27. maí. Jarðarförin ferfram frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, mánudaginn 5. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Gunnar Jónsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Lárus Vilhjálmsson, Jón Diðrik Jónsson, Jóna Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARTA SVAVARSDÓTTIR, Kelduhvammi 7, Hafnarfirði, 1 sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 23. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 31. maí, kl. 13.30. Jóhannes Guðmundsson, Birgir Jóhannesson, Kristín Svavarsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sverrir Jóhannesson, Elín Pálsdóttir, Selma Jóhannesdóttir, Gunnar R. Sumarliðason, barnabörn og barnabarnabörn. úrunni og nutum þess að vera til, óaf- vitandi hvað framtíðin ber í skauti sér. Kæri Óskar, dætur, tengdasynir og barnabörn, ég bið góðan Guð að blessa ykkur og styrkja í sorg ykkar. Bergljót Jónasdóttir. Keðja frá íslenskri grafík Fallin er frá langt um aldur fram listakonan Dröfn Friðfinnsdóttir. Hún var kraftmikil og mikilsvirt listakona, einkum þekkt fyrir verk sín í grafík. Dröfn hafði sterka útgeislun, hún var lífsglöð og hlý manneskja. Hafði skarpt innsæi og sterka tilfinningu fyrir umhverfi sínu. Hún var þunga- vigtarmanneskja á grafíksviðinu og fékk fjölda viðurkenninga og tilboð um sýningarhald um allan heim. Það var árið 1963 sem Dröfn hóf nám við Handíða - og myndlistaskól- ann í Reykjavík, fjörmikil, lágvaxin stúlka frá Akureyri með tindrandi augu. En hlé varð á námi hennar og tók hún ekki til við það á ný fyrr en 1982 við Myndlistaskólann á Akur- eyri og þaðan lauk hún námi frá mál- unardeild 1986. Deildin var þá nýstofnuð og Dröfn einn af fyrstu nemendum til að út- skrifast. Hún var sérstaklega áhuga- samur nemandi og listrænn metnað- ur hennar kom fljótt í ljós. Hún stundaði framhaldsnám við „Lahti Institute of Fine Art“ í Finnlandi ár- ið 1987-88 með námstyrk frá finnska ríkinu. Frá þeim tíma bjó hún og starfaði að list sinni á Akureyri. Dröfn hlaut margar viðurkenning- ar fyrir list sína, m.a. heiðursviður- kenningu frá International Woodcut Triennal, Banská, Bystrica 1995 og Menningarverðlaun finnska sjónvar- psins Pidot Gestebod 1996. Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 1998. _ Dröfn var meðlimur í félaginu Is- lensk grafík og tók þátt í öllum sam- sýningum félagsins eftir að hún gekk í það 1992. Hún naut virðingar starfs- félaga sinna fyrir næmleika og vönd- uð listræn vinnubrögð. I vina hópi var hún á sinn látlausa hátt hrókur alls fagnaðar. Vinir hennar úr röðum myndlistarmanna á Akureyri hafa misst dýrmætan félaga. Alltaf var gáskinn með í fór, þrátt fyrir skugga illræmds sjúkdóms sem hún barðist við af hugrekki og yfirvegun, ákveðin í að sigrast á. Nýja vinnustofan í hús- inu sem þau hjónin Guðmundur Ósk- ar og Dröfn höfðu reist sér beið þess að hún næði starfsorku á ný. A síðasta ári hélt Islensk gi’afík uppá 30 ára afmæli sitt með sýningu í Gerðarsafni, þá var Dröfn orðin veik en á sýninguna sendi hún tvö verk, stórar tréristur, sem vöktu verulega athygli. Sjálf hafði hún ekki heilsu til að koma og vera viðstödd opnun. Það var eins og því veikari sem hún varð yrðu myndir hennar stærri og kraft- meiri. Hún vissi að hveiju stefndi og setti alla þá orku sem hún átti af- gangs í sköpunina. A hátindi listferils síns fer hún, en verk hennar eru eftir hjá okkur og eftir lifn- dýrmæt minn- ing um mikla listakonu og kærleik- sríka manneskju sem mikill söknuð- ur er að. Við erum þakklát fyrir að hafa þekkt hana og átt í okkar röðum. Dröfn átti góða og samstíga fjöl- skyldu sem á um sárt að binda, við vottum henni okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja hana og vernda á sorgarstund. Með virðingu og þökk kveðjum við einn okkar fremsta myndlistarmann. F. h. félagsins Islensk grafík, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. JÓNKR. SVEINSSON + Jón Kristinn Sveinsson raf- virkjameistari fædd- ist í Látravík í Eyr- arsveit á Snæfells- nesi 25. nóvember 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. maí síð- astliöinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 26. maí. Hann afi minn úr Látravík er dáinn og þegar ég heyrði þessa frétt voru það minningar um sól, vatn, fisk, fjöru og skemmtun sem komu upp í hugann. Flestar af mín- um minningum um hann afa eru tengdar laxeldinu í Vík. Þær voru ófáar ferðirnar sem fjölskyldan fór út í Vík. AJdrei sátum við ein að kökun- um hjá ömmu Jóu, því vanalega var þar stór hópur fólks að njóta þessarar paradísar sem afi hafði komið upp. Okkur systkinunum leiddist aldrei að vera þama. Ýmist vorum við að veiða, stífla læki eða göslast í fjörunni. Stundum var einhver vinna í gangi og þá urð- um við að passa að vera ekki fyrir. Það var oft erfitt að halda bróður mínum frá, því honum fannst þetta allt vera býsna merkilegt. Það kom fyrir að það beit fiskur á hjá okkur og þá færðum við ömmu Jóu hann stolt og hún eldaði hann fyrir okkur. Ég stóð mig oft að því að monta mig af honum afa mín- um: „Hann afi minn á laxeldi" og „hann afi minn fékk einu sinni fálka- orðuna" og ég rneinti það svo inni- lega. Elsku afi Jón. Ég er stolt af því að hafa átt þig sem afa. Elsku Jóa og fjölskylda, megi guð vera með ykkur. Tinna Björk. Fallinn er frá einn af frumkvöðlum í fiskrækt og fiskeldi á íslandi. Ég kynntist Jóni Kr. Sveinssyni, eða Jóni í Lárósi eins og við í fiskeldinu nefndum hann oftast, árið 1984 þegar ég kom frá námi og hóf rannsóknir á laxi hér á landi. Við höfðum báðir brennandi áhuga á laxinum, eðli hans og atferli. Einnig höfðum við sameig- inlegan áhuga á hafbeitinni þar sem við störfuðum báðir um árabil, hann þó miklu lengur en ég. Jón var góður heim að sækja í Lárósi þar sem við skiptumst á upplýsingum og reynslu- sögum í hafbeitinni. Við áttum einnig gott samstarf í stjórn Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva um árabil. Jón er með eftirminnileg- ustu mönnum, sem ég hef kynnst. Eg minnist Jóns sem baráttumanns á upphafsárum fiskeldisins. Hann naut virðingar okkar, sem á eftir komum fyrir þrautseigju sína og óbilandi trú á fiskeldið. Af og til skensaði hann okkur yngri mennina fyrir að kveinka okkur undan smámunum og brýndi okkur til dáða. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir kynni mín af Jóni. Blessuð sé minning hans. Július B. Kristinsson, Silfurlaxi hf. + Þorgerður Jóns- dóttir fæddist á Syðri-Hömrum 22. aprfl 1912. Hún lést á elliheimilinu Grund 8. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 23. maí. Mér er það í bafns- minni að þegar móðir mín þurfti á því að halda að nefna dæmi um trygga og hjálp- sama manneskju þá nefndi hún oftast Gerðu í Sumarliðabæ. Hún átti hér við Þorgerði Jónsdóttur frá Sumar- liðabæ í Holtum sem nú er látin. Sjálfur var ég svo heppinn að kynnast henni og hennar fólki síðar. Það bar þannig að að læknir ráðlagði móður minni að senda mig í sveit til að jafna mig eftir veikindi. Þetta gerðist þegar ég var á 14. ári. Faðir minn, sem var sjómaður, var ekki heima þegar þetta bar að. Mamma var ekki í vafa um hver væri besti kosturinn, hún skrifaði Gerðu í Sum- arliðabæ. Þar var ég svo í sveit næstu tvö sumur. Þá bjuggu þar for- eldrar Gerðu, sæmdarhjónin Jónína Þorsteinsdóttir frá Berustöðum og Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum ásamt henni og bróður hennar Aðal- steini. Að heiman voru þá farnar systurnar Guðlaug, sem bjó í Kaupmanna- höfn, Guðrún, Jóhanna og uppeldisbróðir þeirra Hilmar, sem öll búa nú í Reykjavík. I minningum frá dvöl minni í Sumarliðabæ er margt sem kemur upp í hugann. Kannski stendur það upp úr, hvað þetta fólk var allt gott fólk í þess orðs bestu merkingu. Mér finnst nú eins og það hafi verið stöðugt sólskin allan tímann sem ég var með því. Og svo var það allur góði maturinn sem þær Jónína og Gerða báru á borð. Annan eins mat hefi ég ekki fengið síðan. Hann var að mestu verkaður heima. Salt- kjöt og slátur í tunnum frammi í búri, hangikjöt og hrossabjúgu hangandi á sperrunum í skemmunni, harðfískur, þar með taldir þorsk- hausar í hjallinum. Svo bökuðu þær rúgbrauð, strokkuðu rjóma og bjuggu til smjör, smurðu rúgbrauðið með smjörinu og settu þar ofan á sentímetra þykka sneið af reyktri hrossafitu og þar ofan á hálfa kart- öflu. Alltaf stóð lýsisflaska á morg- unverðarborðinu, lýsið var reyndar líka notað út á saltfiskinn. Þá er ónefndur skyrhræringurinn með vænni sneið af súru slátri út í. Já það er heiðríkja yfir þessum dögum í Sumarliðabæ, alveg eins og þegar þau Jón, Steini og Gerða voru að slá með orfunum sínum efst í Bjallan- um, brekkunni ofan við bæinn og Jónína með hrífuna sína að dreifa úr ljánni. Gerða gekk í öll verk á heimilinu líka þau sem kölluð voru karlmanns- verk. Það var lífsglatt fólkið í Sum- arliðabæ og hvellur hlátur Gerðu barst frá teignum þegar gert var hlé til að brýna og tækifærið notað til að skiptast á gamanyrðum. En lífið hefur sinn gang og stend- ur aldrei í stað. Gömlu sæmdarhjón- in yfirgáfu þennan heim og Gerða og Steini fluttu til Reykjavíkur. Þar bjó hún hjá systur sinni Guðrúnu og fjöl- skyldu hennar. Svo hagaði til að for- eldrar mínir bjuggu þar skammt frá en faðir minn var sveitungi Gerðu. Þangað kom Gerða oft og var þá margt spjallað yfir kaffibolla. Kannski kom tryggð og góðmennska Gerðu best í Ijós eftir að móðir mín var orðin ekkja. Hún og systh- henn- ar Guðrún sýndu henni þá tryggð og vinarhug sem tekið var eftir. Og nú kveðjum við Gerðu með virðingu, glöð yfir því að hafa þekkt hana. Hún barst ekki mikið á í lífinu en hún lifði því í kærleika sem er verðugt fordæmi fyrir aðra. Nú hljómar hlátur hennar ekki lengur en eftir stendur minningin um heið- urskonuna Gerðu í Sumarliðabæ. Eftirlifandi ættingjum hennar, hér og í Danmörku, sendum við Gerður okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Marteinn Guðjónsson. ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.