Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 61

Skírnir - 01.12.1905, Page 61
Einar Benediktsson. 349 hvei'nig' ólán þjóðarvorrar stafi at' því, að arfurinn, gullið var grafið, með því var drýgður glæpur, og nú skal hefja það og nota rétt. Þó þessi kafli sé í sjálfu sér góður, þá finst mér hann óþarfur. Lýsingin sjálf var nóg. Þegar oss er bent á vafurlogana, þá skiljum vér, að hér er arfur, sem hefja þarf. Þær hugsanir vakna sjálfar. Einar Benediktsson er málari eða myndasmiður frem- ur flestum eða öllum íslenzkum skáldum. Ekkert lætur honum betur en að lýsa því sem fyrir ber, draga upp lifandi mynd af því. Veldur því bæði það, að hann er skarpsýnn og kann vel að velja og raða niður einkenn- um þess sem hann lýsir, oghins vegar hefur ímyndunar- afl hans jafnan á liraðbergi líkingar, sem breiða blæ sinn yfir myndina, endurspegla hana og gefa henni líf til litu. Hann getur og látið »skiftast á skilvit til skilningsauka«, svo sem Matthías kvað, t. d. lýst hljóðinu með orðum, sem annars eiga við ljósið, eins og hér: Því hvoð má sjónina dýpka og vikka sem hljóðfcjarmans huliðsljómi ? Þetta stendur í kvæðinu »Dísarhöll«. Þar hefur skáldið lýst því sem einna erfiðast mundi vera að lýsa á íslenzku: samspili hljóðfæraliðs í einni af voldugustu sönghöllum veraldarinnar. Lýsingin er ýmist bein eða í líkingum. I tónum hljóðfæranna endurþekkir skáldið raddir náttúr- unnar, brimhljóð, boðaföll og sogandi iður hafsins, storm- gnýinn, vatnaniðinn, svanakliðinn. Eitt erindið er svona: — Svo kyrrir og hægir í sönm svipan og sjóina lægir nú tónsprotans skipan. Loftsvanir flýja með liðandi kvaki frá lagargný — með storminn á baki. En strengur er hrærður og bumbur bærðar sem bára kveði sig sjálf til værðar og andvarinn andvörp taki. Með þessu móti víkkar sjónarsviðið. Maður er hér kominn í sönghöll náttúrunnar sjálfrar og vald stjórnand- ans yíir hljóðfæraliðinu vekur aðdáun, svo sem stýrði

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.