Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 2
2 en reyna fretnur að skilja svo við hvað eina, að eínhver niðurstaða náist, Kbl. þarf að flytja meiri útlendan fróðleik kirkjuleg- an, og mun það gjört betur en undan farið nú þegar á þessu ári. Kbl. þarf að flytja meira til skemmtunar af því tagi, sem átt getur heima í slíku blaði, einkanlega þurfa börnin að fá meira, sem þau geta lesið, sjer til ánægju og upp- byggingar. Fylgiblaðið, sem kaupendur fá ókeypis í ár, og auglýst er síðar í þessu tölubl., bætir væntanlega nokk- uð úr þessum skorti. Kbl. mun í ár flytja stuttar æfisögur kristinna ágætis- manna af ýmsum trúarflokkum. Ritstjórinn hugsar sjer það sem myndir af manngildi og æfistarfi nokkurra þeirra manna, sem fyr og síðar hafa sýnt sig sannkristnasta í kærleiksþjónustu fyrir mannkynið, og sem í kristilegum skilningi hafa orðið æðstir, með því að vera flestra þjónar. Andlega hjálpin við blaðið er fyrir öllu og hún hefir verið mikil og góð árið sem leið bæði frá lærðum og leik- um, og nýir og nýir vekjast stöðugt upp. En eðlilega verður margt að geymast og sumt kann enda að gleym- ast, þegar mikið berst að, en rúmið er lítið, og verða heiðraðir höfundar að virða það til betri vegar, þótt þeim virðist ritstjórinn villtur í valinu. Reyndar ætti engin góð bending eða hugvekja að gleymast, þótt hún komi eigi fram um sinn, heldur að geymast til hentugs tæki- færis; sjáíst hennar eigi annar vottur, þá ætti hún altjend fyr eða síðar að koma fram í einhverri tillögu ritstj., eða í stjórn hans á blaðinu. Mjer hefir frá fyrstu fundist það vera aðalskilyrðið fyrir því, að Kbl. gæti orðið uppbyggi- legt og vinsælt aiþýðublað, að útgef. stæði í stöðugu brjcfa- sambandi við alla vini og styrktarmenn blaðsins meðal presta og leikmanna. Það er töluvert ómak og jeg hef árið sem leið skrifað jafnmörg brjef í þágu Kbl. og dag- ar eru í árinu, og skal jeg eigi telja það eptir mjer, þótt þau heldur fjöiguðu en fækkuðu. Þeirri bæn vil jeg leyfa mjer að beina til prófast- anna, að þeir sendi mjer frjettapistla um hið allra helzta sem gerist á hjeraðsfundum í sem stytztu máli, með fyrstu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.