Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 44
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS bréfi, sem þar er til vitnað, segir Aðalsteinn Jóhannsson sögu fjalar- innar á þessa lund: „Það fyrsta ég man eftir mér af húsaskipun hér á Skjaldfönn, var, að þar var hlóðaeldhús, eins og þau gerðust víðast hvar á bæjum um aldamót. Eldhús þetta var með tvennum hlóðum og var notað við stærri eldamennsku, svo sem slátursuðu, þvotta og þvíumlíkt, fram um 1940 eða liðlega það, en var þá rifið. I þessu eldhúsi, fyrir miðjum gafli, var fiskasteinn, sem barinn var á harðfiskur og bein þau, sem til féllu og notuð voru fyrir skepnur, því allt þess háttar var nýtt sem fóður. Steinn þessi var líklega um 8 þumlunga þykkur og tók að mestu yfir stólsetuna, sem hann sat á, og hafði hann verið notaður það mikið, að ofan í hann var komin þó nokkur skál, en var þó hvergi sprunginn. Steinn þessi var síðan notaður í hlóðastein. Stóll sá, sem undir steininum var, var allsterklegur, á fjórum fótum, og stálhringur í kring að neðan, en aðeins fyrir enda að ofan, og úr setu þessa stóls er fjöl sú, sem ég sendi og þú ert að spyrja um. Útskurðurinn sneri niður og er þessi f jöl annar helmingur af breidd setunnar. Ég veit ekki, hvort setan hefur verið úr einni fjöl og þá klofnað eða verið saman sett, en ég býst við að hún hafi klofnað. Stóllinn mun hafa verið notaður sem viðhögg um tíma, áður en steinninn var settur á hann. Það sýndi laut sú sem var undir stein- inum, ef ég man rétt. Þá var líka mikið höggvið upp úr útskurði fjalar- helmings þess, sem glataður er, og fyrir það býst ég við, að hann hafi verið notaður í eldivið. Þessi fiskasteinn á téðum stól mun hafa verið búinn að sitja þarna áreiðanlega frá því um aldamót 1900 eða lengur, og vissu víst fáir um útskurð á fjöl þessari, en þó stendur það einhvern veginn í mér, að amma mín, Steinunn Jónsdóttir, hafi sagt, að þetta væri úr kirkjubrík eða einhverju slíku, en ég minnist ekki að hafa heyrt neitt um hvaðan þessi fjöl hafi komið hingað eða hvenær. En það hlýtur að vera mjög langt síðan að fjöl þessi kom hér, fyrst amma vissi ekki frekari deili á henni. Væri hugsanlegt, að þetta gæti hafa komið úr kirkju, sem hafi verið á Kirkjubóli í Langadal". Fjölin frá Skjaldfönn er nú stödd í Þjóðminjasafni íslands til at- hugunar, og þar á hún reyndar réttilega heima, því að þetta er forn- gripur. Henni verður nú lýst hér, svo og þeim útskurði, sem á henni er. Síðan verður reynt að finna þeim orðum stáð, sem í upphafi voru látin falla um stílinn á útskurðinum. Fjölin frá Skjaldfönn er úr furu, flöt og jafnþykk öll, 45,5 sm að lengd, 18—19 sm á breidd og 2,5 sm á þykkt. Hún er illa leikin af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.