Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 10
10 þeirra læra ræðurnar utan að fyrir frara, eins og »rullu« í sjónleik. Hvað er unnið við slíkt? Hvaða líf slík ræða hefir fram yfir lesna ræðu, er ekki gott að sjá. Ekki sýnist reynslan heldur styðja það, að það hafi veru- leg áhrif á kirkjuræknina, hvort presturinn fram flytur skrifiega ræðu eða talar »upp úr sjer«. Ekki eru kirkj- urnar tiltölulega betur sóttar á þeim fáu stöðum, þar sem prestar prjedika »upp úr sjer«. Eða hvernig stendur á því, aðkirkjureruprýðilega sóttar í sumum sóknum, en af- leitlega í öðrum, og þó hafa prestarnir á báðum stöðum sömu prjedikunaraðferðina að þessu leyti, nl. fram flytja af biöðum. Það er undarleg skoðun þetta, að leggja svo mikla áherzlu á skrifuð blöð, eins og andlegt líf, kraptur og kjarni sje komið undir því, hvort orðið er lesið af blöðum eða ekki. Vídalínspostilla erlesin upp af blöðum, og fylgir lestrum hennar ekki lítill kraptur, sjeu þeir vel fram fluttir. Sama má segja um ýmsar aðrar húslestrar- bækur vorar. Jafnvel heilög ritning er »á blöðum«, og eins fyrir því er hún andi og líf. En það er auðvitað, að hið skrifaða orð verður að vera vel fram borið, og sem líkast þvi, að prjedikarinn eða lesarinn tali það frá eigin brjósti í þann svipinn. Jeg vil að lyktum, að því er þetta atriði snertir, tilgreina hjer kafla úr brjefi til mín frá mjög merkum presti. Hann segir svo: »Það er ekki laust við, að það sje nokkuð barnaleg hugsun, að mikil »reformation« verði í íslenzku kirkjunni, þótt prestarnir færu að prjedika blaðalaust. Jeg er auk heldur hræddur um, að sú »reformation« yrði aptur á bak. Að prestur- inn leggi allt sitt andans afl bæði inn í flutning og samn- ing ræðunnar., er aðalatriðið. Þá flytur presturinn ræðu sína á þann hátt, sem honum er eðlilegast. Ef hann kýs að gjöra það blaðalaust, gott og vel. Ef hann vill heldur hafa blöðin með sjer, þarf hann sannarlega ekkert að skammast sín fyrir þau; og tilheyrendunum mun finnast, að orð hans gangi engu síður til hjarta en hins Það er ekki það bezta, að þurfa að láta huga sinn einlægt vera upptekinn af að hugsa um: Hvað kemur nú næst?*1. 1) Þó að fullvel geti farið á því, at> prestur haíi met) sér blöð í stólinn, væri eigi að síður æskilegt, að þeir vendu sig ungir á að geta talað upp úr sjer stuttar ræður, ef við liggur. Slíkt getur stundum komið sjer vel.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.