Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Síða 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Síða 13
INNANL A NDSSTJ ÓRN. 15 Skaftafellssýsla var 6. dag. janúarxnánaðar veitt settum sýslumanni par, Sigurði Ólafssyni, kand. í lögum. Dalasýsla, par sem Guðlaugur Guðmundsson, kand. í lög- um, heíir verið settur um stund, var veitt Halldóri Ðaníélssyni, kand. í lögum, 25. dag júlímánaðar. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn var kand. í lögum Jóhannes Olafsson settur frá 1. janúar 1884, 20. dag desem- bermánaðar. Landlæknisembættið var veitt settum landlækni Hans Jacob George Schierbeck 3. dag janúarmánaðar, með peim fyrirvara, að hann verði að sætta sig við pær breytingar, er kynni að geta orðið á launakjörunum. Lækninum í 2. læknishéraði, Gullbringusýslu, pórði Guð- mundsen, varveitt lausn frá embætti frá 1. júní 17. dag maí- mánaðar. I hans stað var kand. í læknisfræði pórður Thorodd- sen sama dag settur frá sama tíma að gegna pví embætti. Asgeir Blöndal kand. í læknisfræði var skipaður læknir í 17. læknishéraði, Vestur-Skaftafellssýslu, 28. dag aprílmánaðar. Settur prófastur Sigurður Jensson var skipaður reglulegur prófastur í Barðastrandarprófastdæmi 9. dag októbermánaðar. Skólakennari við lærða skólann var settur Bjórn Jensson 31. dag júlímánaðar frá 1. október, með 2000 kr. árslaunum, og skyldi taka að sér umsjón í skólanum, ef krafizt yrði. Brauðaveitingar á árinu voru pessar: Magnús Helgason, kandídat í guðfræði, fekk Breiðabólstað á Skógarströnd í Snæfellsnessprófastdæmi 17. dag janúarmán- aðar. Uppgjafaprestur síra pórður Thorgrímssen frá Brjáms- læk var skipaður prestur í Otrardal í Barðastrandarprófastsdæmi 21. dag marzmánaðar. Magnús Jónsson, prestur á Skorrastað, fekk Laufás í Suðurpingeyjaprófastsdæmi sama dag. Aðstoðar- prestur Steindór Briem í Hruna í Arnessprófastadæmi fekk pað brauð 25. dag aprílmánaðar. Pétur Jónsson, prestur í Fjallapingum, fekk Hálsprestakall í Fnjóskadal 11. dag maí- mánaðar. Jónas Pétur Hallgrímsson, fyrrum aðstoðarprestur á Hólmum í Reyðarfirði, fekk Skorrastað í Suðurmúlasýslu sama dag. Isleifur Einarsson prestur á Hvammi í Laxárdal fekk Stað í Steingrímsfirði 13. dag júlímánaðar. Sveinn Skúlason prestur á Staðarbakka fekk Kirkjubæ í Tungu í Norðurmúla-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.