Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Page 48

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Page 48
50 SKÓLAR. Briem frá Eeynistað og ungfrú Sigríði frá Djúpadal. TTm haust- ið komu pangað 16 námsmeyjar, og alt í beztu vonum. |>á er að minnast á búnaðarskólann á Hólum. Loksins varð sú niðurstaðan eftir langar og margvíslegar deilur, að prjár sýslurnar, Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla og Eyjafjarð- arsýsla, sameinuðu sig um hann til að koma honum á fót. Samkomulagsfundurinn um petta var haldinn á Hólum 26. apríl, og mættu par 2 fulltrúar úr hverri sýslunni. Kéðu peir par af að stofna skólann par sameiginlega, og sömdu síðan við Jósef Bjarnarson búfræðing, er skólann hafði haldið undanfarið ár, að takast á hendur formensku hans með 1200 kr. launum, standa fyrir búi skólans, ábyrgjast allan pening hans, og gefa árlega skýrslu um afurð búsins. Búið skal uppskrifað í far- dögum ár hvert. Skólastjórinn hefir alla kenslu, bæði verklega og bóklega, á hendi, og tekur sér annan kennara til aðstoðar. Allar sýslurnar eiga skólann sameiginlega, og borga hver fyrir sig 274 kr. á ári í 27 ár til afborgunar landssjóðsláninu. Sameiginlega setja pær og búið, og er ætlast til að pað verði eigi minna en 3650 kr. virði í lifandi peningi, 1000 kr. virði í búshlutum og 900 kr. í verkfærum. Keglugjörð skólans var og endurskoðuð og sampykt. J>etta ár sækja 7 piltar kenslu á skóla pessum. |>á var og stofnaður búnaðarskóli á Eyðum í Norðurmúla- sýslu, og fengu báðar Múlasýslur sameiginlega 17000 kr. lán úr landssjóði til stofnunar hans. Um vorið komu 6 lærisveinar í skóla penna. Kensla er par lík og annarstaðar. Nú er f>ing- eyjarsýsla orðin útundan á milli skólaumdæmanna, og er enn pá óvíst, hvort hún muni brjótast í að koma sérstökum skóla á stofn eða ekki. Á búnaðarskólann í Ólafsdal komu petta ár 8 lærisveinar. Til unglingaskólans í Elensborg voru veittar 1200 kr., og 10 öðrum barnaskólum, ílestum syðra, voru veittar samtals 1800 kr. Barnaskólar pessir eru víða að koma upp, og eru vel sóttir. Stúdentajélagið byrjaði á pví um vorið, að halda ókeypis sunnudagaskóla fyrir iðnaðarmenn og sjómenn; tóku peir pað

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.