Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Qupperneq 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Qupperneq 66
68 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS bæjarrústarinnar. Gömul kona á Hofi hefur þó sagt frá því, að áður fyrr hafi oft komið smiðjugjall út úr rofbakka við Skriðulæk austan við fjósrústina. Þar kynni smiðjan í Gröf að hafa staðið, enda var það algengt að smiðjur stæðu drjúgan spöl frá bæ. Auð- vitað kunna fleiri húsarústir að leynast þarna í nágrenninu, en þýð- ingarlítið er að velta lengi vöngum yfir því, sem ekki hefur fundizt. Þessari skýrslu er nú að ljúka og skulu hér að lyktum rifjuð upp helztu atriði hennar. í Borgartúni skammt norðvestur frá Hofi í öræfum fundust rústir fornbæjar, bæjarhús og útihús tvenn. Tóftir húsanna voru fullar af mjög grófgerðum vikri og mátti sjá, að húsin höfðu staðið uppi, er vikurinn féll og nokkuð eftir vikur- fallið. Vikurlagið er vafalaust frá gosi Öræfajökuls árið 1362. Bæj- arstæðið var í brekkurótum og hallaði á móti suðvestri en Hofs- fjall snarbratt að baki. Bæjarhúsin skiptust í sex tóftir auk ganga. Framhlið húsanna var um 38 m löng og var stétt framan við alla húsaröðina og hlað vel 3 m breitt fram af henni. Húsaskipan Var sú, að austast var eldhús, sem sneri timburstafni fram að stétt og var ekki innangengt í eldhúsið. Þá var skáli, sem sneri hlið að stétt (langhús). Næst bæjardyr, líklega með litlum timburstafni. Vestan bæjardyra var stofa, langhús eins og skálinn og vestast búr með timburstafni fram að stéttinni, og var ekki innangengt í það. Að húsabaki voru lolis salerni og baðstofa (til gufubaða). Frá bæj- ardyrum lágu göng þvert fyrir skálaendann beint til salernis, en frá þeim lágu hliðargöng til stofu og baðstofu. Undir göngunum var lokræsi frá salemi fram fyrir hlaðbrúnina. Skálinn var þiljaður í tvennt, og var sinn svipur á hvorum enda. í vesturenda virtust hafa verið lokrekkjur við suðurhlið. Þar var upphækkað „set“ sem skiptist í 5 reiti nokkuð misbreiða. Við norðurvegg sáust merki til að verið hafi set með þilju yfir. f miðjum skála var lægra gólf, og á því miðju eins konar langeldstæði, en gólfið var að mestu þakið hellum og grjóti og óþjált umferðar. Austurendi skála var miklu óljósari, en þó eru líkur til að þar hafi verið áframhald mið- gólfsins og set til beggja handa, en líklega bekkur við gaflhlað. Vesturendi skála hefur líklega verið alþiljaður. Stofa var einnig skipt í tvennt og var afþiljaður klefi í vesturenda, en bekkir við norður-, vestur- og suðurhlið. f salerni var eins konar for eða þró undir öllu húsinu og timburgólf yfir nokkrum hluta hennar; úr þrónni lá lokræsið, sem fyrr var nefnt. Vindauga var út um salernis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.