Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Síða 40

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Síða 40
42 MANNALÁT OG FLEIIÍA. 1829. Síðan varð hann skrifari hjá Espólín sýslumanni nyrðra, og var síðan hér og þar í Skagafirði, par til hann vígðist til Hvamms í Laxárdal 1852. Síðan fékk hann Reynistaðarklaust- ur 1853, Dýrafjarðarping 1864; Hvamm í Laxárdal aftur 18661 síðan var hann prestlaus um tíma, en sótti aftur um Fagrancs 1875, og var prestur rúmlega ár. Sagði hann pá af sér aftur, og dó 7. febrúar p. á. Hann var einkennilegur gáfumaður, og skáldmæltur í fornlegum stíl. porlerfur prófastur Jónsson, uppgjafaprestur í Hvammi í Dölum, lézt 5. dag maímánaðar. Hann var fæddur á Hjarðarholti í Dölum 8. dag nóvember- mánaðar 1794. Hm tvítugsaldur fór hann í Bessastaðaskóla, 0g útskrifaðist paðan 1848, og var hann síðar vígður aðstoðar- prestur föður síns í Hvammi, og 1822 varð hann aðstoðarpró- fastur með honum. 1841 tók hann bæði við hrauðinu og pró- fastsemhættinu eftir föður sinn, sem pá fluttist að Breiðabólstað á Skógarströnd. Prófastsdæmi sagði hann af sér 1864, og prests- skap 1870, og var hann pá sæmdur riddarakrossi. Hann var hinn mesti merkismaður. Eitt af hörnum hans var síra Jón sál. porleifsson skáld á Ólafsvöllum (f 1860). — Bjarni Sig- valdason prófastur á Stað í Steingrímsfirði lézt 17. dag maímán- aðar. Hann var sonur Sigvalda prests Snæbjarnarsonar, er síðastur var prestur í Grímstungum (f 1860) og fæddur par 17. dag ágústmánaðar 1824. Hann tók stúdentspróf úr Reykja- víkurskóla 1850 með 1. einkunn, og embættispróf af presta- skólanum 1852 með 2. einkunn. Næsta vetur var hann skrifari hjá Larsen sýslumanni í Höfn, og vígðist 1853 prestur til Dýra- fjarðarpinga. Síðan fékk hannLund í Borgarfirði 1864, og Stað í Steingrímsfirði 1875. Hann var talinn merkur prestur. — Pétur Jónsson uppgjafaprestur á Yalpjófsstað dó 24. júnímán- aðar. Hann var fæddur á Arneiðarstöðum í Múlasýslu 4. dag marzmánaðar 1802. Yar faðir hans sigldur vefari og frægur í pá tíð. Hann lærði skólanám hjá Guttormi prófasti Pálssyni 1 Yallanesi, og tók stúdentspróf hjá Gísla presti Brynjólfssyni með 1. einkunn 1823. Síðan var hann eystra 4 ár, og vígðist síðan aðstoðarprestur til Guðmundar prests Erlendssonar að Ivlippsstað 1827. Síðan varð hann prestur í Berufirði 1838,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.