Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjárfesting í mannvirkjum aldrei meiri en á síðasta ári Hefur hlutfallslega minni þýð- ingu fyrir þjóðarbúskapinn Morgunblaöið/Kristinn Tryggvi Þdr Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Is- lands, á Mannvirkjaþingi 2000. FJÁRFESTING í mannvirkjum á síðasta ári var mest í krónum talið hér á landi frá upphafi og nam rúm- um 82 milljörðum króna og svarar það til um 65% af fjármunamyndun ársins. Þetta samsvarar um 13% af landsframleiðslunni á árinu. Þrátt fyrir þetta hefur mannvirkjagerð hlutfallslega minni þýðingu í þjóðar- búskapnum en áður. Til að mynda var fjárfesting í mannvirkjum um 27% af landsframleiðslunni árið 1968, þegar hún var mest, eða rúm- lega helmingi meiri en á síðasta ári. Þetta kom meðal annars fram í er- indi Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla íslands, á Mannvirkjaþingi 2000, sem haldið var síðastliðinn föstudag. í erindi sínu skipti Tryggvi mannvirkjum í meginatriðum í 6 flokka; íbúðarhús; aðrar byggingar; veitur; stóriðju og virkjanir; vegi; hafnir og flugvelli. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur verið fyrirferð- armest á tímabilinu frá 1961 til 1999. Þar á eftir kemur fjárfesting í öðrum byggingum en íbúðum. Fjárfesting í öllum málaflokkum nema stóriðju og virkjunum hefur farið minnkandi á þessum fjórum áratugum. Atvínnuhúsnæði vandaðara en áður Tryggvi greindi frá því að fjárfest- ing í íbúðarhúsnæði hefði verið mikil eftir seinni heimsstyrjöldina og allt fram á áttunda áratuginn en þróunin síðan hefði verið niður á við. Fjár- festing í íbúðarhúsnæði nam tæp- lega 9% af landsframleiðslunni á tímabilinu 1961-1970 en er nú um 3-4%. Þessa þróun sagði Tryggvi vera svipaða og átt hefði sér stað í öðrum iðnvæddum ríkjum. Hann sagði að þrátt fyrir að byggt hefði verið mikið af íbúðarhúsnæði hér á landi hefði fjölbreytnin ekki verið mikil. Til að mynda vantaði einn flokk íbúða hér að minnsta kosti, þ.e. vandaðar íbúðir í sambýli með stóru hjónaherbergi og álíka stórum stof- um og í einbýlishúsum fyrir fólk sem vildi minnka við sig án þess að vera að setjast í helgan stein. Tryggvi sagði breytingu vera að eiga sér stað í uppbyggingu á at- vinnu- og skrifstofuhúsnæði. í stað húsnæðis, sem oft á tíðum hefði ekki verið mikið lagt í væri nú vandað meira til verka. Sennilega skýringu sagði hann vera meira fjármagn sem nú væri til ráðstöfunar svo og að ný form eignahalds á atvinnuhúsnæði kölluðu á að leigjendur heimtuðu góða vöru. Dagar stóriðju og stórra vatnsaflsvirkjana liðnir Fjárfesting í veitum hefur að mestu verið í tengslum við einstök verkefni og á síðustu fjórum áratug- um var mest fjárfest á áttunda ára- tugnum, eða fýrir tæplega 7% af landsframleiðslu samanborið við rúm 2% á tíunda áratugnum. Tryggvi sagði að hugsanlegt væri að fjárfest yrði í smærri raforkuverum á næstu árum í kjölfar þess að raf- orkuframleiðsla yrði gefin fijáls um mitt ár 2002. Fjáfesting í veitum hefði verið nátengd byggingu nýrra stóriðjuvera allt frá stofnun Lands- virkjunar árið 1965. Hann nefndi að kröfur um umhverfismat og almenn- ar breytingar á viðhorfum til um- hverfisins mundu hafa mikil áhrif á byggingu nýrra virkjana og stóriðju- vera og spáði því að dagar stóriðju og stórra vatnsaflsvirkjana væru liðnir hér á landi. Vegaframkvæmdir umfangsmeiri í framtíðinni í erindi Tryggva kom fram að fjár- festingar í samgöngukerfinu hefðu verið miklar á sjöunda og áttunda áratugnum. Hringveginum hefði verið lokað og hafnir gerðar í öllum helstu sjávarplássum landsins. Und- anfarin ár hefðu vegaframkvæmdir verið fyrirferðarmestar og fyrirsjá- anlegt væri að svo yrði áfram ef und- an væru skildar framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll. Tryggvi sagði að áherslan í vegamálum mundi breytast í framtíðinni því í stað þess að lögð yrði einungis áhersla á að komast á milli staða þá yrði áhersla lögð á að það yrði hægt með sem mestu öryggi og á sem skemmstum tíma. Tryggvi spáði því að í framtíðinni mundi koma til meira af beinum fjár- veitingum til vegamála, eins og ákvarðaðar voru nú á dögunum, í stað þess að framkvæmdafé réðist af því hve mikið væri notað af bensíni og olíu. Þá sagðist Tryggvi ekki gera ráð fyrir miklum framkvæmdum í sambandi við hafnir og flugvelli í framtíðinni, að undanskildum fram- kvæmdum við Reykjavíkurflugvöll. Vöruflutningar hefðu að mestu flust yfir á vegina eftir að strandflutning- ar lögðust af. Tryggvi taldi einnig að flugsamgöngur ættu eftir að gegna minna hlutverki í framtíðinni en nú. íbúðabyggingar verða óverulegar á næstu árum Fram kom hjá Tryggva Þór Her- bertssyni að hagfræðikenningar um sparnað og fjárfestingar segðu að samband ætti að vera milli aldurs- samsetningar þjóðar og fjárfestinga í mannvirkjum. Hann lauk erindi sínu á því að spá fyrir um fjárfesting- ar í mannvirkjum í kjölfar breyttrar aldurssamsetningar íslensku þjóðar- innar og vísaði í því sambandi til spár Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og aldurssamsetningu þjóðarinnar til ársins 2050. Spáin gerir ráð fyrir að mannfjöldinn hér á landi muni ná hámarki um 2030 en fara síðan örlít- ið minnkandi. Þá muni aldurssam- setningin breytast þannig að ungum fari hlutfallslega fækkandi á næstu fimmtíu árum en eftirlaunaþegum muni hins vegar fjölga ört næstu þrjátíu árin. Tryggvi sagði að bygging íbúðar- húsnæðis mundi því sem næst leggj- ast af á næstu fimmtán árum en fjár- festing í öðrum mannvirkjum aukast. Hann sagði þetta vera í sam- ræmi við þróunina víða erlendis, til dæmis í Svíþjóð. Hins vegar mundi fjárfesting verða mest í öruggari samgöngumannvirkjum og meira og vandaðara atvinnuhúsnæði og skrif- stofubyggingum. Tryggingamiðstöðin hf. 7F Ivar hf. eignast bréf ísfé- lagsins VERÐBRÉFAÞINGI íslands hefur borist tilkynning um að Fjárfesting- arfélagið Ivar hf. hafi eignast hlut Is- félags Vestmannaeyja hf. í Trygg- ingamiðstöðinni hf. Fyrir átti ívar hf. engan hlut í Tryggingamiðstöð- inni hf. en á nú kr. 20.467.709 eða 8,78%. Fyrir átti ísfélag Vestmanna- eyja hf. kr. 20.467.709 eða 8,78% í Tryggingamiðstöðinni hf. en á nú ekkert. Sömu eigendur eru að báðum fé- lögunum, Fjárfestingarfélaginu ív- ari hf. og ísfélagi Vestmannaeyja hf. Þau tengjast Sigurði Einarssyni stjórnarformanni Tryggingamið- stöðvarinnar hf., en hann og fyrir- tæki honum tengd eiga 29,2% hlut í félaginu. ---------------- Urvalsvísi- talan lækkar lítillega VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís- lands í gær námu alls um 162 millj- ónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 96 milljónir og bankavíxla fyrir um 48 milljónir. Urvalsvísi- talan lækkaði um 0,48% og er nú 1.545 stig. Mest viðskipti með hlutabréf urðu með bréf Tryggingamiðstöðv- arinnar fyrir um 15 millj. kr. í tvennum viðskiptum (-4,9%), með hlutabréf Íslandsbanka-FBA fyrir um 11 millj. kr. (-1,0%), með hluta- bréf Össurar fyrir tæpar 10 millj- ónir (0,0%) og með bréf Opinna kerfa fyrir tæpar 10 milljónir króna (-1,1%). Hlutabréf Marels hækkuðu um 5,4% í þremur við- skiptum. Ávöxtunarkrafa húsbréfa 98/2 var í gær 5,65 og breyttist ekkert frá því á föstudeginum. Sömu sögu var að segja um ávöxtunarkröfu húsbréfa 96/2, sem var 6,25. MORGUNVERÐARFUNDUR á Hótel Sögu, Skála salnum Föstudaginn 2. júní kl. 8:00-9:30 Samruni fjármálafyrirtækja, dæmi frá Svíþjóð -Handelsbanken og Stadshypotek- Rædumaður: Michael Zell Hr. Michael Zell er stjómarformaður Stads- hypotek. Árið 1997 yfirtók Handelsbanken þessa helstu íbúðarlánastofnun Svíþjóðar. Michael Zell mun fjalla kosti og galla sam- runa á fjármagnsmarkaði með sérstakri tilvísxm til þessa sænska samruna. Fundarstjóri: Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Erindið er á cnsku: Merging Finaneial Institutions the Handelsbanken/Stadshypotek case with some general reflections. Fyrirfram skráning er æskileg: sími 510 7100, fax 568 6564, tölvup. mottaka@chainber.is. Uppkaup ríkissjóðs á spari- skírteinum valda vandræðum í VIÐRÆÐUM fjármálastofnana við stjórnvöld um stöðuna á skulda- bréfamarkaði hafa fulltrúar þeirra fyrrnefndu lagt áherslu á nauðsyn þess að á markaðnum séu ríkis- skuldabréf sem myndi grunn að vaxtamyndun á skuldabréfamark- aði. Ómar Tryggvason hjá íslands- banka-FBA hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að það sé farið að verða vandamál hvað ríkið hafi ver- ið að kaupa mikið upp af spari- skírteinum í útboðum og á markaði. Spariskírteinin séu áhættulaus og sá grunnur sem sé leiðandi fyrir þá ávöxtunarkröfu sem gerð sé til ann- arra bréf, því þau mynda þann botn sem önnur bréf fari ekki niðurfyrir í ávöxtun. Ef þessi bréf eru ekki til staðar í því mæli að þau sýni ávöxt- unarferlið þá vanti grunninn. Samkvæmt upplýsingum frá Þórði Jónassyni hjá Lánasýslu rík- isins er þetta vandamál sem fleiri þjóðir eru að fást við. Umræður innan OECD séu til að mynda tölu- vert um þessi mál. Þórður sagði Noreg dæmi um land þar sem stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að halda úti ákveðnu magni ríkis- skuldarbréfa, þó svo að þau gætu vel greitt upp allar innlendar skuld- ir þjóðarinnar. Nýja-Sjáland og Ástralía hefðu einnig farið þessa leið. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasýslu ríkisins hefur staða spariskírteina og ríkisbréfa samtals lækkað úr 100, 2 milljörðum króna í árslok 1997 í 89,7 milljarða í lok apríl á þessu ári. Sem hlutfall af landsframleiðslu haf þessar skuldir ríkissjóðs þó lækkað enn meira eða úr 19% í 13%. Til samanburðar hækkaði skuldastaðan í húsnæðis- lánakerfinu því skuldir hins opin- bera í húsbréfum og húsnæðisbréfa hækkuðu úr 125,6 milljörðum í árs- lok 1997 í 180,1 milljarð í árslok 1999. Þar kemur hins vegar á móti að íbúðareigendur skulda hinu op- inbera húsnæðislán sem þessum skuldum nemur. Sala á hlutafé í Talentu- Hátækni að hefjast NEXUS gagnrýnt BRESKA útgáfu- og sýningarfyrir- tækið Nexus, sem haldið hefur Is- lensku sjávarútvegssýninguna, hefur hlotið opinbera gagnrýni íyrir mis- vísandi auglýsingar um fjölda gesta og sýnenda á sýningunni Intema- tional Model Show sem fyrirtækið stóð fyrir. Að því er fram kemur í NEXUS Exhibition News kvartaði Meridienne Exhibition, keppinautur fyrirtækisins, til Advertising Stand- ards Authorities og var tekið tillit til kvartananna að mestu leyti. SALA á hlutafé í áhættufjárfest- ingarsjóðnum Talentu-Hátækni hefst í dag. Til sölu er hlutafé að nafnverði 350 milljónir króna á genginu 1,5. Lágmarskáskrift er 100 þúsund krónur að nafnverði en hámarksáskrift er 20 milljónir. Áskriftartímabilinu lýkur 2. júní en þó verður hætt að taka við áskrift- um ef allt hlutaféð selst áður en sölutímabilinu lýkur. Talenta-Hátækni er áhættufjár- festingarsjóður sem Talenta hf., dótturfélag Íslandsbanka-FBA hf., sér um rekstur á. Sjóðurinn fjár- festir í fyrirtækjum á sviði upplýs- ingatækni, fjarskipta- og tölvuþjón- ustu og leggur áherslu á fjár- festingar í óskráðum félögum með mikil vaxtatækifæri. Talenta-Há- tækni verður skráð á Verðbréfa- þingi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.