Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 154

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 154
158 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS beiðni stjórnar byggðasafnsins þar til athugunar og ráðlegginga um innréttingu og fyrirkomulag á viðbótarhúsnæði safnsins á lofti sund- laugarinnar. Gerði hann uppdrátt af húsnæðinu og lauslega niðurröð- un væntanlegra safnmuna, en síðan mun hann fara öðru sinni vestur á öndverðu árinu 1969 til nánari athugana í þessu máli. Jóhann Gunn- ar Ólafsson fv. bæjarfógeti, sem verið hefur stoð og stytta byggða- safnsins, lét af embætti á árinu og fluttist frá ísafirði, en Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri tók við yfirstjórn safnsins af honum. Húsrými Byggðasafns Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Skóg- um er fyrir löngu orðið of lítið, og er í ráði að auka það á næstu árum. Hefur verið tekin ákvörðun um að byggja upp nokkur gömul bæjarhús í nágrenni safnhússins, og var haustið 1968 hafizt handa um undirbúningsvinnu að því að koma upp baðstofu frá Arnarhóli í Landeyjum, sem tekin var ofan fyrir nokkrum árum og geymd hefur verið í safninu síðan, en fleiri gömul hús eru austur þar, sem flutt munu verða að Skógum og látin mynda samstæða bæjarheild. Með þessu má skapa dæmigerðan bæ úr þessum landshluta jafnframt því sem léttir á núverandi sýningarhúsnæði og nýtt skapast, en auðvitað verður þessi bær nokkuð óekta sem heild, þótt hvert hús sé raunveru- legt. — Skógasafn hefur alla tíð verið mjög vel sótt, og er það ekki sízt að þakka ötulli forsj á Þórðar Tómassonar safnvarðar. Önnur byggðasöfn störfuðu á sama hátt og áður. Ekkert nýtt safn er í uppsiglingu sem stendur, sbr. þó það, sem segir um Dalasýslu, en nokkrar umræður hafa orðið um byggðasafnsmál á Austfjörð- um. Safnið á Skriðuklaustri mun ekki hafa verið opið til sýningar um nokkurra ára skeið, en allt er í óvissu um það, hvort þetta safn verður eitt fyrir Austfirði í framtíðinni eða hvort einhver byggðar- lög stofni eigin söfn. Þyrftu viðkomandi héruð sem fyrst að leggja hreinar línur í þeim efnum. Fornleifarannsóknir og fornminjavarzla. Vegna þeirra breytinga, sem urðu á starfsliði safnsins á árinu, varð minna um fornleifarannsóknir en gert var ráð fyrir. Aðaíverkið í þeim efnum var rannsókn lítillar kirkjutóftar á Varmá í Mosfells- sveit. Ráðgert hafði verið að hefja byggingu skólahúss við gömlu bæjarrústirnar á Varmá, og var safninu gert viðvart, ef það vildi athuga þær. Rústirnar þóttu ekki sérlega athyglisverðar, en í nánd við þær virtist móta fyrir kirkjutóft í kringlóttum garði, en getið er kirkju á Varmá í Vilkinsmáldaga 1397 og síðan í skjölum allt fram um 1600. Var þeim Sveinbirni Rafnssyni fil. kand. og Helga H. Jónssyni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.