Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 59
GRÖF í ÖRÆFUM 61 í Búalög-um útg. 1915, bls. 213, og mun vera skrifað seint á 17. öld: „Básinn millum stoðanna á að vera smámennis faðmkorn, það er ríflega þrjár álnir, eður vel sex fet firir tvær meðal kýr“. Hér er auðsjáanlega gert ráð fyrir, að tvær kýr standi saman á bás. Sé gert ráð fyrir, að þrjár álnir séu 144 sm má ætla að hér sé gert ráð fyrir 150 sm básum, en meðalbreidd fjögra syðstu bás- anna í Gröf er 153 sm, og kemur það furðuvel heim við ákvæði Búalaga. I fornum sögum er svo oft talað um hlöður að öruggt er, að þær hafa verið víða á bæjum. Seinna urðu þær þó fátíðar og um 1800 munu þær hafa verið mjög fáar og smáar. Til hliðar við fjósin á Bergþórshvoli, Þórarinsstöðum og Stöng voru tóftir húsa, sem vafa- lítið voru hlöður, og dyr voru á milli fjóss og hlöðu a. m. k. á Berg- þórshvoli og Þórarinsstöðum. Hlaða, endastæð við fjósið, hefur þó hvergi fundizt á fombæ annars staðar en í Gröf svo víst sé. Kristján Eldjárn hefur þó bent mér á, að vel megi vera að hoftóftin á Lundi í Borgarfirði sé raunar rústir fjóss og hlöðu. Má minna á, að annar endi tóftarinnar hefur staðið í talsverðum halla, en flór er eftir þeim enda miðjum endilöngum; ætla ég að það sé fjósið og að nú sé moldin horfin niður íyrir básabotna og beislur allar burt fluttar eða fúnar. Efri endi rústarinnar er hallalítill, og þar er tvísett röð af stoðasteinum og holum og hygg ég, að þetta sé hlaðan, og er þá þetta mjög líkt því sem var í Gröf55). Á Grænlandi hafa fundizt margar hlöður, en flestar heldur illa farnar, og sjást á þeim fá byggingaratriði og sízt frábrugðin þvi sem gerist á íslandi. f hlöðugólfi í Hvalsey eru grafnir skurðir, líklega til að veita burt leysingarvatni, en ekki eru þar lokræsi, og líklega er þetta með öllu óskylt lokræsinu í hlöðunni í Gröf. Flestar hlöður á Grænlandi standa við fjósendann og eru þar dyr á milli. Sums staðar er hlaða þó við fjóshliðina, og til er að ekki séu dyr þar á milli. Það er ekki úr vegi að reyna að gera sér grein fyrir hve mikið hlaðan í Gröf hefur rúmað af heyi. Nú vitum við ekki, hve háir veggir hafa verið, en þeir hafa þó vart verið lægri en 2 m, þar eð sú veggjarhæð er enn til, en ekki tel ég líklegt, að veggirnir hafi verið öllu hærri. Gólfbreidd var svo sem fyrr segir 3,5—3,8 m, en vegna fláa á veggjum hefur vídd hlöðu við veggjapalla ekki verið minni en 4,1 m og meðalvídd hlöðu nærri 3,95 m. Ris get ég trúað að hafi verið nær krossreist. Þverskurður rissins í hlöð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.