Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 5
5 hjálpa til og bæta ár, sjerstaklega með tiliiti til þess, að vekja og glæða hinar kristilegu trúartilflnningar barn- anna. Vitanlega er þetta einnig tilgangur barnaskólanna og enginn vill neita því, að þeir í þessu tilliti að mörgu leyti nái tilgangi sínum, en ekki að öllu leyti. — Hjer skal ekki tekið tillit til þess, sem þó væri hugsanlegt, að kennarar barnaskólanna sjálflr stæðu fyrir utan kirkju og kristin- dóm með hjarta sínu, heldur skal út frá því gengið, að þeir sjeu trúmenn og standi á hinum kirkjulega trúar- grundvelli, að minnsta kosti þeir, sem sjerstaklega hafa á hendi uppfræðinguna í kristindómi. En samt sem áður verður það ekki nægilegt. I fyrsta lagi eru ekki með hinni persónulegu trú kennarans ávallt gefnir þeir hæfí- legleikar, er útheimtast, til þess að gjöra trúarsannindin skiljanleg börnunum. í öðru lagi er víða svo, að einum kennara er ætlað að hlýða 20—30 börnum yfir ú einni klukkustund og þvi næsta hætt við því, að lítið verði af tímanum afgangs til samræðu og útskýringar fyrir börn- unum. Hjer er því býsna hætt við, að hin persónulegu áhrif hins trúaða kennara verði fyrir utan hin einstöku börn, og jafnvel þótt, dálftill tími verði afgangs, er hætt við, að kennarinn verji honum fremur til þess að auka kristindómSj&efrfcíwgwm, en til hins, að leiða barnið inn í Uf trúarinnar. Og því verður heldur ekki neitað, að barnaskólarnir eiga að leggja mesta áherzlu á það, að skerpa skilning og auka þekking barnsins, án þess þó verði sagt, að þeir eigi að leiða hitt hjá sjer. — Úr þessu vill sunnudagaskólinn bæta, með því að leggja áherzluna á það, sem i barnaskólanum verður að sitja á hakanum, að leiða barnið inn í sjálft líf trúarinnar, svo að trúar- sannindin verði meira en þekking, sem barnið heldur fastri með skynseminni, þ. e. verði persónuleg eign barns- hjartans. En gjörir hin Inrlcjiilega guðsþjónusta þá ekki sunnu- dagaskólana óþarfa? — mætti spyrja. Getur guðsþjón- ustan ekki fyllilega bætt úr því, sem á .vantaði bæði á heimilunum og í skólunum? Vissulega er það tilgangur guðsþjónustunnar i kirkjunni og hin kristilega prjedikun

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.