Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 50
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS upp í gegnum uppundninginn, og minnir það þá á hvernig leggirnir á upphafsstafnum í Teiknibókinni ganga upp í gegnum uppundning- ana. Lítum svo á myndblað nr. XXX. Þar er samsvörunin við fjölina frá Skjaldfönn ef til vill ekki út af eins fullkomin og á myndblaði XXXIII, einkanlega af því að stóri uppundningurinn, sem er aðaluppi- staða munstursins, er svo margfaldur. En samt er þetta náskylt Skjaldfannar-útskurði, og ekki er mér kunnugt um neitt í íslenzkri skreytilist, sem betra sé til samanburðar við hann en einmitt þessi tvö myndblöð Teiknibókar. Björn Th. Björnsson hefur bent á, vafa- laust með réttu, að margir uppdrættir Teiknibókar hafi verið ætlaðir sem fyrirmyndir að ýmiss konar listiðnaði, málmsmíði, hannyrðum, útskurði. Um munstrið á nr. XXX segir hann: „Hver getur efazt um, að það er flatskurður í tré, sem hér er haft í huga? Þetta er ekki mynstur til bókaskreytingar, þaðan af síður frumkast til málverks, og silfursmíð kemur ekki heldur til greina. Athugum grunninn. Hann er stunginn, eins og títt er um flatskurð, efra lagið, eða flétturnar, eru í einum fleti, þótt brugðið sé bæði yfir og undir. Hér er varla öðru til að dreifa en hreinu tréskurðarmynstri og það af frábærustu gerð“. Þetta er mjög skemmtileg og skarpleg athugun hjá Birni Th., því að enginn tréskurður var þekktur, sem sannað gæti orð hans, þegar þau voru skrifuð. En nú er hann til, á fjölinni frá Skjaldfönn. Þar er útskurður í stóru broti, gerður eftir uppdrætti, sem verið hefur út í æsar af sama sauðahúsi og á myndblaði Teiknibókar nr. XXX. Þetta er svo augljóst, að varla þarf áð hafa um það fleiri orð, og nægir að vísa til mynda. í þessu sambandi má minnast þess, að hið fyrsta, sem vitað er til Teiknibókarinnar, er að hún var einhvers staðar á Vest- fjörðum. Björn Th. hefur reynt að setja hana í samband við Helga- fellsmunka. Enginn dómur skal á slíkt lagður hér, en ef taka ætti orða- lagið „af Vestfjörðum“ bókstaflega hjá Árna Magnússyni, ætti bókin einhvern tíma að hafa verið miklu norðar og vestar en á Snæfells- nesi. Með þessu er ég þó alls ekki að gefa í skyn, að beint samband sé milli Skjaldfannarf jalar og Teiknibókar. Til þess brestur heimildir, en áðalatriðið er, að nógsamlega er fram komið, að útskurður fjalar- innar er af hinum íslenzka stíl, sem á hvað bezta fulltrúa í uppdrátt- um Teiknibókarinnar. Þó áð fundið sé hið stílsögulega umhverfi, sem útskurðurinn frá Skjaldfönn á heima í, er ekki þar með sagt, að auðvelt sé að tímasetja hana nákvæmlega. Hann er náskyldur lýsingum Postulasagnanna, sem eru frá byrjun 14. aldar, svo að ætla hefði mátt, að ekki væri langt á milli í tíma, en jafnframt er hann svo nákominn Teiknibókinni, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.