Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 Siðferði eða fordómar? EF ég eða þú lesandi góður erum ekki sam- mála öllu sem samtök samkynhneigðra standa fyrir og tals- menn þeirra eða höfum einfaldlega aðrar skoð- anir þá erum við kölluð fordómafull og óum- burðarlynd og jafnvel tímaskekkja. Hver er með dóma? Þeir sem telja sig í „kúguðum“ minnihluta þjóðarinnar eru hvað duglegastir að dæma aðra og skort- ir allt umburðarlyndi gagnvart fólki sem er ekld sömu skoðunar og það. Ég held það væri nær að tala um kúgaðan meirihluta. Af hverju segi ég það? Jú, samkynhneigðir, sem eru svo sannarlega „minni- hluti“, hafa verið svo afskaplega duglegir að tala sínu máli hvarvetna í fjölmiðlum síðustu ár að það er á við bestu markaðssetningu. Ef eitt- hvað er sagt nógu oft fer fólk að trúa því. Almenningur þorir ekki lengur að hafa sínar skoðanir því enginn vill fá á sig stimpilinn að vera fordóma- fullur. Að mynda sér skoðun út frá vanþekkingu kallast fordómar, en að skoða hlutina vel og hafa góð rök fyrir máli sínu er einfaldlega að vera á annarri skoðun, og ekkert annað. Málflutningur talsmanna samkyn- hneigðra hefur verið á þeim nótun- um að beina athyglinni frá rökræð- unni að persónu þess sem rökræðir, þ.e. að dæma þá sem hafa aðra af- stöðu en þeir sjálflr. Að hafa skoðan- ir á manneskjum fi-ekar en málefn- um hefur einkennt skrif og ræður þeirra og hafa þeir skotið langt yfir Edda Sif Sigurðardóttir markið í þeim efnum og hafa of margir þurft að þola alvarlegar ásakanir af þeirra hálfu. Þeir sem eitt- hvað hafa fylgst með þessari umræðu vita hvað ég er að tala um og hljóta að vera sam- mála mér í því að slíkt getur varla talist mál- efnalegt. Það er með ólíkind- um að þingmenn þessa lands skuli allir að und- anskildum einum hafa greitt atkvæði með stjúpættleiðingum samkynhneigðra og hunsað þar með allar rannsóknir sem sýna fram á að það sé alls ekki heppilegt fyrir börn að alast upp hjá tveimur „foreldrum“ af sama kyni. Hvað með umsagnir fagfólks, sem sérhæfir sig í uppeldis- og fjöl- skyldumálum, s.s. félagsfræðinga, sálfræðinga o.fl.? Aðeins ein umsögn fylgdi frumvarpinu og hún var frá samtökum ’78, sem hvorki getur tal- ist faglegt né hlutlaust. Þess má geta að Svíar hafa frestað ákvarðanatöku um sama mál þar til niðurstöður hafa fengist úr sérstakri rannsókn á þessum málum þar í landi. Það virðist því sem þingmenn okkar hafi tekið sínar ákvarðanir út frá tilfinningalegu sjónarmiði og/eða vegna þrýstings þeirra sem að frum- varpinu stóðu, sem hlýtur að teljast mjög svo óábyrgt. Ég held við verð- um að passa okkur á því að opna ekki dyr sem illmögulegt er að loka aftur. Þetta hlýtur að koma okkur öllum við og er ekki einkamál samkyn- hneigðra þar sem þetta er spurning Samkynhneigð Það er eitt að rnnbera það sem er öðruvísi, segir Edda Sif Sigurð- ardóttir, en annað að samþykkja það og leggja að jöfnu við það sem eðlilegt er. um siðferði en ekki hvort samkyn- hneigðir séu hæfir uppalendur eða ekki. Þeir eru það örugglega flestir, eins og annað fólk, en lífsmáti þeirra getur ekki talist heppilegur fyrir böm að alast upp við. Spyrðu sjálfan þig hvort þú hefðir viljað alast upp við þær aðstæður að eiga foreldra af sama kyni. Það er eitt að umbera það sem er öðruvísi en annað að samþykkja það og leggja það að jöfnu við það sem er eðlilegt. Barátta samkynhneigðra á íslandi í dag fjallar ekki lengur um umburð- arlyndi á lífsmáta þeirra heldur al- gera viðurkenningu, sem er tvennt ólíkt. Við - sem annt er um siðferðið í þessu landi - hljótum að spyrna fót- um við því að samþykkja allt jafnvel þótt það sé í nafni frelsis og umburð- arlyndis. Allt slíkt lítur vel út á yfir- borðinu en kemur til með að vinda upp á sig og bera miður góðan ávöxt. Fyrst er það staðfest samvist, síðan stjúpættleiðingar, þá frumættleið- ingar, gervifrjóvganir o.s.frv. Um leið og samkynhneigðir eru orðnir viðurkenndir uppalendur hlýtur samkynhneigð að vera ásætt- anlegur valkostur í kynfræðslu allra skóla og þeirra réttur að samkyn- hneigð verði lagður að jöfnu við gagnkynhneigð. Þá mun börnum kennt að til að bæla ekki kynhneigð sína verði þau að íhuga hver hneigð þeirra sé og jafnvel að „prófa sig áfram“. Sumir eru jú tvíkynhneigðir og sú hneigð verður auðvitað að blómstra í lífi þeirra svo þeir verði hamingjusamir einstaklingar. Ég held það sé kominn tími til að fólk skoði þessi mál hlutlaust og spyrji sjálft sig hvort þetta sé það sem það vill því þetta er það sem koma skal ef fram heldur sem horfir og hvar á síðan að draga línuna? Öll þau rök sem notuð eru til að styðja hjónaband tveggja einstak- linga af sama kyni má einnig nota til að styðja fjölkvæni. Þegar vikið er frá hinni hefðbundnu skilgreiningu á hjónabandi tveggja einstaklinga, karls og konu, eru í raun engin tak- mörk fyrir því hvert leiða má rök- semdafærsluna. Hvers vegna skyldu ekki þrjár konur og einn karlmaður mega ganga í hjónaband ef það er vilji þeirra allra og þau elska hvert annað. Fyrst „formúlan" ér* ekki lengur einn karl og ein kona þá getur hún’rétt eins verið tveir karlar og tvær konur eða eitthvað annað. Ef skilyrðin eru einungis þau, að við- komandi einstaklingar elski hver annan og vilji staðfesta samvist sína, hvar eiga þá mörkin að vera, ef þau miðast ekki lengur við einn karl og eina konu? Þessi mál eru langt frá því að vera einföld eða þægileg og vekja óneit- anlega upp margar spurningar um siðferði ef maður skoðar þau á hlut- lausan hátt og út frá fleiri en eii^. sjónarhorni. Ég vil því hvetja þig lesandi góður til að hugleiða þessi mál vandlega. Þetta varðar okkur öll og hafa skal í huga í öllu þessu tali um mannréttindi að það að fá að hafa skoðanir sem falla ekki öllum í geð hlýtur að teljast mannréttindi sem öðrum ber að virða. Höfundur er hönnuður og tveggja bama móðir. Ársfundir LSR og LH Ársfundur Lifeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga verður haldinn i dag, þriðjudaginn 30. maí á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 og hefst hann kl. 15:00. Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningum, tryggingafræðiLegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda, fjárfestingarstefnu o.fl. ALlir launagreiðendur sem greiða iðgjald til LSR eða LH eiga rétt til aó senda einn eða fleiri fulltrúa á ársfundinn og allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum. V axandi möguleikar í vélfræði NÚ fer að koma sá tími að grunnskólanem- endur um allt land fara að taka ákvörðun um framhaldsnám. Þessi ákvörðun er orðin ein sú mildlvægasta sem fólk tekur á lífsleiðinni því að þeir sem hafa ekki góða menntun geta lent í ei-fiðleikum í kröfu- hörðu og tæknivæddu atvinnulífi nútímans. Framtíðin er kröfuhörð Kröfurnar sem at- vinnulífið gerir til menntunar eru alltaf að aukast. Á næstu árum má búast við að fólk sem hefur ekki aflað sér góðr- ar menntunar verði æ meira utan- Framhaldsnám Eg vil hvetja þá sem eru að huga að framhalds- námi, segir Páll Valdi- marsson, að kynna sér vélfræðinám. gátta í tæknivæddu atvinnulífi. Rétt ákvörðun nú getur tryggt ungu fólki öryggi og gefið því burði til að verða virkir þátttakendur í tækniþjóðfélagi framtíðarinnar. Vélfræði er góður kostur Veruleg eftirspum er eftir tækni- menntuðu fólki og góðir tekjumögu- leikar. Eitt mest spennandi tækni- námið sem nú er á boðstólnum er vélfræði. Vélfræði er kennd í Vélskóla ís- lands í Reykjavík og í Verkmenntaskólanum á Akureyri til hæstu réttindastiga og ýmsir framhaldsskólar um allt land kenna til lægri stiga. Vélfi'æðinám er hægt að hefja strax að loknum grunnskóla og getur það tekið á bilinu 1 til 5 ár, allt eftir því hversu miklum réttind- um er sóst eftir. Hæsta stigið gefur nú sam- bærileg réttindi við stúdentspróf. Þeim sem því ljúka eru flestir veg- ir færir í framhaldsnámi. Spennandi möguleikar Flestir setja vélfræði í samband við skip og sjómennsku. Vissulega er stór hluti vélfræðinga á sjó, en miklir möguleikar eru einnig á fjölbreyttum störfum í landi. Vélfræðingar geta í flestum tilvikum gengið inn í störf sem gefa svipaðar eða betri tekjur en margt háskólanám. Til samanburðar má nefna að erfitt er fyrir þá sem ljúka hefðbundnu" stúdentsprófi úr menntaskóla eða fjölbrautarskóla að fá gott starf án þess að ljúka meira framhaldsnámi. Með því að fara í vél- fræði er bæði hægt að afla sér fjöl- breyttra atvinnuréttinda og full- nægja kröfum um undirbúning til framhaldsnáms. Ég vil hvetja þá sem eru að huga að framhaldsnámi að kynna sér vél- fræðinám. Það gæti komið skemmti- lega á óvart! Höfundur er prófessor i' Verkfræðideild Háskólans. Páll Valdimarsson Lífið er list! GBC QUARTET Tölvutaflan er bylting í fundaformi og fjarsamskiptum SKItll'STOIlA'ÖHll? 1. RSTVniDSSON HF. Skipholti 33.105 Reykjavik. simi 533 3535 ✓ Skráð er á töfluna ✓ Flutt í tölvuna ✓ Prentað út ✓ Sett upp á ✓ Sent i tölvupósti ✓ Hugbúnaöur og tengingar fylgja Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins - Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Bankastræti 7 • Sfmi 510 6100 LANCOME 'Brún húc á svipstun< f FLASH BRONZER Wj^TREINr E-VÍTAMÍNI gar harð\nrl$5r sjálfbrúnkandi vbrur i íum, sem eru einstaklega auðveldar í notkun og þorna á mettíma l: Fullkomlega eðlilegur og jafn litur Mjúk og geislandi húð 1 Ipash Bronzer Hydratíng Milk Sksins eru girnilegua Munið glæsilegu Bonjour LANCÖME tilboðin LANCÖME UM LAND ALLT PARIS REYKJAVÍK: Árbæiarapótek, Glaaibær snyrtivöruverslun, Gullbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Lyf og hellsa Austurveri, Mist snyrtistofa/verslun Spönginni, Sara Bankastraeti. Sigurboginn Laugavegi, Snyrtimiðstöðin Lancome snyrtistofa Kringlunni, Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg, Nesapótek, Fína Mosfellsbae. LANDIÐ: Amaró - Hjá Maríu Akureyri, Apótek Ólafsvfkur, Egilsstaðaapótek, Krisma Isafirði, Miðbaer Vestmannaeyjum, Rangárapótek Hellu og Hvolsvelli, Sauðárkróksapótek, Lyf og Heilsa Selfossi, Siglufjarðarapótek Siglufirði. Verslunin Perla, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.