Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 153

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 153
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968 157 gerðina, en henni þarf að reyna að halda áfram eitthvað árlega til þess að þráðurinn slitni ekki. Þessi viðgerð er að vísu ekki á vegum safnsins, en það hefur þó styrkt hana með fjárframlagi og öðrum ráðum, enda er þarna um að ræða eitt merkasta hús á landinu. ByggSasöfn. Á árinu voru veittar kr. 500.000,00 til byggðasafna og fóru um 123 þús. kr. af þeirri upphæð til að kosta gæzlu gömlu bæjanna og annarra bygginga á vegum safnsins. Meginhluta þess, sem eftir var, var skipt niður milli þriggja byggðasafna. Til' Minjasafnsins á Akureyri runnu kr. 100.000,00. Til nýbyggingar byggðasafnsins á Akranesi voru veitt- ar kr. 50.000,00 eftir ákvörðun Alþingis. Til nýbyggingar Byggða- safns Þingeyinga á Húsavík runnu kr. 135,000,00, en þar af 50.000,00 einnig samkv. ákvörðun Alþingis. Safnhúsið þar er nú fokhelt. Afgangurinn af þessari upphæð, um kr. 90.000,00, rann til endur- byggingar Glaumbæjar, þar sem Byggðasafn Skagfirðinga er til húsa. Sú viðgerð reyndist mun meiri og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir, og þar sem þetta er eina sýningarhúsnæði byggðasafnsins, kem- ur fjárveitingin því til góða. Nokkuð var talað á árinu um væntanlega nýbyggingu eða kaup á húsnæði fyrir Byggðasafn Borgarfjarðar í Borgarnesi, en safnið er í bráðabirgðahúsnæði Kaupfélags Borgfirðinga, sem þarf nú senn á húsnæðinu að halda. Hefur húsnæðisskortur staðið þessu safni fyrir þrifum og því nauðsynlegt að það eignist eigið, varanlegt húsnæði. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin í þessu máli. Undirbúningi undir nýbyggingu Byggðasafnsins á Akranesi mun nú vera lokið, og væntanlega verður hafizt handa um byggingarfram- kvæmdir snemma á árinu 1969. Þar er gert ráð fyrir allnýstárlegu safnhúsi, eða öllu heldur húsum, sem byggð verða í áföngum og síðan tengd saman. Safnið hefur verið til húsa í gamla steinhúsinu í Görð- um, sem verður varðveitt framvegis og notað jafnframt sem sýn- ingarhús. Magnús Gestsson kennari fór um flestar sveitir Dalasýslu á vegum byggðasafnsnefndar og safnaði munum til væntanlegs byggðasafns. Varð honum allvel ágengt, safnaði milli 600 og 700 munum, sem geymdir eru í félagsheimilinu í Búðardal. Ekki er þó fullráðið um staðsetningu væntanlegs safns þar eða hvort Dalamenn slá sér saman við Snæfellinga um byggðasafn, sem væri að mörgu leyti skynsam- legt. I desembermánuði fór Gísli Gestsson safnvörður til ísafjarðar skv.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.