Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 8
8 ann; en hjer í bæ er eflaust fjöldi barna, sem ekki ganga í barnaskólann, en fegin mundu koma í sunnudagaskóla. Hjer vantar ennfremur hentugt sálmaval fyrir börnin, sjerstaka sunnudagaskólasálma; kirkjusálmabókin er of stór og því einnig of dýr, til þess að öll börnin geti eign- azt hana. — En úr þessu verður ekki bætt sem stendur, með því engin efni eru fyrir hendi. Með tilliti til fyrir- komulags skólans, hefir verið leitast við að gefa honum snið sem líkast því, er almennt er tíðkað í sunnudaga- skólum í Kaupmannahöfn, þó að sumu leyti einfaldara og viðhafnarminna. — Það er byrjað með sálmi, síðan haldin stutt bænagjörð, upp lesinn textinn fyrir þann dag og að því loknu byrja kennararnir samræður sínar við börnin. (Til samræðanna er varið 10 mínútum í mesta lagi). Þá er aptur sunginn sálmur og svo flutt stutt prjedikun til allra barnanna og sálmur sunginn á eptir; þá mælir for- maður fram hina postullegu trúarjátningu og taka börnin standandi undir með honum, síðan lýsir hann hinni post- ullegu blessun yfir börnunum og að endingu er stuttur sálmur sunginn. Hingað til heflr sunnudagaskóli þessi verið prýðilega sóttur af börnunum, hjer um bil 140 börn hafa mætt á hverjum sunnudegi, stundum fleiri en sjaldan færri. JÓN ITIiLOASON. Prjedikunaraðferð presta. Það er öðru nær en það sje nokkuð á móti því, að leikmenn láti við og við til sín heyra um kirkjuleg mál* Slíkt er jafnvel gleðilegur vottur þess, að þess konar mál- efnum er veitt meiri athygli en menn annars kynnu að ætla. Svo má og búast við, að hvert mál skýrist betur við það, ef það er skoðað frá fleirum en einni hlið. Það er því vel til fallið, að málsmetandi leikmaður einn hefir nýlega i Kbl. minnzt á prjedikunaraðferð presta, og ritað grein um hana. I grein þessari eru ýmsar góðar bendingar um rjetta prjedikunaraðferð, svo sem það, að prjedikunaraðferðin þurfi að fylgja tímanum; að varasamt sje að nota gamlar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.