Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Qupperneq 29

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Qupperneq 29
BJARGRÆÐISVEGIR 31 sagt en að verzlun hafi verið hagstæð umliðið ár, innlend vara, nema ullin, var í geypiháu verði, en útlend vara ekki. Yerð- lag á íslenzkri vöru var að jafnaði petta: Saltfiskur 75—60 kr., harðfiskur 80 kr., ýsa 50 kr., sundmagar 0,90, lýsi 50 kr., ull 0,75—0,65; æðardún 15,50; á útlendu vörunni var petta verð til jafnaðar: rúgur 18—20 aura, mjöl 20, bankabygg 28, baunir 26, kaffi 0,50, sykur 0,45—0,30. Nokkur mismunur var á pessu í verzlunarstöðum, sem hér á eigi við að vera að telja upp. Ull var priðjungi minni flutt út en fyrr, rúm 1,300,000 punda, lýsi priðjungi meira en 1 fyrra, rúmar 9000 tunnur, fiskur nær fjórðungi meiri (saltfiskur 54,000 skippund, og harð- fiskur 480 skpd.). Mikið aí vörum pessum seldist pegar um haustið og framan af vetri ytra, en flest með minna verði en pað var keypt hér á landi. J>egar hausta tók og leið að fjár- tökutíð, sást pað brátt á, að landsmenn póttust fjárfáir, og höfðu heyjað vel; fénaður kom lítill í kaupstaði, og pað sem kom, komst í geypiverð. Einkum var pað í Eeykjavík, pví að par parf orðið með mikils fjár til pess að fullnægja pörfum hæjarbúa. Tekur Keykjavík á móti eigi minnu en 4000 sauða, ef duga skal. Kjöt komst í Reykjavík á 35, 30, og 25 aura eftir gæðum, og dæmi voru til, að kjöt af völdum sauðum komst á 40 aura. Ejártökuverð var öllu lægra nyrðra en par, eins og vant er að vera; pó komst mör par í geypiverð (40 a. á Sauð- árkrók). Sem dæmi pess, hve lítið kjöt kom í verzlanir, má neína, að á Akureyri komu petta ár að eins 400 tunnur, en árið áður 2200 tn. útfiuttar. Alls voru petta ár útfluttar 4200 tunnur kjöts> en 1882 11400. Að sama skapi var mismunur á tólg og gærum. Hin innlendu verzlunarfélög héldu áfram, að nafninu til. Hið «brezk-íslenzka» verzlunarfélag Eggerts Gunnarssonar hjar- aði við, en allt var pað í deyfð. Hlutaveltufélagið í Reykjavík, sem Jón Guðmundsson rit- stjóri fcjóðólfs og fleiri komu á fót íýrir allmörgum árum síð- an, varð gjaldprota um haustið, og var henni pá lokað, og fengin yfirvaldinu í hendur sem annað protabú. Gránufélagið komst skaðlaust út af verzlun sinni petta ár; á aðalfundi pess

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.