Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 129

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 129
FORNLEIFAFUNDUR í YTRI-FAGRADAL 133 í fyrndinni verið varpað niður í hvappið. Lagið var 20—30 sm þykkt, með ösku, mold, smásteinum, beinum og viðarkolum. Ég gróf lagið neðan frá og upp eftir, á 3—4 m breiðu svæði. Nokkrir stórir steinar sáust, en alls ekki í röð eða reglu. Eg gróf alla leið upp að túnsléttunni, sem þarna nær að hvappinu, en þar var lagið orðið mjög þunnt, og sá ég ekki ástæðu til að elta það lengra. Sums staðar í laginu voru flís- ar af hreinum viðarkolum, en sums staðar allmikil lög af grárri ösku með viðarkolabútum í, eins og rúsínum í graut. Allmikið var af beinum í laginu, bæði húsdýrabeinum, fuglabeinum og jafnvel fiskbeinum, einnig fann ég brýnisstubb og nokkur brot úr kambinum, sem Borg- hildur hafði fundið. Enginn vafi gat leikið á því, að þetta væri öskuhaugur, sorphaug- ur. En hvaðan kom hann? Þetta er allt of langt frá bænum, þar sem hann hefur verið á seinni öldum, og trúlegast að þessari ösku hafi verið varpað út frá húsi þarna rétt við lækinn. Þar er nú túnslétta, en Steinólfur bóndi Lárusson og faðir hans sögðu, að áður en sléttað var, mundu hafa verið þarna einhverjar rústir, stórar þúfur og grjót. Ekki væri loku fyrir skotið, að þarna kynnu enn að vera gólf úr fornum húsum undir sléttunum, en mikið verk mundi vera að rann- saka það. Nú skal lýst fornleifum þeim, sem fundust og skráðar voru í dag- bók 2. 7. 1965 og 6. 9. 1965: a. Kambur og kambslíður úr beini, sennilega hornbeini einhvers hjartardýrs eins og slíkir kambar voru oftast. Þessum góða grip, kambinum í slíðrum sínum, hefur eflaust í ógáti verið varpað á haug, virðist hafa verið óskemmdur með öllu, en því miður hefur hann orðið fyrir barðinu á jarðýtunni og brotnað í marga parta, og vantar talsvert á, áð þeir fyndust allir. Slíðrin eru þó næstum heil, og mikið er til af kambinum, svo að öll einkenni hlutarins koma vel í ljós, þótt skemmtilegra hefði verið að eiga hann heilan. Brotin hafa nú verið límd saman eins og þau virðast eiga að vera. Kamburinn hefur verið 11,5 sm að lengd, með dálítið bogadregnu baki, gerður á sama hátt og allir fornir kambar, tveir kúptir okar við bak báðum megin og tennurnar sagaðar í beinþynnur, sem klemmdar eru milli okanna og allt neglt með járnnöglum. Af allri lengd kambsins hafa varðveitzt 8,5 sm, m. a. annar endinn. Af okunum hefur aðeins varðveitzt lítill bútur öðrum megin, og sýnir hann, að þeir hafa verið skreyttir með tvö- földum skástrikum sitt á hvað, svo að fram hefur komið einfalt tígla- munstur eftir endilöngum okunum. Þetta er snoturt, en ekki sérlega vandað. Kambslíðrin hafa varðveitzt betur og mega heita heil, nema
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.