Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 13
13 Skringílegt er dæmið, sem höf. kemur með ulri sálm- ana. Hann gjörir ráð fyrir að meðal annars sje sunginn sálmurinn : »Hvað stoðar þig allt heimsins góz og gæði« (329), og hafður fyrir útgöngusálm. Sálmurinn er urn fallveltu jarðneskra gæða, og er niðurlag hans þannig: »Vor auðlegð sje að eiga liiranaríki, vor upphefð breytni sú, er Guði líki, vort yndi’ að feta’ í fótspor lausnarans, vor dýrðarskrúði dreyrinn Jesú mæti, vor dýrðiegasti fögnuður og kæti sje himinn hans«. En hvernig verður nú söfnuðinum við þegar þessu er lokið? »Yfirbragð safnaðarins er breytt«, segir höf. »Gleðiljóm- inn er horfinn, en raunaskuggar, gremjudrættir, ergju- hnyklar komnir í staðinn. Gömlu mennirnir ganga hljóðir og niðurlútir til hesta sinna, láta þá rölta hægt heim og sofa úr sjer ólundina« o. s. frv. Skárra er það nú við- bragðið, sem söfnuðurinn hefir tekið! Jeg gat ekki að mjer gjört að brosa, er jeg las þessa rokna-klausu, enda liefir höf. hjer eflaust verið að gjöra að gamni sínu, þó að gaman eigi hjer varla við. En af því að mjer er skylt málið, að því er sálminn snertir, fer jeg ekki lengra út í þá sálma. Fögur og eptirtektarverð eru orð höf., þar sem hann minnir prestana á að »nota sólargeislann, sem fellur inn um kirkjugluggann, regndropann, haglkornið, sem bylur á þakinu, til að hefja huga safnaðarins til Guðs«. En þess konar hugleiðingum getur presturinn vel skotið inníræðusína á hentugum stöðum, þó að hann hafi skrifað hana fyrirfram; einkum ef ræðan lýtur að skyldu efni. Slíkt getur óneit- . anlega opt liaft góð áhrif, sje því laglega fyrir komið. Að þvi er framburðinn snertir, þá gefur höf. í skyn, að sumum prestum sje það tamt að hafa »niðandi mæðu- hljómblæ« á ræðum sínum, og hafa hverja setningu með sömu áherzlu. Slíkt mun hafa komið sumstaðar fyrir áð- ur fyrri, en jeg hugði, að það mundi nú vera hjer um bil niður lagt. Sje svo, að enn eimi eptir af því, þá þarf sem fyrst að leggja niður slíkan óhæfan framburð; en vonandi er, að slíkt hverfi bráðum alveg. Fram'burðurinn þarf auðvitað að vera eðlilegur, líkur vönduðu daglegu máli,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.